Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 28
28 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016
Halla Harðardóttir
halla@frettatiminn.is
Angelu Romero Ástvalds-son finnst erfitt að tala um sjálfa sig, enda miklu vanari því að tala um skáldsagnapersónur.
En til að svara því hver hún sé, þá
sé best að taka það fram að hún er
fædd og uppalin í Galisíu á Spáni og
að hún hefur eytt stærstum hluta
ævinnar í að stúdera bókmenntir
Rómönsku Ameríku. Það hafi líklega
mótað hana hvað mest.
Eftir að hafa stundað dokt-
orsnám í argentískum bókmennt-
um í Salamanca hefur Angela lifað
og hrærst í heimi bókmenntanna,
ritað fræðibækur og gagnrýni en frá
árinu 2004 hefur hún búið, ásamt ís-
lenskum eiginmanni sínum, í Liver-
pool þar sem hún starfar við háskól-
ann. Angela gaf nýverið út fyrstu
skáldsögu sína, En Islandia no hay
árboles, eða Á Íslandi eru engin tré.
Sagan gerist á Íslandi á fyrri hluta
tuttugustu aldar og er, eins og fram
kemur í grein Hólmfríðar Garðars-
dóttur hér til hliðar, auk þess að vera
listilega vel skrifuð, mjög „íslensk“.
Minningabókin kveikti áhugann
Þrátt fyrir að hafa alla tíð lifað í
heimi skáldsögunnar segist Angelu
aldrei nokkurn tíma hafa dottið það
til hugar að skrifa annað en fræði-
texta sjálf, þar til hún komst yfir
gamalt myndaalbúm frá Íslandi.
„Stuttu eftir að við Ástvaldur fór-
um að búa í Liverpool sýndi hann
mér albúm sem föðurafi hans, Jón
Jónsson, hafði átt. Þetta var minn-
ingaalbúm þar sem finna mátti
myndir, dagblaðaúrklippur, póst-
kort með myndum af skipum, jóla-
póstkort og þess háttar, allt það sem
einkenndi hann og sem hann hann
hafði notið í lifanda lífi. Hann hafði
búið með konunni sinni í litlu fiski-
þorpi í 60 km fjarlægð frá Reykjavík
á 3. og 4. áratugunum. Ég fór að setja
mig inn í þessa minningabók, og það
sem hún miðlaði um persónu hans,
hvernig hann sá heiminn og veru
hans í heiminum.
Ég hafði aldrei tekist á við skap-
andi skrif fyrr, fann aldrei hjá mér
þörfina til þess. Vinir mínir hvöttu
mig til þess, en ég leiddi það alltaf
hjá mér, því ég hafði hvorki löngun
til þess né fann fyrir hvötinni, og
mér finnst að sköpun sé ekki eitt-
hvað sem hægt er að leggja á sig;
auk þess mun jörðin varla hætta
að snúast þótt ekki komi enn önn-
ur skáldsagan út, það eru til svo
margar, og stundum finnst mér þær
vera alltof margar. En þarna fann ég
að í hendur mínar væri komið eitt-
hvað sem varð að segja frá og ég
fann fyrir þörfinni að gera það.“
Ekkert tilfinningaklám í Laxness
Þrátt fyrir að byggja á lífi forfeðra
eiginmannsins er skáldsagan ekki
bókstafleg endursögn á lífi þeirra
heldur er hún einungis innblástur
að marglaga sögu þar sem lífshættir
þorpsins leika stórt hlutverk.
„Ég ferðaðist til Íslands og kynnt-
ist þorpinu hans Jóns og smátt og
smátt varð sagan til, hún bara óx
og skaut rótum í mér. Ég kynnti
mér tímabilið, lífshættina og fiski-
vinnsluna á þessum tíma og hvern-
ig lífið var í torfhúsunum, með það
markmið að komast að nýjum raun-
veruleika og lýsa honum á skiljan-
legan máta. Ég vildi gefa lesandan-
um almenna hugmynd um sögu
landsins, aðstæður tímabilsins, lífs-
sýn íbúa þess, og um bókmennt-
irnar sem eru sífellt nálægar í lífi
íbúanna frá upphafi landnáms til
dagsins í dag. Þess vegna má heyra í
skáldsögunni bergmál af Íslendinga-
sögunum, frá Halldóri Laxness, rit-
höfundi sem kunni að fanga íslensk-
an veruleika á meistaralegan hátt, af
innsæi og án tilfinningakláms, um
fram allt í þremur táknrænum skáld-
sögum, Heimsljósi, Íslandsklukk-
unni og Sjálfstæðu fólki, en þessi
síðastnefnda er ein af mínum upp-
áhalds og af henni má greina hlé-
drægan hljóm á milli lína, kannski
vegna þess að ég les hana i hvert
skipti sem ég kem til eyjunnar.“
Líf handan glæpasagnanna
Angela hefur ferðast reglulega um
Ísland frá því hún kynntist „víkingn-
um“ sínum, eins og hún kallar eigin-
manninn. Bæði til að afla sér heim-
ilda fyrir skáldsöguna en líka til að
eyða tíma með tengdafjölskyldunni.
„Ég hafði mjög óljósa hugmynd
um Ísland áður en ég heimsótti
landið fyrst. Landið var ekki komið
í tísku eins og það er núna á Spáni,
þar sem hver einasti maður er upp-
rifinn af Íslandi og hvert einasta
tækifæri er nýtt til þess að ferðast
um landið. Þessi túristaalda sem
gengur yfir landið var ekki enn kom-
in og því var allt mun auðveldara og
líklega rólegra. Í fyrstu ferðinni
minni fannst mér mikið koma til
landsins, það var ekki annað hægt
en að heillast af landslaginu, en það
er alveg öruggt að í seinni ferðum
mínum hefur skilningurinn dýpkað
og sömuleiðis aðdráttaraflið, með
góðu og illu, og nú er landið mjög
sérstakur hluti af lífi mínu. Ég þekki
landið á öllum árstímum. Auk þess
þá verð ég að játa að íslenskar bók-
menntir hafa lagt á mig álög, bæði
þær klassísku og samtímabókmennt-
irnar, og það bætir nánd og sam-
skipti við íslenskan veruleika. Ég les
yfirleitt allt sem kemur út þýtt og ég
nota hvert tækifæri til þess að koma
því á framfæri að íslenskar bækur
eru ekki bara um glæpi, sem betur
fer. Það er líf handan glæpasagn-
anna.“
Íslensk kímnigáfa
Á bókarkynningu í Madríd kynnti
Enrique Bernández, einn helsti
þýðandi Íslendingasagnanna og ís-
lenskra samtímabókmennta, bókina
sem íslenska skáldsögu,ekki aðeins
vegna umhverfisins, sjónarhorns-
ins og kímnigáfunnar. Angela seg-
ist hafa orðið mjög hrifin af þessum
orðum.
„Ég hef áhuga á Íslandi á hvaða
tímabili sem er, en söguhetjun-
um mínu hlotnaðist að lifa á þessu
tímabili, og þess vegna lagði ég kapp
á að endurskapa þetta sérstaka sam-
hengi, jafnvel þótt bygging bókar-
innar bjóði upp á miklu teygjanlegri
tíma, sem nær frá landnámi fram að
níunda áratugnum. Heimildaöflun-
in var mjög ánægjuleg og ég lærði
mikið, auk þess sem ég bjó svo vel að
hafa Íslending mér við hlið sem var
ávallt reiðubúinn til þess að hjálpa
ef svo bar við. Eftir að ég sá albúmið
sagði Valdi mér sögur af því hvernig
lífið var hjá ömmu hans og afa og af
reynslu hans í sveitinni þegar hann
var lítill, auk þess rifjaði tengdamóð-
ir mín upp hluti frá tímabilinu og frá
lífi tengdaforeldra sinna. Valdi var
fyrstur til þess að lesa handritið og
koma auga á að þetta væri einstak-
lega íslensk skáldsaga.“
Fjallar um mannleg gildi
Þrátt fyrir að skáldsagan gerist á Ís-
landi og þyki vera mjög íslensk, þá
gætu Einar og Guðrún verið hvað-
an sem er. Hún fjallar um það sem
okkur öllum er sameiginlegt; ást,
tryggð, járnvilja, hvassan einmana-
leika, grimman sársauka, tengsl við
upprunann og þörfina fyrir félags-
skap.
„Hún fjallar um þetta innra lands-
lag sem býr með okkur öllum,“ segir
Angela. „Mikilvægu gildin sem gera
okkur mannleg, sem göfga okkur og
gefa okkur merkingu. Allt það sem
gerir okkur kleift að skapa sanna
list,“ segir Angela sem vill alls ekki
fara nánar út í innihald bókarinnar.
„Ég er bara ábyrg fyrir helmingi
bókarinnar, hinn helmingurinn er
lesandans. Conrad sagði að þegar
maður les þá læri maður ekki bara,
heldur breytist maður í eitthvað. Á
endanum er það lesandinn sem gef-
ur bókinni merkingu og þess vegna
tilheyrir sagan mér ekki lengur. Nú
tekur lesandinn við.
Íslenskar bókmenntir
lögðu á mig álög
Angela Romero Ástvaldsson hefur lifað í heimi skáldsögunnar
alla sína ævi. En það var ekki fyrr en hún komst yfir gamalt
myndaalbúm frá Íslandi sem hún fann þörf fyrir að skrifa sjálf.
Skáldsaga Angelu Romero, En Islandi no hay árboles / Á Íslandi eru engin tré, kom
út í október á Spáni og selst mjög vel enda mikill áhuga á Íslandi á Spáni. Angela er
gift Íslendingi og býr í Liverpool þar sem hún kennir bókmenntir við Háskólann.
Glæsilegar
jólagjafir
Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is
Dúnteppi
140x200cm
9.990 kr
Teppið hlýjar þér í
sófanum, er fallegt á
rúmið og hentar vel í
íslenskri náttúru.
LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS
DÚNTEPPI
4 FALLEGIR LITIR - 100% DÚNFYLLING
BIRTINGARÁÐGJAFAR
Á BETRI STOFU
Hefur þú góða þekkingu á markaðsfræðum?
Hefur þú menntun og reynslu af vinnu við nýmiðla og aðra miðla?
Við leitum að öflugu fólki til að vinna við framúrskarandi
birtingaráðgjöf; að skemmtilegum starfsfélögum með góðan skilning
á tölfræði, markahópagreiningu og þekkingu á helstu forritum þar
að lútandi. Hafðu samband sem fyrst því við göngum hratt frá málum.
Umsóknarfrestur til 6. janúar.
Netfangið er: atvinna@bestun.is
www.bestun.is
562 2700
101 reykjavík
bankastræti 9