Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.12.2016, Page 22

Fréttatíminn - 10.12.2016, Page 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 eru ekki einstakir atburðir á margra ára fresti heldur ein samfelld saga af óeirðum í heila öld. Það verð- ur ákveðinn veldisvöxtur í mótmæl- unum frá 1968 og þá fjölgar þeim og þau verða meiri með hverju árinu.“ Unnar segir táknræna staði oft- ast vettvang aðgerðanna. „Svo sem Stjórnarráðið, Alþingishúsið og Austurvöll og í sjálfstæðisbaráttunni voru líka ítrekaðar aðgerðir á Þing- völlum og við Reykjavíkurhöfn.” Á sýningu Unnars í Listasafni ASÍ fyrir tveimur árum, valdi hann ljós- myndir sem sýndu verksummerki á vettvangi óeirðanna, eftir að þau höfðu lognast útaf. „Ég safnaði saman myndum úr opinberum gagnabönkum sem safn- að var, til að sakfella borgara fyrir einhverskonar brot gegn valdstjórn- inni. En svo með tímanum kemur hefnd heimildarinnar og hún felst í því að myndinar verða einu sjón- rænu heimildirnar um að þessir atburðir hafi átt sér stað. Því það er alltaf málað yfir sletturnar og skipt um gler. Mér finnst áhugavert hvernig heimildin snýst í höndun- um á valdinu. Valdið safnar þannig heimildum sem gjaldfellir það því með tímanum felst umsnúningur- inn í því hver raunveruleg ástæða óeirðarinnar var,“ segir Unnar. Hann vísar í að í stjórnsýslulögum sé sérstök meðalhófsregla sem ætluð er sem áminning til valdsins. „Því valdið fer líka fram úr sér og þarf að passa sig.” Bókina Þættir úr náttúrusögu óeirðar má nálgast í Mengi og Harbinger, auk verslunum helstu listasafna höfuðborgarinnar. 9. maí, 1965. Að lokinni Keflavíkurgöngu var gerður aðsúgur að Jóhannesi úr Kötlum er hann tók upp á því að lesa upp Sóleyjarkvæði. Höfundur: óþekktur. 21. janúar, 2009. Fjölmargir mótmælafundir voru haldnir reglulega á Austurvelli haustið 2008, eftir bankahrun. Eftir áramótin, þegar þingið kom saman á ný eftir jólafrí, færðist meiri harka í mótmælin. Á þessari mynd sjást mótmælendur sem var heitt hamsi og höfðu fært sig frá Austurvelli að Þjóðleikhúsinu. Mynd: Goddur 24. apríl, 1970. Átök í menntamálaráðuneytinu. Þann 20. apríl höfðu íslenskir stúdentar ráðist inn í sendirráð Íslands í Stokkhólmi og tekið það yfir. „Stúdenta- bylting“ var skrifað í blöðin en námsmennirnir mótmæltu bágum kjörum sínum í útlöndum vegna gjaldeyrishafta og skorts á námslánakerfi. Nokkrum dögum síðar réðust nokkrir mótmælendur inn í menntamálaráðuneytið í Reykjavík til að berjast fyrir bættum kjörum námsmanna. Mótmælendurnir settust þar niður þar til lögregla handtók þau og flutti af vettvangi. 12. júní, 1913. Reykjavíkurhöfn. Liður í sjálfstæðisbaráttu Íslendinga var barátta um íslenskan fána. Að morgni fimmtudags 12. júní 1913 reri 26 ára verslunarmaður að nafni Einar Pétursson báti í Reykjavíkurhöfn með hvítbláinn við hún. Vildi þá svo til að sjóliðar Danska varðskipsins Islands Falk stöðvuðu för Einars og skipherr- ann gerði fánann upptækan. Mynd: póstkort. 29. júní, 1907. Þingvallarfundurinn var fjölmennasti fundur sem haldinn hafði verið frá upphafi frelsisbarátt- unnar fyrir sjálfstæði Íslands. Mynd: póstkort. VIÐ SÉRHÆFUM OKKUR Í DEMANTSHÚÐSLÍPUN GÓÐUR ÁRANGUR OG GOTT VERÐ HVERNIG KEMUR ÞÚ UNDAN SÓLINNI! AF HVERJU AÐ SÆTTA SIG VIÐ SÓLASKEMMDIR OG ÓTÍMABÆRAR LITABREYTINGAR, VIÐ GETUM LAGAÐ ÁSTAND HÚÐARINNAR RAUÐUR ÞEGAR HEITT ER OG BLÁR ÞEGAR KALT ER? ÞAÐ ER HÆGT AÐ FJARLÆGJA HÁRÆÐASKEMMDIRNAR HÁRÆÐASLITSMEÐFERÐIR : Við höfum fjármagnað margra milljóna króna hljóðbylgjutæki og eina tækið sinnar tegun- dar á Íslandi sem sérhæfir sig í að fjarlægja allt háræðaslit í andliti með sérhæfðum hljóðbylgjum sem þurrka upp blóðprótein í skemmdum háræðum og lokar þeim punkt fyrir punkt. Það krefst stöðugrar og mikillar nákvæmi. Þessar sérhæfðu hljóðbylgjur loka 100% háræðastjörnum, háræðasliti, blóðblöðrum ofl.í andliti, hálsi, bringu og höndum. Oftast þarf 3-4 meðferðir til að loka þeim endanlega en eftir 3ju meðferð eru háræðaslitsmeðferðirnar (á sama meðferðarsvæði) fríar. DEMANTS-HÚÐSLÍPUN: Húðslípun vinnur á ótímabærri öldrun húðar, sólarskemmdum, litabreytingum og öldrunar-blettum.og örum eftir bólur, ójafnri og óhreinni húð, Blóð- og næringarflæði til húðfrumna eykst sem stuðlar að heilbrigðari og unglegri húð.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.