Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 50

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 50
fjörið. 2 | helgin. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2016 Hallgrímur Ólafsson leikari er önnum kaf­ inn í Þjóðleikhúsinu en sinnir líka fjöl­ skyldunni og leikur í Áramótaskaupinu Það koma nú oft tarn­ir hjá manni en þetta hefur ekki verið svona rosalega mikið áður,“ segir Hallgrímur Ólafsson leikari. Það verður seint sagt að Hall­ grímur taki lífinu rólega á aðvent­ unni. Um síðustu helgi lék hann á níu sýningum í Þjóðleikhúsinu og um þessa helgi leikur hann á átta sýningum. Þar fyrir utan er hann að undirbúa sig fyrir aðalhlut­ verk í nýju leikriti Góa í leikstjórn Selmu Björnsdóttur sem fer á fjalirnar eftir áramót, leika í ára­ mótaskaupinu og að leikstýra ung­ mennum á Akranesi. Þá er ekki einu sinni minnst á fjölskylduna, en Hallgrímur býr með konu og þremur börnum í Hafnarfirði. Það er kannski jafngott að hann þykir með eindæmum geðgóður maður og er af þeim sökum stundum kall­ aður Halli melló. „Það er ekki bara nóg að gera í leikhúsinu. Svo bætast veik börn líka við. Ég fékk eitt puttabrot heim í gær,“ segir hann og hlær. Halli leikur í Djöflaeyjunni og Horft frá brúnni sem báðar eru sýndar á Stóra sviði Þjóðleik­ hússins en á daginn lóðsar hann yngri kynslóðina um ganga leik­ hússins í hinni sívinsælu sýningu Leitin að jólunum. „Mér finnst þetta alltaf gam­ an. Þetta er þriðja árið mitt í röð í Leitin að jólunum og það er fínt að sprella eitthvað fyrir krakkana,“ segir Halli. Hvernig kemur maður maður níu leiksýningum fyrir yfir eina helgi? „Það var ein sýning á föstudeg­ inum og fjórar á laugardegi og sunnudegi. Ég var mættur niður í leikhús klukkan tíu um morgun­ inn og fyrsta sýning af Leitin að jólunum var klukkan ellefu. Svo var önnur klukkan eitt og sú þriðja hálf þrjú. Síðan var ég mættur aftur hálf sex til að leika í Djöfla­ eyjunni um kvöldið.“ Svo ertu þar fyrir utan að vinna í öðrum verkefnum... „Já, ég ligg akkúrat núna með iPadinn að læra texta fyrir Fjarska­ land eftir vin minn Góa. Þetta er Átta sýningar um helgina og barn með brotinn putta . Halli melló hefur í nógu að snúast um helgina í Þjóðleikhúsinu. Framundan er svo frum- sýning í janúar og leikstjórnarverkefni uppi á Skaga. Mynd | Rut fjölskyldusýning sem frumsýnd verður 22. janúar. Við erum á fullu að æfa það núna. Þetta er Stóra sviðs­sýning með hljómsveit, það er mikið í þetta lagt,“ segir Halli sem er auk þess að undirbúa sýn­ ingu sem hann leikstýrir uppi á Akranesi eftir áramót. Það er fyrir framhaldsskólann þar og nú er verið að raða í hlutverk. Hafi Halli hugsað sér að hvíla sig um jól og áramót getur hann gleymt því, enda er jólafríið bara ein helgi. „Já, svo eru þetta bara asnaleg jól. Ég er reyndar afskaplega lítið fyrir að hvíla mig. Það er eiginlega það leiðinlegasta sem ég geri.“ Kanntu ekki að meta félagsskapinn af sjálfum þér? „Nei, mér finnst ég ekkert spennandi einn og sér með kaffi­ bolla. Það verður að vera eitthvað líf í kringum mig.“ „Við tókum úr lás fyrir einni og hálfri viku til að prófa hvernig þetta gengi fyrir sig, en við opnuðum formlega í gær. Við höfum ekkert verið að auglýsa og staðurinn er ekki merktur þannig flestir sem hafa komið hafa komið inn af götunni, en nú erum við að byrja að veiða inn fólk sjálf,“ segir Daníel Tryggvi Thors lögfræðingur og annar eig­ andi kaffihússins PREPP á Rauðar­ árstíg 8. Staðinn á hann og rekur ásamt æskuvini sínum Jóni Gunnari Jónssyni sem kemur úr fjármálageir­ anum. Hvorugur þeirra hafði því neina reynslu af kaffi­ eða veitinga­ húsarekstri þegar þeir fóru út í þetta verkefni og eru þeir því að læra eitt­ hvað nýtt á hverjum degi. Fram til áramóta verður kaffihús­ ið aðeins opið til frá 8 til 16 á virkum dögum og 10 til 16 um helgar, en þeir standa bara vaktina tveir eins og er, ásamt einni starfsstúlku. Til stendur að ráða inn fleira fólk á næstunni og fá vínveitingaleyfi fyrir staðinn. Þá verður þeim ekkert að van­ búnaði að hafa opið fram til 23 á kvöldin. „Við viljum flýta okkur hægt með þetta og ráða fólk inn í rólegheit­ um. En þetta rými er á svo skemmtilegum stað og það vantar líf hérna þannig það er mín samfélagslega skylda að hafa dyrnar opnar sem lengst.“ Þeir félagar ætla að prófa sig áfram með nýja rétti á hverjum degi til að kanna hvað fellur í kramið hjá fólki, en stefna á að vera með samlokur og léttan mat, ásamt súpu og bakkelsi. „Fyrstu dagana vissum við ekkert hvað kæmu margir og samlokurn­ ar okkar voru búnar um hádegi. Þá vorum við bara tveir og höfðum eiginlega ekki tíma til að smyrja meira og gera allt hitt líka. Þetta var pínu vandræðalegt en við lærðum af því.“ | slr Rapparinn og fyrrum ráðherrann Rapparinn Herra Hnetusmjör er sonur fyrrum stjórnmálamanns­ ins Árna Magnússonar. Herra Hnetusmjör, sem heitir réttu nafni Árni Páll Árnason, hefur vakið athygli fyrir lög á borð við Selfie og Hvítur bolur, gullkeðja. Pabbi gamli var á árum áður þing­ maður og ráðherra fyrir Framsóknar­ flokkinn en hætti fyrir tíu árum. Hann starfar nú hjá Mannviti. Þeir eru feðgarKláruðu samlokurnar um hádegi Æskuvinirnir Daníel Tryggvi og Jón Gunnar opnuðu á dögunum kaffi­ húsið PREPP á Rauðarárstíg. Hvorugur þeirra hefur reynslu af kaffi­ húsarekstri svo þeir læra allt jafnóðum. Daníel er lögfræðingur en Jón er úr fjármálageiranum. Þeir ákváðu að taka u-beygju og opna saman kaffihús. Komdu í jóla- skap á Kjar- valsstöðum Opin vinnustofa er fyrir börn á öllum aldri á Kjarvalsstöðum í dag á milli 11 og 13. Foreldrar eru að sjálfsögðu velkomnir með. Þar verður jólaskapið tekið fyrir, skoðað nánar og það fangað á list­ rænan hátt með aðstoð mynd­ listarkonunnar Berglindar Jónu Hlynsdóttur. Börn og fullorðn­ ir geta gefið hugmyndafluginu lausan tauminn og skapað eitthvað fallegt í notalegu umhverfi. Aðgöngumiði á safnið gildir. Frítt fyrir handhafa Menningar­ korts Reykjavíkur og Árskorts Listasafns Reykjavíkur. Strangtrúaður kaþólikki í einn dag Fitnessdrottningin Margrét Gnarr ákvað í vikunni að gera eitthvað nýtt á hverjum degi, og bað hún fólk að skora á sig. Bróðir hennar kom líklega með bestu áskorun­ ina, að hún ætti að haga sér eins og strangtrúaður kaþólikki í einn dag. Margrét kom sér ekki undan því og hóf daginn snemma á föstu og þagnarskyldu og fór í kjölfarið í messu í Landakotskirkju. Hún tók kærastann sinn, Ásgeir Trausta, að sjálfsögðu með, en það lá við að þagnarskyldan yrði rofin þegar hún þurfti að vísa honum til vegar að kirkjunni. Tilvalið í veisluna eða á hlaðborðið. Fást í öllum helstu matvöruverslunum og í fiskborði stórmarkaðanna. Árstíðabundnar vörur sem hafa slegið í gegn Það er ekki bara nóg að gera í leik húsinu. Svo bætast veik börn líka við. Ég fékk eitt putta- brot heim í gær
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.