Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 30

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 30
30 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Á Íslandi eru engin tré væri þýðing á titli bókar sem út kom í Barcelona á Spáni fyrr á þessu ári og lýst hefur verið sem íslenskri skáldsögu skrifaðri á spænsku. Bókin sem um ræðir ber titilinn En Islandia no hay árboles og er eftir Angelu Romero-Astvaldsson. Angela er ættuð frá Galisíu á Norð- ur-Spáni, býr á Bretlandi og tengist Íslandi fjölskylduböndum. Hún er með doktorsgráðu í bókmennta- fræði og bókmenntum Rómönsku Ameríku, og hefur sinnt fræði- og ritstjórnarstörfum um árabil, m.a. hjá Bulletin of Hispanic Studies og við Liverpool háskóla. En Islandia no hay árboles (2016) er fyrsta skáld- saga hennar. Myndaalbúm kveikjan að skáldsögu Á bókarkápu kemur fram að sagan hafi borist höfundi með mynda- albúmi frá Íslandi. Myndir af stöð- um og fólki á og við Stokkseyri urðu kveikjan að 300 blaðsíðna skáldsögu um Einar „með skarð í vör“ og konu hans Guðrúnu. Sagt er frá lífi kot- bænda og hjúa við upphaf tuttug- ustu aldar á Suðurlandi, samdrætti þeirra hjóna, fyrstu hjúskaparár- unum í torfbæ, missi frumburðar- ins og basli. Baráttan við brauðið markar hversdagslíf þeirra fram á miðjan aldur, þótt aldrei votti fyr- ir uppgjöf eða ótta. Þau standa þétt saman og ást þeirra og gagnkvæm virðing eru ótvíræð. Með harðfylgi einsetur Einar sér að byggja hús og þótt það verði helmingi minna en hann hafði gert sér vonir um vegna verðlagningar á innfluttu timbri nær hann markmiði sínu. Sagga- loft torfbæjarins sem Guðrún trú- ir að hafi orðið syni þeirra að bana víkur fyrir tréilmi og söngli báru- járnsins í haustrigningunum. Trú- verðug persónusköpun höfundar og umhyggja hennar fyrir fólkinu og samfélaginu sem fjallað er um fær- ir lesandann nær því að skilja hvað kreppuár millistríðsáranna höfðu í för með sér. Hólmfríður Garðarsdóttir, prófessor í spænsku við Deild erlendra tungumála, bókmennta og málvísinda í Háskóla Íslands. Í rannsóknum sínum hefur Hólmfríður lagt áherslu á bókmenntir Rómönsku Ameríku og um þessar mundir vinnur hún að nýrri bók um málefni minnihlutahópa við Karíbahafsströnd Mið Ameríkuríkja. Birt í samvinnu við Hugrás, vefrit Hugvísindasviðs Háskóla Íslands. Glöggt er gestsaugað Þrátt fyrir veraldlega fátækt búa bæði Einar og Guðrún yfir ríkidæmi. Það birtist fyrst og fremst í styrk þeirra (sem jaðrar við þrjósku) og æðruleysi gagnvart aðstæðum sín- um og náttúruöflunum. Mótlætið er til að takast á við það og það gera þau samhent. En þegar Einar sér sig tilneyddan til að fara til sjós og tryggja þannig fjölskyldu sinni farborða, fyrst á dagróðarbát frá Stokkseyri og síðan á síðutogara frá Suðurnesjum, stækkar umráða- svæði skugganna sem fylgt hafa Guðrúnu frá unglingsárum. Þeir birtast í líki hræfugls sem vomir yfir og gerist sífellt ágengari. Guð- rún er meðvituð um tilvist hans og það er Einar líka. Orð eru óþörf. Það þarf Siggu, systur Einars, til að færa ástandið í orð þegar Guðrún er við það að hverfa inn í heim myrkurs. Þau umskipti haldast í hendur við önnur og ekki síður áhrifamikil og sérstök, hvarf heimilisrollunnar, því á Álftavatni er ekki heimilishundur heldur heimiliskind, Móra, sem Ein- ar – ungur að árum – fann afvelta skorðaða milli þúfna og bjargaði frá hröfnum sem byrjaðir voru að plokka úr henni annað augað. Móra hefur fylgt honum æ síðan. Hún hef- ur búið með þeim í húsi og aldrei vikið frá húsbónda sínum fyrr en hann fer til sjós. Sérstakt samband þeirra hefur um árabil vakið athygli sveitunga hans, en það er Móra sem gætir og jafnvel verndar Einar á sama tíma og skuggar í fuglsham ógna Guðrúnu. Í skáldsögu Angelu Romero-Ast- valdson er að finna fjölda tilvísana í sögu og mannlíf á Íslandi á fyrri helmingi tuttugustu aldar. Um- byltingu í atvinnuháttum, sam- göngum og byggðasögu bregður fyrir. Íslendingasögur og Alþingis- hátíðin 1930 koma við sögu og það gerir Halldór Kiljan Laxness einnig, auk þess sem heimsókn breska rit- höfundarins W.H. Audens til lands- ins árið 1936 eru gerð skil. Harð- býli til sveita og aðgreining sveita-, þorpa- og borgarlífs auk fjarlægð- ar yfirvaldsins (utan kaupmanns- ins á svæðinu) gerir það að verkum að til verður framsetning „okkar“ og „hinna“. Þar sem „við“ textans er alþýða manna en „hinir“ eru menntuð millistétt og yfirvaldið í höfuðborginni. Í húsum við Tjörn- ina eru málverk á veggjum og litrík- ar ábreiður, en skyr, harðfiskur og blóðmör á heimili þeirra hjóna að Álftavatni. Eldhræringar, óveður, tilkomumiklir fjallgarðar og belj- andi brim ramma svo frásögnina inn í skærum litum. Meitluð og margsamansett Framangreind endursögn á umfjöll- unarefnum verksins er þó ofurein- földun á skáldsögunni En Islandia no hay árboles, því í raun er frá- sögn Angelu meitluð og margsam- sett. Hún hefst á fjórum stuttum tilvitnunum í textabrot úr ferða- bókum um Ísland frá 18. og 19. öld, þar sem áherslan er ekki hvað síst á persónueinkenni eyjarskegga. Þá síðustu má finna í ferðabókum W.H. Auden, frá 1937, en þar segir: „Sem þjóðarheild, hygg ég að Íslendingar séu ekki tiltakanlega metnaðarfull- ir. […] Ég fékk þá almennu mynd af Íslendingum að þeir væru raunsæ- ir, á smáborgaralegan hátt, óskáld- legir og harla litlir hugsjónamenn.“ (ix). Höfundur sækir þó ekki ein- asta innblástur í umsagnir erlendra ferðamanna, heldur eru orð Einars Benediktssonar valin til að ramma inn samband Einars og Guðrúnar: „Maðurinnn einn er ekki nema hálf- ur, / með öðrum er hann meiri en hann sjálfur“ (xi). Angela lætur ekki þar við sitja, heldur leggur strax á fyrstu síðunum grunn að fleiri flétt- um og í eiginlegum inngangstexta skáldsögunnar birtist eins konar forleikur í tveimur þáttum. Fyrst textabrot þar sem höfundur upplýs- ir lesendur um merkingu hugtaks- ins „kvöldvaka“ og hvetur til þess að sagan sé lesin í heyranda hljóði (xiii), síðan ber hún á borð kynn- ingu á manni; „sem nefndur var Einar Jónsson og bar viðurnefnið „með skarð í vör“ (sp. el belfo)“ (xv). Kaflinn „Kynning hetjunnar“ (sp. Semblanza del héroe) er settur fram í stíl Íslendingasagna og til hans er síðan vísað í kaflabrotinu „Heima“ (bls. 295-296) í lok skáld- sögunnar. Athugull lesandi sér sig þannig knúinn til að endurlesa inn- gangskaflann þegar lestur skáld- sögunnar er að baki. Ævi og örlög þessa íslenska bónda sem „aldrei fór utan“, sá einungis tré þar sem hann „hefði aldrei viljað“ (á stað sem lesandinn lærir í sögu- lok að er við geðsjúkrahúsið Klepp í Reykjavík) og bar „landið innra með sér“ (xv), eru svo samtvinnuð örlögum annarra að í bókarlok er það „heimurinn sem [hann] ber innra með sér“ (296). Ljóðræn og leyndardómsfull líður ævin fram óaðskiljanleg þessu óblíða landi og harðri lífsbaráttu. Skilyrðislaus ást Einars og Guðrúnar er dregin upp sem óður til kærleikans, sem ekki þarf að færa í orð, og til undursins sem umlykur sögupersónur En Is- landia no hay árboles. Skáldsaga Angelu Romero-Ast- valdsson er því ekki hefðbundin frásögn þar sem línulegri framrás tímans er fylgt, heldur leikur höf-Flutt í Ármúla 40 // 108 Reykjavík // Sími 534 2727 // www.alparnir.is // e-mail: alparnir@alparnir.is Góðar jólagjafir Svigskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Fjallaskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Gönguskíði Pakkatilboð 25% afsláttur Snjóbretti Pakkatilboð 25% afsláttur Áfram ísland Skíðaúlpa herra Jólatilboð Verð 39.995 Mikið úrval af fatnaði Hinir vinsælu MICROspikes keðjubroddar Verð kr. 9.995 Mikið úrval af húfum, sokkum og vetlingum Verð frá kr. 1.495 Salomon X-Ultra Mid Til bæði fyrir dömur og herra Verð kr. 25.995 Lúffur Verð frá kr. 5.995 Salomon Speedtrack Verð kr. 14.995 lÍs en ku ALPARNIR s Skíðabuxur í stærð 128 til 176. Verð kr. 9.995 Softshell buxur. Verð kr. 14.995 Shoftshell jakki, Verð kr. 24.995 20% jólatilboð Sjón er sögu ríkari, mikið úrval af flottum vörum í jólapakkann 100% merino ullarfatnaður Fyrir skíðagöngugarpa Dömu úlpur, einnig til á herra Verð frá kr. 19.995 Jólatilboð, rúmföt frá 9.990 kr Fleiri jólatilboð á www.lindesign.is Áttablaðarós & sólkross stærð140x200 12.980 kr LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS RÚMFÖT YFIR 50 GERÐIR AF RÚMFÖTUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.