Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 16

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 16
16 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Sími 554 6800 www.vidd.is Njarðarnes 9 Akureyri Bæjarlind 4 Kópavogi Það sem þú þarft fyrir jólaþrifin! ® Rétta hreinsiefnið í regluleg þrif fyrir flísar, náttúrustein, dúka og parket. FILA Cleaner FILA NoDrops FILA ViaBagno FILA Fuganet Komdu í veg fyrir kísil með NoDrops. Vatnsfráhrindandi efni fyrir flísar og gler. Hreinsar kalkútfellingar af flísum og blöndunartækjum. Þau verða eins og ný! Einn virkasti fúguhreinsirinn. Tekur fitu og önnur erfið óhreinindi af fúgum og flísum. 25 % afs lát tur í d es em be r! Frá Akureyri til ástarinnar í Mósambík Ína Steinke sleit barnsskónum í skíðabrekk- um Hlíðarfjalls á Akureyri en leiðir hennar lágu síðar til Afríkulandsins Mósambík þar sem hún kynntist ástinni í lífi sínu, ísraelska brunnasmiðnum Naor Zinger. Ína missti börnin frá sér þegar hjálpar stofnunin sem rak heimilið tók harðpólitíska ákvörðun um að fyrirkomulagið liti illa út á pappír, og börnin voru sett alein á vergang sem var dauðadómur fyrir þau. Ína, Naor og Míla í brúðkaupi í Ísrael í byrjun árs 2015. Nína Richter ritstjorn@frettatiminn.is Ína og Naor búa í dreifbýli skammt frá bænum Pemba, við samnefndan flóa. Þetta er fallegur staður í norður-hluta landsins með hvítum ströndum og framandi gróðri. Þau eiga saman tvær ungar dæt- ur, Mílu og Líf, eru nýbúin að byggja sér lítið hús og halda þar sex hunda. Þau hafa á þriðja tug manna í vinnu allt árið. Hráir töfrar Mósambík Ína fór fyrst til Mósambík árið 2007 og var í starfsnámi í kennaraháskóla lengst inni í Quirimbas þjóðgarðinum í Norð- ur-Mósambík. Það var ferli var hluti af alþjóðlegu kennaranámi frá dönskum skóla. Í þjóðgarðin- um var var hvorki rafmagn né rennandi vatn. Dvölin var sex mánuðir og Ína segir að þar hafi hún kolfallið fyrir Mósambík. Hvað heillaði þig? „Mósambík er ofboðslega hrátt land, það er ekkert kjöt utan á Mósambík, þetta er bara hrátt líf. Það er rosaleg hamingja hérna og lífsgleði, og ekkert mikið meira en það,“ segir Ína og hlær. „Ég ákvað samt að ef ég kæmi aftur þá vildi ég vera þar sem væri að minnsta kosti ísskápur svo að ég gæti feng- ið mér kalt vatn að drekka.“ Ína fór síðan aftur til Danmerk- ur að klára næsta kaflann í nám- inu, og þá var næsta verkefni að velja sér land einhversstaðar í heiminum til þess að fara og vinna einhverja sjálfboðavinnu. „Þá valdi ég að fara aftur til Mósambík og fór á munaðarleysingjahæli í Pemba - þar sem var ísskápur.“ Týndu börnin í Pemba Ína var þar í sjö mánuði og þá báðu yfirmennirnir hana að fara til Danmerkur og klára námið og koma síðan aftur til þess að taka við heimilinu af því að þau sjálf voru að hætta til þess að fara í nám. „Staðan mín átti að vera til eins árs en endaði á því að verða þrjú ár. Á þessum tíma var heim- ilið leyst upp, börnin áttu ekki í nein hús að venda, og ég fór sjálf að fæða og klæða öll börnin sem voru sex talsins og öll á leik- skólaaldri. Þau bjuggu heima hjá mér í þrjú ár og ég ól þau upp og elskaði þau, ég var allt sem þau áttu. Þetta var erfitt líf, ég var sex barna móðir, þetta var ekkert grín. Ég var 25 ára.“ Sorgin Því tímabili lauk svo á skelfilegan hátt. Ína missti börnin frá sér þegar hjálparstofnunin sem rak heimilið upphaflega tók harð- pólitíska ákvörðun um að þetta fyrirkomulag liti illa út á pappír, og börnin voru sett alein á ver- gang sem var dauðadómur fyrir þau. Þau voru tekin undir fölsku yfirskini án þess að Ína fengi að kveðja þau. Ína veit ekki hvert þau fóru en telur hugsanlegt að þau hafi verið sett ein út í skóginn til þess að deyja. Hún fékk aldrei að vita neitt meira um málið. Hún segist hafa barist fyrir þeim, en án árangurs. Þessi reynsla hafði mikil áhrif á Ínu. Hún var í miðri sorginni, að vissu leyti búin að gefast upp á Mó- sambík, en þótti það sárt og lang- aði að vera lengur í landinu. Hún hafði fram að þessu aðeins um- gengist innfædda og ákvað þess vegna að kynna sér betur samfélag aðfluttra á svæðinu, og kynnast annari hlið á menningunni. Grænlandsplanið „Ég ákvað eftir þetta áfall að gera eitthvað allt annað. Ég vissi til dæmis ekki hvað hinir útlendingarnir í Pemba voru að gera. Ég ákvað að kynnast hinni hliðinni á Pemba. Þannig að ég gerði það, en það hjálpaði mér ekkert mikið. Ég ákvað að fara frá Mósambík. Ég vissi að ég þyrfti eitthvað allt öðruvísi og ætlaði bara til Græn- lands að vinna í fiski. Ég átti ekki neitt, ég var ekki búin að sjá fjöl- skylduna mína í tvö ár og ég bjó í moldarkofa.“ Ína var komin vel áleiðis í því ferli að flytja til Grænlands þegar hún ákvað eitt kvöldið að fara út að skemmta sér með vinkonum sínum. Það átti eftir að vera af- drifarík ákvörðun. Hitti tengdapabba fyrst „Pemba er þannig að á þessum tíma voru kannski 10 hvítir hérna og maður vissi alveg hverjir þeir voru. Ísraelarnir héldu sig dálítið út af fyrir sig, þeir voru fjórir eða fimm hérna, og einn daginn vor- um við og þeir á sama veitingastað og mér fannst eitthvað hallærislegt að heilsa ekki. Ég kynnti mig fyrir pabba hans Naors sem sagðist eiga strák á mínum aldri í Ísrael. Ég sagðist vera verðandi eiginkona Naors, og auðvitað var ég bara að fíflast, við Naor höfðum ekki verið kynnt þegar þetta var.“ Börn frá munaðarleysingja- hælinu í Pemba.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.