Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 38

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 38
38 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Guðni Tómasson gudni@frettatiminn.is Til þess að geta skrifað þarf maður að geta les-ið. Og lestur flókins texta er ekkert sérstaklega einfalt fyrirbæri, eins og dæmin sanna. Í nýlegri grein í vefritinu Aeon fjallar indverski tölvumálfræðingurinn Inderjeet Mani um það hvernig vitvélar, tölv- ur með gervigreind, nýtast í dag til lesturs og veltir fyrir sér möguleik- anum á rithæfni þeirra í komandi framtíð. Gleypa í sig bækur Margir gætu haldið að langt sé milli heimsbókmenntanna og gervi- greindar sem tekið hefur miklum framförum á síðustu árum. Tölvur eru samt byrjaðar að lesa og það af nokkru viti. Einn kosturinn við tölvur er að hægt er að mata þær á miklum texta og þær þreytast seint í aug- unum. Tölvur eru farnar að leggja bók- menntafræðingum lið þegar kemur að því að greina texta og ýmis atriði hans. Þær geta lagt mat á form texta en eru einnig að ná tökum á að greina ýmis atriði hans, til dæm- is framvindu sögu, framrás tímans innan hennar, rýmið sem sagan gerist innan, átta sig á persónum og jafnvel söguþræði. Ekkert af þessu er auðvelt, til dæmis getur verið snúið að átta sig á framvindu tíma í frásögn, en það atriði finnst mörgum höfund- um skemmtilegt að leika sér með. Til þessa hafa vísindamenn víða um heim kennt vitvélum sínum að Þessi vígalega tölva var notuð til að reikna út gang himintunglanna fyrir sextíu árum. Hún var varla líklegur metsöluhöfundur. Nú þegar bókaflóðið stendur sem hæst og rithöfundar eru í sviðsljósi má velta því fyrir sér hvernig gangi að þróa gervigreind sem nýtist við skriftir í líkingu við þær sem mannshugurinn er fær um. Munu tölvur einn daginn verða færar um að skrifa bókmenntaverk? Tölvurnar skrifa greina slíka byggingu og er þá yf- irleitt stuðst við einn flokk styttri texta. Til dæmis hafa smásögur, fréttaskrif, dæmisögur og ekki síst ævintýri þótt nýtileg til að skóla til gervigreind á þessu sviði. Reikniritin eða algóriþmar forritanna í tölvunni eru því þjálfaðir af mönnum, ef svo má segja. Slík vinna er kostnaðar- söm, tímafrek og flókin, því merkja og skilgreina þarf einingar textans og því eru styttri textar yfirleitt hentugri. En það gæti breyst. Enginn les eins Við lesum texta í flóknu samhengi, útfrá sögulegum og menningarleg- um forsendum, með hliðsjón af því sem við vitum um textann og höf- und hans og svo vitum við stundum af viðtökunum sem textinn hefur vakið áður en við byrjum að lesa hann. Þetta eru upplýsingar sem er að stórum hluta hægt að byggja inn í lestur vitvéla. Fræðimenn á þessu sviði horfa á það sem möguleika að tölvur geti einn daginn lesið með þeirri mann- legu tilfinningu sem við þekkjum svo vel en það er langt í land. Sam- hengið skortir oft þótt framfarir séu miklar. Þróun á tilfinningalestri tölvunnar og skilningi hennar á jafn menningarbundnum fyrirbærum eins og kaldhæðni stendur yfir. Kenningin er að tölvur geti, rétt eins og við, lesið milli línanna. Höfundurinn Auðvitað er langt í land með að tölvur fari að skrifa fyrir okkur jóla- bækurnar, sem betur fer. Það þýðir samt ekki að vísindamenn séu ekki skotnir í því að búa til alvöru höf- unda. Tölva er þannig farin að skrifa ævintýri í rússneskum stíl suður á Spáni. Slík ævintýri þykja nægilega formúlukennd til að útkoman verði ekki algjör þvæla. Önnur tölva er farin að skrifa söguþræði í söngleiki eftir að hafa verið gerð alfróð um þá og enn önnur er farin að útbúa söguþræði í sápuóperu, auðvitað læknadrama einhvers konar. Í grein sinni í Aeon segir Ind- erjeet Mani ljóst að tölvutæknin komi til með að hafa mikil áhrif á bókmenntir á næstu árum. Bók- menntafræði muni þannig nýta sér hana með auknum mæli. Við mun- um áfram lesa eina bók á meðan tölvur geti lesið margar og þannig opnist miklir möguleikar í skiln- ingi á galdri bókmenntanna. Skrifin úr tölvuheimi munu án efa slípast til líka. Það skyldi þó ekki vera að fyrsti höfundur fyrsta tölvu-met- söluhöfundarins sé fæddur. Rússnesk ævintýri hafa verið mötuð inn í tölvu sem síðan hóf að skrifa þau. Rússneska nornin Baba Yaga var ekkert lamb að leika við. WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 VERÐ FRÁ 255.000.- Í VIKU MEXICO ALLT ÁRIÐ PLAYA DEL CARMEN Þú ferð þegar þú vilt eins lengi og þú vilt Pálmatré, hvítar strendur og kristaltær sjór. Karíbahafið eins langt og augað eygir. Þar má auk þess sjá Maya pýramída, frumskóg, tær lón og neðanjarðarhella, veitingahús, verslanir og næturlíf. Þú finnur allt i Playa Del Carmen. Er þetta aðeins hluti af því fjölmörgu í þessu stórbrotna umhverfi sem heillar ferðamanninn. Rétt utan við ströndina er svo næst stærsta kóralrif heims með öllum sínum litaafbrigðum og ótrúlegum fjölda fiska í öllum regnbogans litum. Við bjóðum uppá glæsilegt 4*hótel og allt innifalið, yfir 40 atriði Lúxus dúnsæng 39.990 kr Verð áður 49.990 kr LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS 100% DÚNN 100% BÓMULL OG EKKERT FIÐUR HÁGÆÐA VÍNGLÖS Síðumúla 30 - Reykjavík Hofsbót 4 - Akureyri NÝ VARA Í VOGUE 20% KYNNINGARAFSLÁTTUR Árbæjarsafn · Kistuhyl 4 · 110 Reykjavík · www.borgarsogusafn.is Verið velkomin á jóladagskrá Árbæjarsafns sunnudagana 4. 11. og 18. desember kl. 13–17
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.