Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 58

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 58
Jólin. 10 | helgin. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2016 Einstök upplifun undir jökli Fróðleikur og ótrúlegt ævintýri Unnið í samstarfi við Into the Glacier Into the Glacier býður upp á einstakar ævintýraferðir upp á Langjökul og inn í göng sem voru rúm fimm ár í undirbún- ingi og gerð. Helstu jarðfræðingar, jöklafræðingar, verkfræðingar, arkitektar, ljósahönnuðir og lista- menn landsins komu að undir- búningi. „Við förum nánast upp á topp á jöklinum og þar bíða okkar lengstu jöklagöng í heimi,“ segir Hjalti Rafn Gunnarsson, mark- aðsstjóri Into the Glacier. Farið er á átta hjóla trukkum sem áður voru notaðir sem eldflaugabílar hjá NATO en hefur verið breytt í fullkomna jöklajeppa. Ökuferðin er ævintýri út af fyrir sig en útsýn- ið af toppi jökulsins í 1260 metra hæð er dásamlegt; Vesturland í öllu sínu veldi. Við tekur klukkutímaferð gegn- um 550 m löng göngin þar sem leiðsögumaður segir frá því sem fyrir augu ber. „Hann segir frá jöklinum, hvernig hann myndað- ist, hvernig hann hegðar sér og af hverju jöklar eru mikilvægir Íslendingum og jarðarbúum öll- um. Við skoðum ýmis skemmtileg rými, kapelluna og veislusalinn og gestir frá að heyra ýmsan skemmtilegan fróðleik,“ segir Hjalti. Á einum tímapunkti er stað- ið á botninum á 40 metra djúpri sprungu. „Það vekur alltaf ótrúleg viðbrögð og er fyrir sumum há- punktur ferðarinnar.“ Aðspurður um það hvort þau sem eru haldin innilokunarkennd eigi erfitt með göngin segir Hjalti það alls ekki vandamál. „Það er vítt til veggja og hátt til lofts. Göngin eru það breið að 5-6 manns geta staðið öxl við öxl milli veggja og það eru tæpir fjór- ir metrar til lofts. Upplifunin er líka svo sterk að fólk gleymir öllu öðru.“ Ýmsar uppákomur hafa orðið í göngunum. „Við höfum tekið þátt í giftingum og trúlofunum og alls konar samkvæmum. Sumir skála í kampavíni eftir á eða fá sér góðan hádegismat á eftir.“ Meirihluti gesta eru útlendingar sem koma sumir gagngert til þess að fara jöklaævintýrið en alltaf fjölgar Íslendingum þó. „Þá er ferðin inn í Langjökul orðin mjög vinsæl meðal íslenskra starfs- mannafélaga sem vilja gera sér glaðan dag. Enda er þetta upplifun sem þú færð ekki annars staðar,“ segir Hjalti. Á veturna tekur ferðin um fjóra tíma frá Húsafelli en tvo og hálfan á sumrin frá skálanum Klaka. Jökulgöngin eru þau lengstu í heiminum og algerlega einstakur staður. Átta hjóla jöklajeppar sem áður voru notaðir sem eldflaugabílar hjá NATO. Í göngunum er vítt til veggja og hátt til lofts. Leiðsögumenn fræða gesti um jökulinn, hvernig hann hegðar sér og hvers vegna hann er mikilvægur.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.