Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 8

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 María og Sveinn búa á gömlum sveitabæ í hlíðinni á móti flugvell- inum á Akureyri. Sveinn er 85 ára, tuttugu árum eldri en María, og bjó á bænum með öldruðum foreldrum sínum þegar María kom til Íslands í júní árið 1990. „Það var sumar- blíða,“ og veður- og náttúrulýsingar verða ævintýralegri með hennar fil- ippíska hreim. „Það var bara snjór hérna í fjallinu.“ Hún var léttklædd einsog túristi en bara án pening- anna. „Frænka mín í Reykjavik náði í mig og sýndi mér Golden Circle. Ég var svo þreytt eftir ferðalagið en það var merkilegt að sjá allt þetta vatn, ég hafði bara séð lítinn foss á Filipps- eyjum sem var ekkert í samanburði við Gullfoss og Geysi þar sem vatnið sprautaðist upp úr jörðinni.“ Ekki greitt fyrir okkur Nínu og Aðalstein hitti María á Fil- ippseyjum og þau sögðu henni frá Sveini, hann væri bóndi og vantaði húshjálp. „Sveinn byrjaði að skrifa mér, og ég á ennþá öll bréfin okkar.“ María talar góða íslensku og hún bar saman íslensku bréfin frá Sveini og þýðingar Aðalsteins sem hún fékk sendar og segir það vera alveg kór- réttar þýðingar. Það sem truflar Maríu er orðrómurinn og fordóm- arnir sem breiddust út á tímabili í byggðinni hennar. En sumir sögðu Aðalstein reka hjónabandsmiðlun og fá greitt fyrir að sækja konur handa mönnum í sveitinni. „Það er bara alls ekki rétt,“ segir hún ákveðin. Örlög okkar „Sveinn bauð mér til Íslands en ég þurfti fyrst að klára skólaárið við gagnfræðaskólann og fá mig lausa úr kennslunni. Um sama leyti dó bróð- ir minn, aðeins 50 ára gamall. Kon- an hans var veik og óvinnufær með sex börn. Ég hugsaði sem sé að þetta væru örlög mín að fara til Íslands og hjálpa þannig fjölskyldunni minni.“ María var einhleyp og barnslaus en hafði þó tekið barn bróður síns í fóstur. María talar og hreyfir sig hratt um litla bárujárnshúsið sem er einsog filippískur veitingastað- ur, skreyttur frá lofti til gólfs. Það er meira segja vifta í loftinu sem hefði verið í notkun ef við værum í hita- beltinu á Filippseyjum í stað þess að vera í Eyjafirðinum í desember. Lífið byrjaði Sveinn segir lífið hafa tekið miklum stakkaskiptum þegar María kom inn í líf hans. „Hver sá sem hefði spáð því einhverntímann að ég ætti eftir að ferðast um allar borgir Asíu og lifa svona ævintýralegu lífi, hefði verið talinn galinn á sínum tíma,“ segir Sveinn og ljómar þegar hann horfir á eiginkonu sína. „Með Maríu byrjaði lífið og hefur ekki stöðvast síðan.“ Húsið er alltaf fullt af ætt- ingjum hennar. Þau Sveinn gátu ekki eignast börn saman en frænkur og frændur hennar komu eitt af öðru til Íslands í fyllingu tímans fyrir henn- ar tilstilli og fjölskylda hennar í dag telur um 30 einstaklinga á Akureyri. „Ég er alltaf skotinn í henni,“ bæt- ir hann við og þau brosa hvort til annars eins og skólakrakkar. Hawai-þema á jólunum Það eru stöðugar veislur, nú er verið að undirbúa jólapartýið á jóladag, en það er siður hjá Maríu að vera með þema á jólunum, Hawai, indjána- og kúreka-þema, eða all- ir klæddir í blátt. „Um síðustu jól vorum við öll í metal, en við eigum eftir að finna þema fyrir þessi jól,“ segir María og upptendrast við til- hugsunina. Sveinn er einkabarn og bjó með foreldrum sínum alla tíð á Brúarlandi sem er lítið bú með nokkrar skjátur og þrjár kýr. Það var siður móður Sveins að slátra einum hana í jólamatinn og fylla hann með ávöxtum, annars var líf- ið mjög nægjusamt. „Við þurftum ekki rafmagn eða sjónvarp, reynd- ar í þá daga þurfti maður ekki alla þessa hluti.“ Unglingarnir í Hrafnagilsskóla María er frá Camtes Island þar sem hún kenndi við grunnskóla í mörg ár. Þegar hún kom til Akureyr- ar fékk hún vinnu hjá Nóa Síríus í þrjú ár. En þegar verksmiðjan lok- aði fór hún að vinna í frystihúsi hjá ÚA og vann þar í sex ár eða þang- að til að líkami hennar þoldi ekki lengur nístandi kuldann og hana fór að verkja í liði og bein. „Sveinn var alltaf að hvetja mig til þess að fara að kenna og ég fór í mennta- málaráðuneytið og lagði fram skólagögnin mín en við erum með svipað skólakerfi á Filippseyjum og í Bandaríkjunum. Ég fékk leyfi til þess að vera leiðbeinandi og fór og skoðaði mig um í Hrafnagilsskóla en mér leist ekki nógu vel á ungling- ana. Ég er svo lítil og þau svo stór og ég varð hrædd við þau og óttað- ist að verða lögð í einelti. En ég átti samt eftir að kenna.“ Íslensk vinkona Maríu úr frysti- húsinu kom að máli við hana og bað hana að kenna syni sínum og koma honum í gegnum grunnskólann. Hann var orðin afhuga öllu námi og móðirin sá fram á að hann myndi falla. María las með honum og hann náði prófunum og síðast þegar Mar- ía hitti hann var hann orðin verk- fræðingur í Reykjavik. En María hefur bæði aðstoðað börn og full- orðna og þá sérstaklega með ensku. Hún var með enskuhópa, fólk sem hittist og spjallaði á ensku og hún hefur í gegnum tíðina verið kölluð til að túlka fyrir Filippseyinga. Oftast góð hjónabönd „Ég var heppin með minn mann,“ segir María um Svein. „Hann er bæði heiðarlegur og einlægur. Við höfum búið saman í 26 ár og hann gerir engar athugasemdir þegar ég hjálpa fólkinu mínu á Filippseyj- um.“ Þau Sveinn og María segja filippísku konurnar yfirleitt vera í góðum hjónaböndum. Þau vita samt af tveim tilfellum þar sem konur komu í aðstæður sem ekki voru góðar. Fyrstu konurnar sem komu hingað og giftust íslenskum mönnum og lærðu íslensku taka meiri þátt í samfélaginu á Akur- eyri. En næstu kynslóðir, eins og yngri frændsystkini Maríu sem komu hingað þegar þau voru stálp- uð, hafa flest farið út og eignast fil- ippíska maka og þá einangrast þau frá Íslendingum og loka sig af í eigin heimi. „Það er dalítið leiðinlegt,“ segir Sveinn. María segist hafa dregið úr ferða- lögum en hún hafi á árum áður elsk- að að ferðast um heiminn. Hún taki ekki lengur að sér stærri verkefni eins og þýðingar á námskeiðum og þess háttar vegna heilsufars Sveins. Hún þorir ekki að yfirgefa hann of lengi. Hún vill ekki vita til þess að hann hafi dottið og liggi einhvers- staðar hjálparlaus. „Þegar ég fer á styttri fundi eða fer til þess að þýða til dæmis þá bið ég hann að sitja á Glerártorgi og alls ekki hreyfa sig.“ Lífið byrjaði með Maríu Sveinn segist alltaf vera skotin í Maríu sinni. María og Sveinn giftu sig í kaþólsku kapellunni á Akureyri. María Bjarnason og Sveinn Bjarnason undir viftunni í litla húsinu sínu. MADEIRA Bir t m eð fy rir va ra um pr en tvi llu r. He im sfe rð ir ás kil ja sé r r étt til le iðr étt ing a á sl íku . A th. að ve rð ge tur br ey st án fy rir va ra . E N N E M M / S IA • N M N M 78 94 1 Portúgalska eyjan Frá kr. 136.195 m/morgunmat Frá kr. 161.595 m/morgunmat og 2 kvöldverðum Netverð á mann frá kr. 161.595 m.v. 2 í herbergi Frá kr. 157.295 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 157.295 m.v. 2 í herbergi Frá kr. 149.395 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 149.395 m.v. 2 í herbergi Frá kr. 147.195 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 147.195 m.v. 2 í herbergi Frá kr. 136.195 m/morgunmat innif. Netverð á mann frá kr. 136.195 m.v. 2 í herbergi Hotel Melia Madeira Mare Hotel Alto Lido Hotel Four Views Monumental Hotel Girassol Hotel Orquidea Hálft fæði fæst hér! Hálft fæði fæst hér! Hálft fæði fæst hér! 23. apríl í 11 nætur Madeira er stundum nefnd „skrúðgarðurinn í Atlantshafinu“ enda með fádæmum gróðursæl og býr yfir einstökum náttúrutöfrum. Hér ríkir afar þægilegt loftslag allan ársins hring en meðalhitinn í apríl er um 18°C. Innan um tilkomumikil fjöll, vínekrur, ávaxtagarða og fagran hitabeltisgróður hafa eyjaskeggjar skapað hina fullkomnu aðstöðu ferða- mannsins. Funchal er höfuðborg eyjunnar og það sem einkennir hana öðru fremur eru stórir og fallegir skrúðgarðar með aragrúa blómategunda sem fátítt er að sjá annars staðar. Borgin hefur ýmislegt fleira að bjóða eins og þröngar, krókóttar götur, vinaleg veitinga- og kaffihús og við höfnina vagga skip af ýmsum stærðum og gerðum frá öllum heimshornum auk úrvals verslana og veitingastaða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.