Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 18

Fréttatíminn - 10.12.2016, Síða 18
18 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Ína tekur fram að hún hafi haft einhverja hugmynd um hver Naor var á þessum tíma, og hún hafi séð hann álengdar í heim- sóknum hans til Mósambík. Faðir Naors fékk hjartaáfall skömmu seinna, og flutti aftur til Ísrael í framhaldinu. Naor kom þá til Mósambík og tók alfarið við fjölskyldufyrirtækinu. Hann hafði verið í landinu í tvær vikur þegar þau Ína kynntust. Mótorhjólið „Í fleiri ár hafði ég verið fótgang- andi í Pemba í 40 stiga hita. Ég varð þreytt á því og fann einhvern- veginn kjarkinn til að kaupa mér mótórhjól. Og þvílíkt frelsi, ég gat farið út á kvöldin! Ég var í raun- inni bara byrjuð að kveðja fólk og var að loka þessum kafla í mínu lífi, og fer þá eitt kvöldið á nýja mótorhjólinu mínu á veitingastað, sama staðinn og ég hitti tengda- föður minn fyrst, og ég sé Naor þar inni. Eitt leiðir að öðru. Ég hlammaði mér við hliðina á hon- um, þekkti gömlu kallana sem voru með honum, vini pabbans, sem þá var farinn til Ísrael og ég vissi það ekki. Naor var á Face- book í símanum sínum og ég tek af honum símann og adda sjálfri mér, og ég vissi að við yrðum að kynnast.“ Ást við fyrstu sýn Varstu skotin í honum? Ína skellihlær. „Mér þótti hann ótrúlega myndarlegur strákur, rólegur og dularfullur, svona „bad- ass“ gaur. Ég var mjög forvitin um hann. Mér lá svolítið á að við myndum kynnast og verða vinir. Seinna sama kvöld var partí hjá Ísraelunum og við ákváðum að fara þangað saman. Við byrjuðum að búa saman nokkrum dögum seinna. Þetta hljómar auðvitað fá- ránlega. En þetta var algjörlega ást við fyrstu sýn.“ Ína gerir stutt hlé á máli sínu. „Og það er annað. Þarna á þessum tíma parkeraði ég bara mótorhjól- inu. Ég hugsaði að ég ætlaði að eignast börn með þessum manni, ég þyrfti að fara að passa upp á mig og líkamann minn. Áhuginn var mjög fljótur að kvikna hjá okk- ur báðum. Ég fór úr því að vera rosalega laus við alla alvöru yfir í að vilja giftast þessum manni og eignast með honum börn. Það snerist eitthvað við í hausnum á mér.“ Margar konur Menningarmunurinn kom fljótlega í ljós. „Við fórum „head first“ inn í þetta, þetta gerðist svo hratt.“ Ína skellihlær. „Við reyndum að vera svolítið kúl og flýta okkur ekki of mikið, en það gekk illa. Ég man að ég spurði hann fyrsta kvöldið: „Hvað máttu eiga margar konur?“ Ég vissi ekkert um trúarafstöðu hans. Ég var viss um að hann væri arabi og múslími. Hann svaraði Það er ekkert kjöt utan á Mósambík, þetta er bara hrátt líf. Það er rosa- leg hamingja hérna og lífsgleði, og ekkert mikið meira en það. Eldri dóttirin Míla í góðum fé- lagsskap í garði fjölskyldunn- ar í Pemba. að hann væri gyðingur. Ég vissi ekkert um gyðingdóm, og hann útskýrði fyrir mér grunnatriðin. Hann var ekkert viss hvernig fjöl- skyldan hans myndi taka þessu og það fór smá tími í að melta þetta. Hann vissi að Ísland væri til og tengdi það við Skandinavíu, vissi að ég væri úr svona forréttinda- samfélagi. Hann vissi að Ísland væri allt annað en Ísrael. Við þurftum mikið að ræða og reyna að skilja menningu hvors annars og hvaðan við komum.“ Fjölskyldurnar ánægðar Stuttu seinna fór Naor til Ísrael og sagði fjölskyldu sinni frá sam- bandinu. „Hann hafði verið dálítið mikið á djamminu og mamma hans var hæstánægð með að hann hefði fundið sér reglusama konu sem hvorki drakk né djammaði og var svona ábyrg. Í fjölskyldunni minni eru meira og minna bara leiðsögumenn og þegar þau fréttu að ég hefði fundið mér Ísraela þá stríddu þau mér aðeins, en það var allt í gríni. „Heima“-hugtakið fyr- ir fjölskyldunni minni er mjög opinn rammi. Við höfum aldrei verið bara á Íslandi heldur líka í Danmörku og í Þýskalandi og alls staðar annarstaðar.“ Þess má geta að foreldrar Ínu koma einnig hvort úr sinni áttinni, móðir hennar frá Nordenham í Norður- Þýskalandi og faðir hennar frá Hala í Suður- sveit. Framtíðarplön „Naor elskar Ísland. Honum finnst það fallegasta land í heimi. Við fórum í Kjarnaskóg og hann átti ekki orð yfir að þetta væri til og það væri frítt að fara á svona stað og hægt að labba út um allt og það væri rennandi vatn. Honum finnst Ísland magnaður staður. Við eigum alltaf eftir að eiga heimili á Íslandi þó að við séum ekki alltaf þar. Dætur okkar eru jafníslenskar og þær eru ísraelskar og það er okkur báðum mikilvægt að þær rækti ræturnar. Við tölum íslensku og hebresku við börnin, auk ensku sem við tölum okkar á milli og svo tölum við öll portú- gölsku við innfædda í Mósambík, þannig að börnin verða fjórtyngd. Hugmyndin var alltaf að koma fyr- irtækinu á laggirnar, selja það og koma okkur í burtu héðan. En það er hægara sagt en gert, við erum að sjá 250 manns fyrir lífsviður- væri.“ Trúin kom í Mósambík Naor er trúaður og Ína segir að trúin nýtist honum til að styrkja sig, en hann eyði engum tíma í búninga eða reglur. „Til dæmis þegar það er erfitt hér í Mósam- bík, þegar allt gengur á afturfótun- um og vatnspumpan dettur niður í brunnin og vegurinn rofnar í sundur og við komumst ekki í bæ- inn að sækja vistir og öllum dekkj- unum af bílnum hefur verið stolið, þá er hann alltaf rólegur af því að Guð er með honum í liði.“ Ína segir að hún sjálf hafi fundið andlega vakningu í Pemba. „Maður er blessaður út í eitt hérna og lífið er ótrúlega fallegt. Ég hugsa um allt sem búið er að gefa manni og það sem ég get gef- ið. Ég get ekki annað en trúað því að það sé eitthvað frábært til sem passar mig og hjálpar mér. Lífið gæti alveg verið meiri skítur en það er. Maður hefur svo margt að miða við; Ísland, Ísrael, Mósam- bík. Heimurinn er svo stór en samt svo lítill og maður er bara einn af mörgum þarna, samt svo mikil- vægur. Þetta setur lífið eins og það er í samhengi.“ Yngri dóttirin Líf og hundarnir sex sem þjóna tilgangi varðhunda og eru einnig apafælur. arminGefðu Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is Verð frá 39.900 Approach S20 og X40 sem hreyfa við þér! Golfúrin frá Garmin eru með völlum innanlands sem utan og eru einnig heilsu- og snjallúr. X40 er með púlsmæli og forritum til að mæla hlaup, göngu- og reiðhjólaferðir. í Golð S20 X40 Stórt 1.990 kr Lítið 1.690 kr fyrir desert hnífapör LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS HNÍFAPARAVESKI ÞÆGILEG 12 VASA VESKI FYRIR HNÍFAPÖRIN

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.