Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 15

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 15
| 15FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 að hún er búin að eiga. Á meðan þarf hún ekki að hugsa um annað en að hvílast, nærast og hlúa að barninu. Þá er algengt að amman komi inn í myndina og hjálpi til á heimilinu og makinn sjái um að uppvarta konuna. Þetta hjálpar til við brjóstagjöfina og tengslamynd- un og skapar rólegar aðstæður hjá móður og barni, þó að þetta sé ekki endilega fyrirkomulag sem við myndum segja fólki að taka upp.“ Þær eru báðar sammála um að gildin séu að vissu leyti önnur í Efra-Breiðholti en í öðrum hverf- um borgarinnar. Vildís: „Hér er ódýrara húsnæði en víða annarstaðar og hér getur fólk því fengið stærri íbúðir fyrir minni peninga. Það er ekki endi- lega af þröngum kosti sem fólkið hér er minna upptekið af verald- legum gæðum. Það lætur sér duga það sem margir myndu ekki endi- lega sætta sig við, eins og að hafa börnin saman í herbergi. Forgangs- röðunin er önnur og margir vilja frekar fara reglulega til heima- landa sinna en að kaupa sér dýra hluti.” Erna: „Margir hér eru duglegir að nýta sér notaða hluti og eru bara almennt minna uppteknir af ver- aldlegum gæðum. Efnishyggjan er einfaldlega minni, sem getur ver- ið jákvætt. Við segjum stundum að börn þurfi bara foreldra sína, næringu og föt. Þau þurfa ekki alla þessa dýru hluti og við getum al- veg slakað á að kaupa allt sem er í tísku.“ Vildís: „Við sjáum líka að öll þessi tæki og tól, hreiður og hvað þetta kallast, eru farin að hefta hreyfi- þroska barna. Það er best að leyfa barninu að vera á teppi á gólfinu svo það læri að velta sér og svona.“ Þær segja þó að í hverfinu þyrfti víðtækari stuðning við margar fjöl- skyldur. Vildís: „Ég get alveg gagnrýnt það félagslega kerfi sem hefur verið búið hér til. Hlutfall af fé- lagslegum íbúðum er mjög hátt í Fellahverfinu en einhvernveginn fylgir því ekkert meira fjármagn. Hvorki skólarnir né heilsugæslan fær aukna mönnun eða meira fjár- magn þó þörfin fyrir meiri stuðn- ing sé til staðar.“ Að sögn þeirra beggja hefur starfsfólk leikskóla og skóla í hverf- inu tekið sig saman og komið á úr- ræðum til að bæta heilsu barnanna í hverfinu. Tannhirðu þótti veru- lega ábótavant og með samantekn- um ráðum var því komið á fyrir nokkrum árum að í leikskólum eru daglega burstaðar tennur í börnun- um. Auk þess var farið í samstarf við tannlæknanema og skorið upp herör gegn tannskemmdum í börn- um. Vildís: „Ég var skólahjúkrunar- fræðingur í Fellaskóla og fékk tannlækni heilsugæslunnar til að skima öll börnin. Í kjölfarið fór- um við að herja á tannviðgerðir, stundum þurftum við að gera það í gegnum barnavernd, en við feng- um líka Tanngarð með okkur í lið. Þetta var mikið vandamál og for- eldrarnir sögðu stundum að barna- tennurnar skiptu engu máli. Það kæmu nýjar í staðinn. En börnin voru með tannpínu og brenndar tennur og það hefur verið rækilega tekið á þessu.“ Í dag eru tannvið- gerðir barna að mestu leyti fríar, fyrir utan 2.500 króna eingreiðslur í sumum tilvikum. Árið 2018 verða tannlækningar alveg ókeypis fyrir öll börn og fagna þær stöllur því. Erna: „Þetta snýst ekki um að fólk hugsi illa um börnin sín en það er erfitt að koma því inn hjá foreldr- um að brjóta hefðir sem mömm- ur þeirra og ömmur viðhöfðu. Það er til dæmis mýta að ekki þurfi að bursta tennur barna sem eru á brjósti. Við erum ekki sammála því. Við vinnum eftir leiðbeining- um frá landlæknisembættinu og segjum því öllum foreldrum að bursta tennurnar í börnum sín- um til tíu ára aldurs. Nú gengur til dæmis á netinu að það megi alls ekki nota tannkrem. Við vilj- um líka kveða það niður, því tann- kremið er mjög mikilvægt fyrir tannheilsu barnanna.“ Að sögn þeirra Ernu og Vildís- ar er algengt í Efra-Breiðholti að nýfædd börn njóti góðs af því að fæðast inn í stórar og barnmargar fjölskyldur. Stórfjölskylduhefðirnar séu viðhafðar víða meðal innflytj- enda og það geti skapað öflugt ör- yggisnet. Hinsvegar hafi þær þurft að leita til félagsmálayfirvalda í nokkrum tilvikum þegar þeim virðist að nýja fjölskyldan búi við of þröngan húsakost. Vildís: „Það mikilvægasta í ung- barnaverndinni er að sami hjúkr- unarfræðingur fylgi barni frá vitjun til fjögurra ára aldurs. Þá kynnumst við fjölskyldunni best og getum komið henni til aðstoðar með það sem þarf.“ Erna og Vildís ásamt níu vikna gömlu barni sem komið er á heilsugæsluna í Efra-Breiðholti í skoðun. „Við segjum stundum að börn þurfi bara foreldra sína, næringu og föt. Þau þurfa ekki alla þessa dýru hluti og við getum alveg slakað á að kaupa allt sem er í tísku,“ segir Erna. Mynd | Rut Hjá okkur færðu þýsk gæðatæki frá Siemens, Bosch og Gaggenau. Fyrir jólin bjóðum við fjölda glæsilegra tækja á sérstöku jólaverði. Komdu til okkar og gerðu frábær kaup þér og öðrum til ánægju. Bosch Töfrasproti MSM 67170 Kraftmikill, 750 W. Hljóðlátur og laus við titring. Losanlegur neðri hluti sem má þvo í uppþvottavél. Skál með loki, stór hakkari, ísbrjótur og þeytari fylgja með. Fullt verð: 11.900 kr. Jólaverð: 8.900 kr. Bosch Matvinnsluvél MCM 3110W 800 W. Tvær hraðastillingar og ein púlsstilling. Tætir, sneiðir, rífur og sker. 2,3 lítra skál. Örugg í notkun: Fer aðeins í gang þegar lok er í læstri stöðu. Fullt verð: 11.900 kr. Jólaverð: 9.500 kr. SIEMENS Ryksuga VS 01E1550 3 lítra poki. Vinnuradíus: 8 metrar. Fullt verð: 14.900 kr. Jólaverð: 10.900 kr. Bosch Gufustraujárn TDA 102411C Öflugt, 2400 W. Slekkur sjálfkrafa á sér. Fullt verð: 9.900 kr. Jólaverð: 7.500 kr. Bosch Örbylgjuofn HMT 75M421 Frístandandi. 17 lítra. Mesti örbylgjustyrkur 800 W. Fullt verð: 19.900 kr. Jólaverð: 15.900 kr. Bosch Baðvog PPW 3330 Stafræn baðvog með nákvæmni upp á 100 g. Hámarksþyngd 180 kg. Stórir og skýrir stafir. Mælir vatnshlutfall, fituprósentu og BMI-gildi. Fullt verð: 9.900 kr. Jólaverð: 6.900 kr.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.