Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 14
14 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016
Þóra Tómasdóttir
thora@frettatiminn.is
Vildís: „Það myndast sterk tengsl
milli okkar og fólksins sem við
fylgjum. Við förum fyrst í vitjun
heim til þeirra þegar barnið er viku
til hálfsmánaðar gamalt, og kom-
um svo aftur stuttu síðar. Eftir að
við höfum heimsótt fólkið tvisvar,
mætir það reglulega með barnið
til okkar á heilsugæsluna. Á þeim
tíma kynnumst við aðstæðum þess
vel.“
Ungbarnavernd á Íslandi er eitt
af því fáa í heilbrigðiskerfinu sem
flestir eru sammála um að virki vel.
Íslendingar hafa í áraraðir verið
með eina lægstu tíðni ungbarna-
dauða í heiminum. Það er meðal
annars vegna þess að foreldrar
og nýfædd börn þeirra njóta, sér
að kostnaðarlausu, aðstoðar svo
sem heimavitjana skömmu eftir
fæðinguna og fá regluleg samtöl
við fagfólk á heilsugæslunni þar
til barnið er fjögurra ára gamalt.
Þeir sem starfa í ungbarnavernd,
og Fréttatíminn hefur rætt við,
eru uppteknir af því að brýna fyr-
ir fólki að úrræðið sé ekki bara
eftirlit, eins og það var einu sinni
kallað, það sé umfangsmeira og í
því felist einnig víðtæk ráðgjöf um
þau mál sem upp koma þegar barn
kemur í heiminn. Í heimavitjun-
um sé farið yfir ýmis öryggismál
inni á heimilum og hjúkrunar-
fræðingarnir reyna að skima fyr-
ir slysagildrum. Foreldrum sé líka
veitt ráðgjöf um svefnöryggi barna.
Þær Vildís og Erna kannast vel
við eldfima umræðu um Efra-
Breiðholtið og vilja ekki á nokkurn
hátt segja að hverfið sé verra en
önnur hverfi í borginni. Þar búa
fleiri innflytjendur en í flestum
öðrum hverfum borgarinnar og
þar eru fleiri sem þurfa félagslegan
stuðning. Það þýðir ekki að fólkið
sé öðruvísi.
Vildís: „Öllum þykir vænt um
börnin sín og það skiptir ekki máli
hvar fólkið býr. Vandamálin hér
eru ekkert endilega fleiri, en þau
eru hugsanlega öðruvísi en í öðr-
um hverfum.“
Erna: „Hinsvegar eru fordómar út-
breiddir og ég vona að við séum
með minni fordóma en margir aðr-
ir, því við sjáum svo margt jákvætt
og flott í starfinu.“
Í Fella- og Hólahverfi eru 8.500
íbúar og þeim fæðast um 150 börn
á ári. Erna segir að þær stöllur
kynnist nýbökuðum mæðrum af
fjölbreyttum uppruna en stærsti
hluti innflytjenda í Breiðholtinu sé
frá Austur-Evrópu. Vildís segist að
mörgu leyti vera hrifin af háttarlagi
þeirra innflytjenda sem hún hefur
kynnst varðandi komu nýs barns í
fjölskylduna.
Vildís: „Við verðum að setja okk-
ur inn í siði og hefðir hjá fólki en
þær eru ólíkar eftir því hvaðan það
kemur. Sem dæmi eru margir af
nepölskum uppruna í Breiðholtinu.
Við höfum kynnst nokkrum þeirra
og séð að þau hafa serimóníur sem
eru talsvert frábrugðnar því sem
við eigum að venjast. Hjá þeim
er algengt að móðirin haldi alfar-
ið til í rúminu fyrstu dagana eftir
Þær Erna Bjargey Jóhannsdóttir og Vildís Bergþórsdóttir vinna
við að skoða nýfædd börn og fylgjast með þeim dafna. Þær starfa
við ungbarnavernd á heilsugæslunni í Efra-Breiðholti og kynnast
uppeldisaðferðum sem eru afar ólíkar eftir uppruna foreldranna.
Oft hrifnar af aðferðum innflytjenda
Þær Vildís Bergþórsdóttir og
Erna Bjargey Jóhannsdóttir
kynnast því vel hvernig fólk
af ólíku þjóðerni hugsar
um ungbörn sín. Þær
segja hefðir útlendinga oft
skemmtilegar og talsvert
frábrugðnar þeim íslensku.
Mynd | Rut
„Öllum þykir vænt um
börnin sín og það skiptir
ekki máli hvar fólkið býr.
Vandamálin hér eru ekk-
ert endilega fleiri, en þau
eru hugsanlega öðruvísi
en í öðrum hverfum.“