Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 56

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 56
Jólin. 8 | helgin. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2016 Allir óðir í plötuspilara og kassettutæki Einmitt þegar við héldum að símarnir væru búnir að ryðja öllum hljómtækjum út af markaði gjósa upp vinsældir retró-hljómtækja sem sameina gamaldags útlit og hágæða nútíma hljómtæki. Unnið í samstarfi við Símabæ. Nýjustu tækni og gamalli hönnun er blandað saman í retró hljómtækjunum sem rjúka úr hillunum hjá Símabæ um þessar mundir. Þetta eru plötuspilarar, kassettu- og útvarpstæki sem líta út eins og gömul hljómtæki frá miðri síðustu öld en eru búin stafrænni tækni sem gerir fólki meðal annars kleift að taka upp plötur og kassettur og færa yfir á stafrænt form. Útilit þessara tækja heilla marga, enda stuðst við hönnun hljómtækja frá þeim tíma sem þau voru á stærð við húsgögn og voru hugsuð sem sem stofustáss. „Plötuspilarnanir eru mjög vin- sælir, sérstaklega hjá ungu fólki. Bæði er þetta gamla retróútlit í tísku og þau passa líka vel í þau gömlu hús sem margir búa í og eru flott í sumbarbústaði. Þau höfða einnig til nostalgíunnar sem býr í mörgum. Helsti kosturinn er náttúr- lega sá að þarna fær fólk tæki með flottu gamaldags útliti með gæðum nútíma hljómtækja og möguleika á að tengja þau við símana, og önnur ný tæki. Hljómstækjasamstæð- urnar sem samanstanda af plötu- spilara, kassettu- og útvarpstæki með innbyggðum hátölurum býður upp á þann möguleika að taka bæði hljómplötur og kassettur upp á stafrænt form,“ segir Gylfi Gylfason eigandi verslunarinnar Símabær. Verslunin er þó einna helst þekkt fyrir einstakt úrval á aukahlutum fyrir símtæki. „Þetta eru ekki bara hulstur og hleðslusnúrur, heldur líka öll þau tæki sem fólk er farið að stýra og tengja við síma, eins og drónar, heilsuúr, lyklaborð og heilmargt fleira. Það er okkar sér- staða að vera með fingurinn á púls- inum í þessum efnum,“ segir Gylfi. Vinsælasti fylgihluturinn er án efa GSM veski, en Símabær fram- leiðir og hannar GSM veski úr ís- lensku leðri frá Sauðárkróki. „Við byrjuðum á framleiðslu á þess- um veskjum fyrir tveimur árum og eigum veski sem passar utan um hverja einustu týpu af farsím- um. Hvert veski er einstakt og við höfum þróað og hannað veskið út frá óskum og athugasemdum viðskiptavina okkar. Við erum í einstakri aðstöðu að vera í beinu sambandi við fólkið sem kaup- ir og notar vöruna og leggjum við vel við hlustir til að geta boðið upp einstaka vöru sem fellur að vilja og þörfum fólks. Veskin eru saumuð í Póllandi og stendur til að stofna fyrirtæki utan um þessi veski þar sem vinsældir þeirra eru gríðarlegar og stefnt er á að koma þeim á mark- að í Evrópu,“ segir Gylfi. Símabær er í Ármúla 38, en er einnig með vefverslunina www.simabaer.is. Fríkirkjan í Reykjavík Viðburðir á Aðventu og jólum. Jólatrésskemmtun Fríkirkjunnar í Reykjavík. Hefst með jólastund í kirkjunni. Síðan verður haldið upp í Safnaðarheimili og sungið og dansað í kringum jólatréð með jólasveininum. Kaffi og meðlæti fyrir alla. Tónleikar – Sönghópurinn við Tjörnina; Arne Hiorth – Gissur Páll. Einsöngvari verður Gissur Páll Gissurarson. Sérstakur gestur tónleikanna verður norski t rompetleikarinn og stjórnandinn Arne Hiorth. Hljómsveitina skipa auk hans, Ásgeir Ásgeirsson, Tómas R. Einarsson og Kristofer Rodriguez Svönuson. Stjórnandi er Gunnar Gunnarsson, organisti Fríkirkjunnar Heilunarguðsþjónusta á vegum Sálarrannsóknarfélags Íslands, Fríkirkjunnar og Kærleikssetursins. Aðventukvöld, fjölbreytt og glæsilegt tónlistarkvöld. Ræðu kvöldsins flytur rithöfundurinn Þórarinn Eldjárn. Fram koma Stefanía Svavarsdóttir, söngkona, Sönghópurinn við Tjörnina, Fríkirkjubandið ásamt Gunnari Gunnarssyni sem jafnframt er organisti kirkjunnar og stjórnandi sönghóps, Barnakór Fríkirkjunnar undir stjórn Álfheiðar Björgvinsdóttur og Sr.Hjörtur Magni. Aftansöngur á aðfangadagskvöldi. Söngkonan Heiðdís Hanna Sigurðardóttir syngur einsöng. Sönghópurinn við Tjörnina syngur jólin inn og leiðir safnaðarsöng undir stjórn Gunnars Gunnarssonar. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina. Miðnætursamvera á jólanótt. Ellen Kristjánsdóttir og dætur ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Miðnætursamvera á jólanótt Ellen Kristjánsdóttir og dætur ásamt strengjasveit. Sr. Hjörtur Magni talar til viðstaddra. Sönghópur Fríkirkjunnar ásamt Gunnari Gunnarssyni. Mætið vel tímanlega til að fá góð sæti! Aftansöngur á gamlársdag. Hljómsveitin Eva ásamt Sönghópnum Við Tjörnina leiða safnaðarsöng ásamt Gunnari Gunnarssyni, organista. Sr. Hjörtur Magni leiðir stundina 11. desember kl 14:00 18. desember kl 14:00 24. desember kl 18:00 24. desember kl 23:00 25. desember kl 14:00 31. desember kl 17:00 13. desember kl 20:00 15. desember kl 20:00 Gamli tíminn og nýi mætast í retró horni Símabæjar þar sem úrval er af nýjum hljómtækjum sem geta leikið af plötum og kassettum, en eru einnig stafræn tæki sem tala við síma og önnur bluetooth tengd tæki. Mynd | Hari Fjölbreytt og falleg GSM veski úr íslensku leðri frá Sauðárkróki eru án efa vinsælasti GSM fylgihluturinn. Veskin eru hönnuð og framleidd af Símabæ. Retró hljómtækjasamstæða sem lítur út eins og fermingargjöf frá 1960 og spilar plötur og kassettur, er með innbyggða hátalar og útvarp, en líka upptökutæki svo hægt er að færa allt plötu- og kassettusafnið yfir á stafrænt form. Mynd | Hari
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.