Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 32

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 32
32 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 undur sér með flókin tækniatriði skáldsagnaformsins í haganlega út- hugsuðum fléttum. Sagan hefst á því að sveitastrákurinn Einar er kynntur til leiks en smám saman tekur Guð- rún, eiginkona Einars, frásögnina yfir og skuggarnir sem fylgdu henni á unglingsárum eru orðnir að fyr- irbæri sem nýútskrifaðir unglækn- ar og læknavísindin takast á við. Hugarheimur Guðrúnar leysir af hólmi raunsannar lýsingar og frá- sagnir af hversdagslífi fólks í sveit- um og mönnum til sjós. Angela leik- ur sér fimlega og á úthugsaðan hátt með minningabrot sem vakna þegar myndaalbúmi er flett. Minningar og hugleiðingar Einars birtast lesend- um í skáletruðum textabrotum í lok hvers kafla. Aðalsmerki bókarinn- ar verður þessi glíma við möguleika skáldsagnaformsins og þannig verð- ur til slungið bókmenntaverk. Sérstæð og vönduð skáldsaga Ekki er hægt að láta hjá líða að gera málnotkun höfundar skil, því mál- snið spænskunnar sem Angela beitir fyrir sig er í senn afar fágað ritmál og hversdagsmál samtímans, þar sem mikið ber á samtvinnun margbrot- ins orðaforða og fjölbreytni í stíl- brigðum. Samhliða raunsæislegu yfirbragði fléttast ósagður leyndar- dómur saman við eins og um splitt- aðan stálvír væri að ræða. Hver persóna bókarinnar vísar til skynj- unar utan eigin tilveru, tilvistar handan við veruleikann. Hún getur jafnt búið í marglesnum Íslendinga- sögnum sem Guðrún geymir í kistli sínum eða í hugarfylgsnum eða reynsluheimi sögupersónunnar sem lesandinn hefur ekki beinan aðgang að en liggur hvarvetna til grundvall- ar og myndar eins konar baksvið sem myndaalbúmið geymir. Hér er á ferðinni ein af sérstæðari skáldsögum síðustu ára og ein sú vandaðasta sem ég hef lesið í mörg ár og eru þær þó allnokkrar. Sagan er í senn sögð af fádæma innsæi og þekkingu á sögu, menningu og mannlífi á Íslandi. Það staðfesti dr. Enrique Bernárdez, prófesor við Complutense-háskólann í Madrid, sem þýtt hefur fjölda íslenskra bók- menntaverka yfir á spænsku, á bókakynningu í Madrid í október sl., þegar hann sagði að verki Ang- elu væri best lýst sem íslenskri skáld- sögu, þótt hún sé skrifuð á spænsku. Fyrir áhugasama er bent á að bók- ina má nálgast á Amazon, Kindle og sem ebook (PDF). Forsíðu bókarinn- ar prýðir mynd eftir Eggert Péturs- son málara. Heimildir má finna á vefsíðu Hugrásar. Í húsum við Tjörnina eru málverk á veggjum og litríkar ábreiður, en skyr, harðfiskur og blóðmör á heimili þeirra hjóna að Álftavatni. Eldhræringar, óveður, tilkomumiklir fjallgarðar og beljandi brim ramma svo frásögn- ina inn í skærum litum. Mynd | Hari STÓRVERSLUN SMÁRATORGI VERÐDÆMI DÖMU & HERRAFÖT bolir 1.990,- skyrtur 5.990,- buxur 8.990,- regnbuxur 2.990,- softshellbuxur 8.990,- fóðraðar buxur 6.990,- snjóbuxur 9.990,- flíspeysur 3.990,- softshelljakkar 7.990,- jakkar 5.990,- warmloft jakkar 7.990,- úlpur 14.990,- fóðraðar kápur 13.990,- BARNAFÖT flíspeysur 3.490,- softshelljakkar 6.990,- softshellbuxur 6.990,- snjóbuxur 9.990,- fóðraðar buxur 6.990,- regnbuxur 2.990,- úlpur 9.990,- fóðraðar kápur 9.990,- OPIÐ VIRKA DAGA 11–18 LAUGARDAGA 11–17 SUNNUDAGA 12–16 HEIMAKÆR Ný kósífatalína fyrir alla fjölskylduna Toppur 3.490 kr Sloppur 7.690 kr Draumur rúmföt stærð140x200 9.990 kr LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS TAKTU ÞÁTT Í AÐ BYGGJA BRUNNA Í AFRÍKU ÞINN STUÐNINGUR GERIR KRAFTAVERK! SENDU HJÁLP NÚNA MEÐ ÞVÍ AÐ - greiða valgreiðslu í heimabanka – 2500 kr. - hringja í söfnunarsíma 907 2003 – 2500 kr. - leggja til framlag á framlag.is - gefa gjafabréf á gjofsemgefur.is - leggja inn á söfnunarreikning okkar 0334-26-50886, kt. 450670-0499 PIPAR\TBW A - SÍA - 165297
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.