Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 85
| 53FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016 Jólablað 2016
Holtagarðar & Smáralind & Kringlan & Garðabær & Hringbraut
Tindrandi Frostrós
að hætti Jóa Fel
Glitrandi fögur súkkulaðiterta með þunnum og stökkum toffí- og
krókantbotni. Lagskipt með fersku hindberjahlaupi og flauelsmjúku
rjómasúkkulaðikremi. Hjúpuð með drifhvítum sykurmassa.
Þessar jólasmákökur eru jafn
gómsætar og þær eru fallegar.
Upprunalega koma þær frá Aust
urríki og eru mikið bakaðar þar í
landi fyrir hátíðarnar; ganga undir
nafninu Spitzbuben.
250 g smjör
200 g flórsykur
2 tsk. vanillusykur
salt á hnífsoddi
1 eggjahvíta
2 dl sulta að eigin vali (yfirleitt er
notuð hindberjasulta)
1 dl flórsykur
• Hrærið smjörið þar til þar er
mjúkt og létt. Bætið flórsykri og
vanillusykri við þar til blandan
er létt og ljós. Hrærið eggjahvít
unni saman við þar til allt er vel
samlagað.
• Bætið hveitinu við og hrærið
því varlega saman við. Breiðið
yfir skálina og geymið hana í ís
skáp í klukkutíma. Hitið ofninn
í 200°C.
• Takið deigið út úr ísskápnum og
rúllið því út á hveitistráðri borð
plötu, hafið það rúmlega 1 cm
að þykkt.
• Skerið úr heilar stjörnur/
hringi/hjörtu og sama form
með gati í miðjunni, má
vera með sama lagi eða bara
kringlótt.
• Raðið á bökunarpappírs
klædda ofnplötu og bakið í
u.þ.b. 7 mínútur.
• Hitið sultu í potti og smyrjið
henni á heilu kökurnar og leggið
kökurnar með gatinu ofan á og
stráið flórsykri yfir.
Syndsamlega góðar SpitzbubenSigurður Árni Sigurðsson hannar
kúluna Sýn
Kærleiks
kúlan 2016
Kærleikskúlan kemur út í fjór
tánda sinn nú fyrir jólin. Að þessu
sinni er það listamaðurinn Sigurð
ur Árni Sigurðsson sem hannar
kúluna en hún ber nafnið Sýn
og bætist hún í fjölbreytt safn af
Kærleikskúlum sem Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra hefur gefið út
fyrir jólin síðan 2003. Tilgangur
inn með sölu Kærleikskúlunnar er
að auðga líf fatlaðra barna og ung
menna með því að efla starfsemi
sumarbúðanna í Reykjadal.
Fjölmargir listamenn hafa lagt
málefninu lið í gegnum árin og því
eru kærleikskúlurnar fjölbreytt
safn listaverka. Listamennirn
ir hafa allir gefið vinnu sína og
þannig stutt dyggilega við starf í
þágu fatlaðra barna og ungmenna.
Sýn verður til sölu í 15 daga, frá
2. desember til 16. desember.
Skemmtun fyrir alla
fjölskylduna um
helgina
Aðventu hátíð
í Kópavogi
Aðventuhátíð í Kópavogi verður
haldin 26. og 27. nóvember frá
13-17 báða dagana. Boðið er upp
á dagskrá fyrir alla fjölskylduna
á hátíðinni sem fer fram í og við
menningarhúsin í Kópavogi.
Dagskráin á laugardeginum
hefst í Gerðarsafni klukkan 13 með
jólakorta og jólaluktasmiðju en í
kjölfarið verða fjölskyldujólatón
leikar í Salnum sem hefjast klukk
an 14. Þá verður jólakattardagskrá
í Náttúrufræðistofu og Bókasafni
Kópavogs. Að lokum, eða klukkan
16, verða ljós jólatrésins tendruð
við lúðraþyt og söng en jólasveinar
líta í heimsókn auk Villa og Sveppa
sem skemmta á útisviði.
Við menningarhúsin verður
einnig jólamarkaður alla helgina
þar sem gæðamatvara, heitir
drykkir og handverk verður til
sölu.
Hinn árlegi laufabrauðsdagur
verður haldinn í félagsmiðstöð
aldraðra í Gjábakka á laugardegin
um frá 13-17 og listamenn í Hamra
borg og Auðbrekku opna sýningar
sali og vinnustofur sínar.
Á sunnudeginum skemmta
Langleggur og Skjóða í bókasafn
inu kl. 13.30 og jólakortasmiðja í
Gerðarsafni verður opin fyrir alla
fjölskylduna.