Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 34
Fallegar gjafir á góðu verði Safnbúð Þjóðminjasafnsins Óróar frá Laufabrauðssetrinu Verð 995 kr. – 1295 kr. Minnisbók 2.495 kr. Safnbúðin Eftirgerðir af munum frá Skriðu- klaustri, unnir af Inga í Sign. Hnappur 13.900 kr. Lykill 17.900 kr. Sérpakkað dökkt súkkulaði 695 kr. Safnbúðin. Jólatré 24.995 kr. Jólapóstkort frá Þjóðminjasafni, margar gerðir 200 kr. Jólalínan 2016 frá Heklu Kerti 1.995 kr. Servíettur 995 kr. Eldspýtustokkur 750 kr. Falleg ílát frá sveinbjörg.is Kaffibaukasett: 2.195 kr. Kökubox: 1995 kr. Vandaðar og endingargóðar ullar- vörur fyrir börn frá As We Grow. Húfa: 6.495 kr. Trefill: 5.250 kr. Mikið úrval af vörum frá Hugrún - islensk.is. Borðdregill úr hör og bómullarblöndu með mynstri frá sjónabók 8.995 kr. Suðurgata 41 · 101 Reykjavík · Sími 530 2203 · www.thjodminjasafn.is · Hverfisgata 15 · 101 Reykjavík · Sími 530 2210 · safnahusid.is 2 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016 g held í ákveðnar hefðir en hef ekki alltaf verið heima hjá mér. Svo lengi sem ég er með fjölskyldunni, skemmtilegu og góðu fólki, þá er ég ánægð,“ segir Valgerður Guðna­ dóttir söngkona þegar hún er spurð hvernig jólahald sé á hennar heim­ ili. Valgerður segir að allur gang­ ur hafi verið á jólahaldi hjá sér í gegnum árin, þó að ýmsar hefð­ ir hafi haldist. „Eftir að ég eign­ aðist börn hefur þetta verið alla vegana. Stundum bara við fjöl­ skyldan, stundum í útlöndum og stundum með systkinum mínum og systkinabörnum. Síðustu þrjú árin höfum við verið uppi í sum­ arbústað á jólunum og það var al­ veg dásamlegt. Þá er maður bara í jólalandi í kannski fimm daga, með snjó og sleðaferðum. Það var ótrú­ lega skemmtilegt að prófa þetta og verður örugglega gert aftur. En nú ætlum við að vera heima á að­ fangadag,“ segir Vala. Hún kveðst ekki vera föst í því hvar hún heldur jólin. „En mér finnst hins vegar gaman að halda í einfaldar hefðir eins og að hlusta á klukkurnar hringja inn jólin í útvarpinu og að borða ham­ borgarhrygg.“ Jólaundirbúningurinn hjá Völu tekur líka alltaf mið af því að des­ ember er annasamur mánuður hjá tónlistarfólki. Að þessu sinni bera hæst hjá henni tónleikarnir Óperu­ draugarnir sem verða í Hörpu 29. og 30. desember og á nýársdag. Þar syngur hún með stórsöngvurunum Gissuri Páli, Elmari Gilbertssyni og Oddi Arnþóri. Óperudraugarn­ ir koma fram ásamt strengjasveit og píanóleikara sem jafnframt er tónlistarstjóri, Óskari Einarssyni. „Þetta er í þriðja sinn sem við höldum þessa tónleika og þetta hefur notið mikilla vinsælda. Þarna eru bornir á borð allskonar gull­ molar úr óperubókmenntunum, frægar aríur og dúettar. Þetta eru glæsinúmer en svo tökum við líka sönglög með. Þetta verður mikill glamúr og gleði,“ segir Vala sem bæði syngur og er kynnir á tón­ leikunum. Hún segir að Óperudraugarnir höfði til mjög fjölbreytts hóps af fólki. „Þetta er flott músík, falleg og skemmtileg. Ég veit um fullt af fólki sem veit ekkert um óperur sem ætl­ ar að mæta á Óperudraugana. Svo verður víst töluvert af erlendum Hélt jólin í sumarbústaðnum Valgerður Guðnadóttir söngkona vill halda í fastar hefðir á jólunum en er ekki bundin af því að halda þau heima hjá sér. Jólaundirbúningurinn mótast af önnum í tónleikahaldi en í ár syngur Vala með Óperudraugunum í Hörpu. Valgerður Guðnadóttir söngkona borðar alltaf hamborgarhrygg á jólunum og hlýðir á klukkurnar hringja inn jólin í útvarpinu. Mynd | Hari É ferðamönnum líka, þeir eru farnir að sækja í tónleika hér í auknum mæli. Þá reynir líka meira á kynn­ inn, það kemur sér vel að ég tala svolitla frönsku ofan á enskuna.“ Auk Óperudrauganna kem­ ur Vala fram á hinum og þessum tónleikum í desember. Hún verð­ ur með Þór Breiðfjörð á tónleikum sem kallast Jól í stofunni, treður upp með Davíð Ólafssyni bassa­ söngvara og syngur djass með kvartettinum Kurr svo eitthvað sé nefnt. Meðfram tónlistarstússinu reynir Vala svo að undirbúa jólahaldið. „Ég hef ekki haft mikinn tíma síðustu ár en ég reyni alltaf að gefa mér tíma til að baka eins og eina sort af smákökum og fara sjálf á tónleika. Ég hef alltaf ætlað að fara á Mozart við kertaljós, það er aldrei að vita nema mér takist það núna. Svo er um að gera að reyna að njóta aðventunnar aðeins, hún líður alltaf svo hratt. Ég er mikið jólabarn en því er ekki að neita að þegar mikið er að gera í vinnu nær maður ekki alveg að drekka í sig jólastemninguna. Þetta er samt alltaf frábær árstími og best er þegar ég næ að eiga margar gæða­ stundir með dætrum mínum.“ Forsíðumyndina tók Hari af Tinnu Þórudóttur Þorvaldar. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti. Skautasvell á Ingólfstorgi Nova, í samstarfi við Samsung og Reykjavíkurborg, opnar skautasvell á Ingólfstorgi þann 1. desember næstkomandi. En skautasvell var einnig á Ing- ólfstorgi í fyrra og vakti það mikla lukku. Ungir sem aldnir skemmtu sér konunglega við að renna sér á skautum í skamm- deginu. Líkt og í fyrra mun jólaþorp umlykja svellið þar sem hægt verður að kaupa mat og drykk. Jólaskreytingar og jólatón- list sjá svo um að skapa rétta jólaandann. Það ættu því allir að komast í alvöru jólaskap á Ingólfstorgi í desember. Svellið verður opnað þann 1. desember, kl. 20, og opnunar- tími verður frá kl. 12 til 22 alla daga til og með 1. janúar.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.