Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 85

Fréttatíminn - 24.11.2016, Side 85
| 53FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Jólablað 2016 Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut Tindrandi Frostrós að hætti Jóa Fel Glitrandi fögur súkkulaðiterta með þunnum og stökkum toffí- og krókantbotni. Lagskipt með fersku hindberjahlaupi og flauelsmjúku rjómasúkkulaðikremi. Hjúpuð með drifhvítum sykurmassa. Þessar jólasmákökur eru jafn gómsætar og þær eru fallegar. Upprunalega koma þær frá Aust­ urríki og eru mikið bakaðar þar í landi fyrir hátíðarnar; ganga undir nafninu Spitzbuben. 250 g smjör 200 g flórsykur 2 tsk. vanillusykur salt á hnífsoddi 1 eggjahvíta 2 dl sulta að eigin vali (yfirleitt er notuð hindberjasulta) 1 dl flórsykur • Hrærið smjörið þar til þar er mjúkt og létt. Bætið flórsykri og vanillusykri við þar til blandan er létt og ljós. Hrærið eggjahvít­ unni saman við þar til allt er vel samlagað. • Bætið hveitinu við og hrærið því varlega saman við. Breiðið yfir skálina og geymið hana í ís­ skáp í klukkutíma. Hitið ofninn í 200°C. • Takið deigið út úr ísskápnum og rúllið því út á hveitistráðri borð­ plötu, hafið það rúmlega 1 cm að þykkt. • Skerið úr heilar stjörnur/ hringi/hjörtu og sama form með gati í miðjunni, má vera með sama lagi eða bara kringlótt. • Raðið á bökunarpappírs­ klædda ofnplötu og bakið í u.þ.b. 7 mínútur. • Hitið sultu í potti og smyrjið henni á heilu kökurnar og leggið kökurnar með gatinu ofan á og stráið flórsykri yfir. Syndsamlega góðar SpitzbubenSigurður Árni Sigurðsson hannar kúluna Sýn Kærleiks­ kúlan 2016 Kærleikskúlan kemur út í fjór­ tánda sinn nú fyrir jólin. Að þessu sinni er það listamaðurinn Sigurð­ ur Árni Sigurðsson sem hannar kúluna en hún ber nafnið Sýn og bætist hún í fjölbreytt safn af Kærleikskúlum sem Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra hefur gefið út fyrir jólin síðan 2003. Tilgangur­ inn með sölu Kærleikskúlunnar er að auðga líf fatlaðra barna og ung­ menna með því að efla starfsemi sumarbúðanna í Reykjadal. Fjölmargir listamenn hafa lagt málefninu lið í gegnum árin og því eru kærleikskúlurnar fjölbreytt safn listaverka. Listamennirn­ ir hafa allir gefið vinnu sína og þannig stutt dyggilega við starf í þágu fatlaðra barna og ungmenna. Sýn verður til sölu í 15 daga, frá 2. desember til 16. desember. Skemmtun fyrir alla fjölskylduna um helgina Aðventu hátíð í Kópavogi Aðventuhátíð í Kópavogi verður haldin 26. og 27. nóvember frá 13-17 báða dagana. Boðið er upp á dagskrá fyrir alla fjölskylduna á hátíðinni sem fer fram í og við menningarhúsin í Kópavogi. Dagskráin á laugardeginum hefst í Gerðarsafni klukkan 13 með jólakorta­ og jólaluktasmiðju en í kjölfarið verða fjölskyldujólatón­ leikar í Salnum sem hefjast klukk­ an 14. Þá verður jólakattardagskrá í Náttúrufræðistofu og Bókasafni Kópavogs. Að lokum, eða klukkan 16, verða ljós jólatrésins tendruð við lúðraþyt og söng en jólasveinar líta í heimsókn auk Villa og Sveppa sem skemmta á útisviði. Við menningarhúsin verður einnig jólamarkaður alla helgina þar sem gæðamatvara, heitir drykkir og handverk verður til sölu. Hinn árlegi laufabrauðsdagur verður haldinn í félagsmiðstöð aldraðra í Gjábakka á laugardegin­ um frá 13-17 og listamenn í Hamra­ borg og Auðbrekku opna sýningar­ sali og vinnustofur sínar. Á sunnudeginum skemmta Langleggur og Skjóða í bókasafn­ inu kl. 13.30 og jólakortasmiðja í Gerðarsafni verður opin fyrir alla fjölskylduna.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.