Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 4

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 4
4 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Bókmenntir „Þetta er mikið fagnaðarefni,“ segir Einar Már Guðmundsson sem hefur óvænt slegið í gegn í Kína en skáldsagan Hundadagar hlaut kínversku bókmenntaverðlaunin „Besta erlenda skáldsaga 21. aldar.“ Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Ég hef nú samt bara fylgst með þessu af hliðarlínunni, ég veit satt að segja ekki hvort það er mik- ill almennur áhugi á skáldskap í Kína, þótt þarna sé milljarðaþjóð er ekki þar með sagt að bækur komi út í milljónum eintaka. En ég er ánægður með að fá sem flesta lesendur,“ segir Einar Már. Hann á von á því að verða boðið til Kína í tengslum við verðlaunin en verð- launaathöfnin fer fram í mars 2017. Skáldsagan Hundadagar fjallar um Jörund hundadagakonung og eldklerkinn Jón Steingrímsson. Einar Már segist ekki vita hvað höfði svona sterkt til Kínverja. „En Jörundur er ævintýramaður sem fer sínar eigin leiðir og brýtur upp ákveðna meðalmennskuhegðun. En það er þetta sem er heillandi við að skapa bókmenntir og fylgjast með þeim breiðast út, viðtökurn- ar eru oft alveg ófyrirsjáanlegar.“ Hann segir að stjórnarfarið í Kína komi bókmenntunum ekkert við og oft sé látið eins og það sé sið- ferðisspurning að koma út í slík- um löndum. „Bækurnar tala fyrir sig og það er gott að þær fari víða. Erlendir lesendur sjá oft eitthvað annað í bókunum en Íslendingar. Þegar skáldsagan mín, Englar al- heimsins, kom út í Tyrklandi, var ég spurður, hvernig það gæti ver- ið svona mikil mannvonska í vel- ferðarríki eins og Íslandi. Ég verð að viðurkenna að spurningin kom mjög flatt uppá mig. Kannski mun Jörundur hvetja uppreisnarmenn í Kína til að rísa upp, hver veit,“ seg- ir Einar Már. Einar Már slær í gegn í Kína Einar Már á von á því að verða viðstaddur verðlaunaafhendinguna í mars á næsta ári. Ákveðið var að flýta útgáfu bókarinnar í tilefni af 45 ára afmæli stjórnmálasambands Íslands og Kína sem fagn- að var í gær. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi for- seti Íslands, færði þar Zhou Xiochuan, seðlabankastjóra Kína, bókina sem gjöf frá Ís- landi. Menntamál Eiríkur Rögnvaldsson prófessor í íslensku segist gera athugasemdir við allar spurningar í öllum þáttum PISA - prófsins en hann hefur sagt þýðinguna klúð- urslega og fulla af villum. Arnór Guðmundsson forstöðumað- ur Menntamálastofnunar heldur því fram í Fréttatímanum í gær að gagn- rýni hans snúi að einni spurningu í náttúrufræðihluta prófsins. „Til að sýna hversu vel hafi ver- ið staðið að prófinu nefnir forstjór- inn að þrír löggiltir skjalaþýðendur hafi þýtt það,“ segir Eiríkur. „Ég ef- ast ekki um að það séu færir menn á sínu sviði, en hef hins vegar miklar efasemdir um að löggiltir skjalaþýð- endur séu heppilegustu mennirn- Eiríkur Rögnvaldsson segir að beinar villur á sam- ræmdu prófi í íslensku ekki verða kallaðar annað en hroð- virkni. Sakar Menntamálastofnun um hroðvirkni ir í þetta verk. Sérhæfing þeirra er á öðru sviði. Þeirra hlutverk er að koma réttri merkingu til skila en ekki að skrifa góðan íslenskan texta.“ Hann segir að á undanförnum árum hafi hann stundum gagnrýnt Menntamálastofnun (og forvera hennar, Námsmatsstofnun) fyrir samræmda prófið í íslensku. „Sú gagnrýni hefur að talsverðu leyti varðað faglega þætti prófsins. Um þau atriði eru sérfræðingar stofn- unarinnar ósammála mér, og ekkert við því að segja. En gagnrýnin hef- ur líka varðað beinar villur í texta prófanna og frágangi þeirra - villur sem ekki verða kallaðar annað en hroðvirkni. Því miður virðist slíkum villum ekki fækka, nema síður sé.“ Ísbúð Vesturbæjar á Hagamelnum í Reykja- vík hagnaðist um rúmlega 50 milljónir króna í fyrra. Ísbúðin, sem er ein af þeim þekkt- ari á höfuðborgarsvæðinu, hefur verið mjög vinsæl um árabil og myndast tíðum langar raðir af gestum fyrir utan hana. Þótt ísbúð- in sé kennd við Vesturbæinn, þar sem fyrsta ísverslunin opnaði, þá er hún einnig á sex öðrum stöðum á höfuðborgarsvæðinu, með- al annars í Kópavogi og Hafnarfirði. Fyrirtækið hefur gengið vel á liðnum árum og skilað hagnaði ár eftir ár. Í fyrra greiddi ísbúðin út 46,5 milljóna arð og árið á undan voru það 82 milljónir króna. Nær öruggt má telja að engin önnur ísbúð á Íslandi skili viðlíka arði til eigenda sinna. | ifv Viðskipti Ísinn malar gull Thera°Pearl margnota hita- og kælipúðarnir eru hannaðir af læknum. Thera°Pearl eru með ól sem auðveldar meðferð meðan á vinnu eða leik stendur. Jólagjöfin í ár Munaðarlaus börn send út til að deyja Þrjú barnanna á munaðarleys- ingjaheimlinu sem Ína Steinke rak í Pemba. Ína telur þau hafa verið sett ein út í skóg til að deyja. Börn Ína Steinke lenti í þeirri átakanlegu lífsreynslu, þegar hún tók að sér sex munaðarlaus börn í Mósambík, sem hún telur hafa verið send út í skóg til að deyja. Ína fékk aldrei að kveðja þau eða vita hvað varð um þau. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Í viðtali við Nínu Richter á blaðsíðu 16 í blaðinu, lýsir Ína reynslu sinni af því að hafa tekið að sér sex mun- aðarlaus börn í Pemba, þegar heim- ilið sem þau bjuggu á var leyst upp. Börnin voru öll á leikskólaaldri og tók hún þau inn á heimili sitt, og fæddi þau og klæddi í þrjú ár. „Ég ól þau upp og elskaði þau, ég var allt sem þau áttu. Þetta var erfitt líf, ég var sex barna móðir, þetta var ekk- ert grín. Ég var 25 ára.“ Hjálparstofnunin sem upphaf- lega rak munaðarleysingjaheimil- ið, tók svo þá afdrifaríku ákvörðun að börnin gætu ekki búið á heimili Ínu, það liti ekki nógu vel út á papp- ír. Börnin voru því sett alein á ver- gang, sem Ína segir að hafa verið al- gjör dauðadómur fyrir þau. Börnin hafi verið tekin undir því yfirskini að hún fengi að kveðja þau. Það gerðist aldrei og telur Ína að börnin hafi ver- ið sett ein út í skóg til að deyja. Geðheilbrigðismál hælisleitenda í ólestri Hælisleitendur Guðríður Lára Þrastardóttir, talsmaður hælisleit- enda hjá Rauða krossinum, segir vanta mikið upp á að geðheil- brigðisþjónusta fyrir hælisleit- endur sé í lagi. Valur Grettisson valur@frettatiminn.is „Hlutirnar hafa versnað með fjölg- un hælisleitenda, en frá því ég byrjaði að vinna í málaflokknum hefur þetta ekki verið í nógu góð- um farvegi,“ segir Guðríður Lára sem telur Útlendingastofnun ráða illa við að aðstoða hælisleitendur með geðræn vandamál. Hún segir meðal annars að hælisleitendur í sveitarfélögum, sem samið hefur verið við um að sinna hælisleitend- um, það er, Reykjavík, Hafnarfirði og Reykjanesbæ, hafi mun betri að- gang að geðheilbrigðisþjónustu en þeir sem eru á forræði Útlendinga- stofnunar. Bæta þurfi samninga við sveitarfélög. „Til að mynda er Útlendingastofn- un orðin að einhverskonar félags- þjónustu,“ segir Guðríður Lára en þess ber að geta að það er ekki skil- greint hlutverk stofnunarinnar. „Það eru engin geimvísindi að það þarf almennilega velferðar- þjónustu til þess að hjálpa hælisleit- endum sem þurfa aðstoð,“ segir Guðríður en hana er frekar að finna hjá sveitarfélögunum heldur en Útlendingastofnun, sem hefur færri úrræði. Guðríður bendir einnig á að hús- næði á vegum Útlendingastofnun- ar sé oft afskekkt, og það hafi vond áhrif á hælisleitendur sem takast á við andleg veikindi. „Þannig er verri aðbúnaður, erf- iðara að nálgast samgöngur, fólk hefur ekkert að gera, getur ekki nálgast þjónustu eins og verslanir, bókasöfn, eða aðra staði. Það ýfir upp vanlíðan,“ segir Guðríður. Makedónískur hælisleitandi bar að sér eld síðastliðinn miðvikudag í húsnæði Útlendingastofnunar í Víðisnesi. Félögum hans tókst að slökkva eldinn áður en hann illa fór en hann var fluttur á spítala í kjölfarið. Ekki er ljóst hvers vegna hann kveikti í sér en hann hafði að- eins dvalið í örfáa daga í Víðinesi þegar hann kveikti í sér. Sama dag var hælisleitandi frá Sýrlandi færð- ur á lögreglustöð eftir að hann hafði hótað að skaða sig. Í frétt Kvennablaðsins í gær kom fram að maðurinn frá Makedóníu hefði verið þunglyndur og vinir og kunningjar hans á Víðisnesi hefðu óskað eftir því að hann fengi að- stoð. Guðríður segist ekki geta tjáð sig um aðstæður mannanna. Hún segir hinsvegar ekki hlaupið að því fyrir hælisleitendur að fá geðhjálp, og segir algengt að starfsfólk Rauða krossins gangi eftir því að hælisleit- endur fái aðstoð. Hælisleitandinn frá Makedóníu slasaðist illa þegar hann kveikti í sér á miðviku- daginn. Myndin er birt með góðfúslegu leyfi Kvennablaðsins.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.