Fréttatíminn - 24.11.2016, Blaðsíða 76
44 | FRÉTTATÍMINN | Fimmtudagur 24. nóvember 2016Jólablað 2016
Gott í matinn aðstoðar
við jólaundirbúninginn
Á uppskriftavef MS, gottimatinn.is, er að finna fjölbreytt úrval
uppskrifta sem getur aðstoðað við undirbúning jólanna, allt frá
smákökubakstrinum til hátíðarkvöldverðar með stórfjölskyldunni.
Unnið í samstarfi við MS.
Á meðan sumir halda fast
í fjölskylduhefðir eru
aðrir óhræddir við að
prófa eitthvað nýtt
og hafa jafnvel aldrei
það sama í mat-
inn á aðfangadags-
kvöld. Það er einmitt
fjölbreytileikinn sem
er svo skemmtileg-
ur og mikilvægt að allir
geri það sem hentar þeim
best. Ein leið til að leyfa nýjum
straumum að leika um jólahaldið
er til dæmis að velja alltaf eina
nýja smákökusort, eina nýja köku
eða einn nýjan forrétt til að bjóða
fjölskyldunni upp á um jólin. Þá er
líka ágætt að hafa það hugfast að
jólin eru ekki bara aðfanga- og
jóladagur - jólin standa
nefnilega yfir í heila
þrettán daga og
það er ekkert sem
bannar okkur að
baka eða prófa
eitthvað
nýtt milli
hátíða
því það
eru engar
jólareglur til
sem maður er að
brjóta.
Gott í matinn held-
ur jafnframt úti líflegri
Pinterest-síðu þar sem finna
má óþrjótandi hugmyndir, og
gildir þá einu hvort þið eruð að
leita að jólamat, -borðskreytingum
eða -föndri, þennan jólaglaðning
finnið þið einfaldlega með því að
smella á Pinterest-gluggann á vef-
síðunni.
En besta uppskriftin að góðu
jólahaldi er að slaka
á og njóta. Jólin
koma þó að ekki
sé búið að þrífa
allt hátt og lágt,
baka tuttugu
smákökusort-
ir og kaupa allt
það nýjasta og
flottasta. Jólin
eiga nefnilega
að snúast um allt
annað en hraða og
stress – þau eiga að snúast
um samveru með fjölskyldu og
vinum og auðvitað er skemmtilegt
að gera vel við sig í mat og drykk.
Liður í að skapa góða jólahefðir er
að undirbúa sig vel og forgangs-
raða því sem við viljum koma í
verk, ákveða hvað okkur langar
að matreiða um jólin, skipuleggja
innkaupin og skemmta okkur vel
við undirbúninginn. Tilhlökkunin
og aðdragandi jólanna er nefni-
lega ekki síður skemmtilegur en
hátíðin sjálf. Hvort sem jólahaldið
ykkar er fastmótað eða frjálslegt,
hversdagslegt eða hátíðlegt mun
Gott í matinn aðstoða ykkur við
undirbúninginn.
Hátíðarkalkúnn með öllu tilheyrandi.
Jólaísinn - Sítrónuískaka með karamellu.
Hnetusmjörskossar.
Lambafillet með stökkri puru og bernaise sósu.
Aðventukransinn er jafn glæsilegur með batterískertum og
þeim hefðbundnu.
Hægt er að fá batterísseríur sem henta bæði utanhúss og
innanhúss..
Glæsilegar jólaskreytingar í Garðheimum þar sem batterísseríur og batterískerti
njóta sín vel..
Besta upp-
skriftin að góð
u
jólahaldi er að
slaka á og njót
a.
Á upp-
skriftarvef
MS, gottimatin
n.
is er að finna
fjölbreytt úrva
l
uppskrifta.
Sífellt vinsælla að nota
batterískerti í jólaskreytingar
Hægt að tímastilla batterískerti og batterísseríur
þannig að kveikt sé á þeim þegar þér hentar.
Unnið í samstarfi við Garðheima.
Sífellt fleiri kjósa jólaskraut með
batterísseríum og batterískert-
um á heimilum sínum. Þannig er
fólk laust við áhyggjur af því að
það kvikni í. „Það eru margir sem
eru smeykir við að hafa lifandi eld
heima hjá sér, til dæmis nálægt
börnum, og eins eldra fólk. Það
verður sífellt vinsælla að skreyta
með batterísseríum og batterískert-
um,“ segir Jóna Björk Gísladóttir,
markaðsstjóri Garðheima.
Jóna segir að mikil þróun hafi
orðið á batterísseríum og -kertum
síðustu ár. „Kertin eru orðin mjög
raunveruleg enda gerð úr ekta
vaxi. Þá er eldurinn farinn að flökta
og líkist mjög alvöru eldi. Þetta er
virkilega góð vara.“
Hún segir að kertin og seríurnar
séu yfirleitt með tímastilli. „Þá lifa
þær til dæmis í fjóra eða átta tíma
og slökkva síðan á sér. Svo kveikja
þær aftur á sér á sama tíma daginn
eftir. Þetta er mjög hentugt til dæm-
is á hurðarkransa. Þá geturðu stillt
á að það kvikni á honum rétt áður
en þú kemur heim á daginn og látið
hann lifa fram eftir kvöldi. Batterín
lifa fyrir vikið mun lengur.“
Í Garðheimum er mikið úrval
af batterísseríum og batterískert-
um, allskonar stærðir, gerðir og
mynstur. Jóna segir að viðskiptavin-
ir Garðheima hafi tekið þessum vör-
um opnum örmum. „Heldur betur.
Það er slegist um nýju týpurnar og
margar tegundir eru þegar orðnar
uppseldar. Það kemur fólki líka á
óvart hvað verðið er lágt. Seríurn-
ar kosta bara frá 500 krónum. Þær
gera líka svo mikið fyrir heimilið,
litlar seríur lýsa alveg upp skamm-
degið.“