Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 Ceniza Baldursdóttir er 65 ára göm- ul, gullfalleg og geislar af orku. Hún vinnur ennþá fullan vinnudag eft- ir 27 ára starf á spítalanum á Ak- ureyri. Hún dansar zúmba tvisvar í viku og fyrir utan það tekur hún virkan þátt í starfi Alþýðustofu á Ak- ureyri og félagsstarfi kaþólikka og sinnir ættingjum sínum og dreymir stundum um tíma til þess að læra á nýju ljósmyndavélina. En árið 1985 hrundi líf hennar og tættist í sundur. Barnsfaðir hennar, lögreglumaður, var skotinn í starfi og Ceniza varð skyndilega einstæð móðir fjögurra barna og yngsta barnið var aðeins tveggja mánaða. „Það var kaos á Filippseyjum,“ segir Ceniza áköf en hún metur öryggið á Islandi mikils. Öðruvísi fátækt Tekjurnar hjá ísverksmiðjunni þar sem Ceniza vann dugðu ekki til þess að halda heimili. „Yngri börn- in fóru í fóstur hjá ættingjum, en ef þú ert ekki ríkur Filippseying- ur þá ertu bláfátækur, og það eru margir. Þess vegna eru fjölskyldu- böndin því mikilvægari þegar lífið skellur á. Fátækt úti er samt ekki eins erfið og hérna á Íslandi. Við þurfum ekki bíl, ekkert rafmagn, við höfum hitann. Þú getur alveg lifað af litlu kaupi, ræktað þína ban- ana, mango og hrísgrjón. Á íslandi færðu kannski borgað um fjögur hundruð þúsund krónur og pen- ingarnir eru horfnir á svipstundu, það þarf að borga af öllu.“ Það eina sem Ceniza tók með sér frá Filipps- eyjum þegar hún flaug til Íslands var mangoávöxtur. Fann ekki Ísland Mágkona Cenizu hafði árið 1978 gifst íslenskum bóndasyni úr Að- aldal og bjó með honum á Akur- eyri. Nína, mágkonan, hvatti hina ungu ekkju til þess að koma til Ís- lands líka. „Þorsteinn byrjaði að skrifa mér 1987 en Nína hafði sagt honum frá mér og Aðalsteinn mað- urinn hennar þýddi bréfin hans úr íslensku yfir á ensku. Við skrifuðu- mst á í sautján mánuði,“ útskýrir Ceniza. „Ég fór í Cityhall og sótti um vegabréf. Hvert ertu að fara? spurði konan, ég er að fara til Iceland. Hvar er það? Hún náði í kort og við gátum ekki fundið það. En það hlaut að vera til fyrst að Nína væri búsett þar,“ segir Ceniza og slær sér á læri og skellihlær. Lambalæri og engin hrísgrjón Ceniza lenti samt á landinu í maí 1989. Nína og Þorsteinn, tilvonandi maður hennar, tóku á móti henni. „Þetta var skrýtið, þetta var einsog að lenda á tunglinu. Það voru engin tré og engin háhýsi. Það fyrsta sem ég fékk að borða var lambalæri, ég hafði aldrei borðað lamb og horfði á manninn minn borða þetta með bestu lyst. Engin hrísgrjón sjáanleg. Ég var svo þreytt eftir flugið, sofn- aði í bílnum norður til Akureyrar, vaknaði í Staðarskála og Nína benti mér á hvíta rönd og sagði að þarna væri hálendið og þetta væri snjór. Og ég hugsaði með mér hvert í lif- andis ósköpum er ég komin?“ Þegar dvalarleyfið var við það að renna út hjá Cenizu og hún á leið úr landi, þá kom upp sú staða að þau Ceniza og Þorsteinn þurftu að ákveða hvort þau ættu að vera saman. „Fram að því hafði ég búið hjá Nínu, ég er kaþólsk og það er ekki í boði að vera saman ógiftur. Að lokum þá giftum við okkur og ég flutti inn til Þorsteins. Tengdafólk- ið mitt var gott við mig og tók mér vel. Ég var hrædd um að því myndi ekki líka vel við mig, svona lítil og svarthærð. En tengdamóðir mín reyndist mér mjög vel og var alltaf einsog amma barnanna minna eft- ir að þau komu til Islands, hún tók á móti þeim eftir skóla og gaf þeim kakó og pönnsur þegar ég var enn- þá í vinnunni.“ Heimþrá og sorg Þorsteinn hafði nýlega keypt fok- helt hús með foreldrum sínum, bændum sem höfðu hætt búskap og bjuggu á eftir hæðinni í fjöl- skylduhúsinu. Þau Ceniza fluttu í kjallarann þar sem þau hafa búið síðan, í 27 ár, en tveir ógiftir bræð- ur Þorsteins búa nú á efri hæðinni eftir að foreldrarnir fóru á vit feðr- anna. „Ég var frekar óhamingjusöm en ég hafði ekki náð mér almenni- lega eftir að hafa misst manninn minn og ég var með mikla heim- þrá,“ segir Ceniza og bætir við að hún hafi byrjað þarna niðri en síðan hafi andleg heilsa hennar bara ver- ið upp á við. „Það er betra að byrja niðri og fara upp en öfugt,“ segir hún með tilheyrandi handarhreyf- ingu og brosir. Íslendingur og Filippseyingur Þau hjónin, Þorsteinn og Cen- iza, eru bæði ólík í útliti og fasi. Á meðan orkan og kátína streymir frá Cenizu þá er Þorsteinn þyngri, stærri og varkárari. „Myrkrið fer ekki vel í Þorstein,“ segir hún. „Ég er alltaf að hvetja hann til þess að hreyfa sig, fara út að labba.“ Hún kallar til hans úr eldhúsinu: „Elskan viltu gera kaffi handa okk- ur?“ Það er eitthvað fallegt á milli þeirra og seinna um daginn þá rifj- ar Þorsteinn upp þessi fyrstu ár í sambandi þeirra. „Ég hefði átt að gera mér grein fyrir ástandinu, ég hefði átt að taka af skarið,“ segir hann eins og ásakandi við sjálfan sig.“ Þorsteinn talar ekki ensku og fyrstu mánuðina voru samskiptin Asía í Eyjafirði Ceniza Baldursdóttir, María Evangeline Bjarnason og Nína Munoz komu alla leið frá Filippseyjum og giftust íslenskum bændasonum. Þær eru á sjötugsaldri og hafa unnið hálfa ævina á Akureyri, vanist veðri og víðáttu og finnst jafnvel lambakjöt ætilegt. Þær eru íslendingum langt um fremri í kátínu og glaðværð og eru hinir mestu hávaðabelgir, segja íslenskir makar þeirra. Ríkisborgararéttur og hamborgarhryggur í gegnum litla orðabók. Ceniza var óhamingjusöm og viðutan og ráð Þorsteins var að keyra um landið og sýna henni náttúruperlurnar. Ceniza segir hann hafa farið með sig á alla þessa fallegu staði, „en ég tók ekki eftir stöðunum vegna þess að ég var með hugann annarsstað- ar.“ En loksins þegar öllum var ljóst að hún saknaði barnanna sinna fór Þorsteinn á bæjarskrifstofuna og sagði þeim að Ceniza ætti börn og þau þyrftu að koma til landsins. Það voru bræðurnir Ævar og Izaar? Þeir komu fljúgandi með frænku sinni til landsins og byrjuðu í Oddeyrar- skóla en eldri börn Cenizu urðu eftir og kláruðu hjúkrunarnám á Filippseyjum. „Þeir voru fyrstu brúnu börnin í Oddeyrarskóla og krakkarnir voru alltaf að koma við þá af forvitni,“ segir Ceniza. Elsti sonur hennar starfar í dag á slysa- deild Landspítalans og dóttir henn- ar er svæfingahjúkrunarfræðingur í London. En synir hennar sem skól- uðust á Íslandi starfa annarsvegar hjá Ikea í Reykjavík og sá yngsti við Háskólann á Akureyri. Ceniza byrjaði um leið og hún fékk atvinnuleyfi að vinna í þvotta- húsi spítalans á Akureyri. „Ég eign- aðist fljótlega vini þar, ég var látin vinna með unglingnum afþví að ég var enskumælandi. Unglingurinn hét Helga og ég hélt að verkstjór- inn væri að segja mér að vinna um helgar þegar ég átti vinna með Helgu,“ rifjar Ceniza upp og hell- ir kaffi í jólabolla og dregur fram myndaalbúm troðfullt af mynd- um af henni og vinnufélögunum í þvottahúsinu við ýmis tækifæri fyr- ir utan vinnuna. Ceniza talar mjög góða íslensku sem hún þakkar því að Þorsteinn og vinnufélagarnir yf- irleitt töluðu litla eða enga ensku og hún var tilneydd til þess að læra málið. Erfiðastar eru beygingarn- ar og svo eru sum orðin svo löng, eins og hamborgarhryggur og rík- isborgararéttur og Ceniza ber þau fram með tilþrifamikilum og löng- um r-hljóðum. Konurnar með völdin Þorsteinn segir að ekkert þýði að vera með mótbárur við eiginkonu sína, hann hafi lært það. Ceniza ræður alltaf að lokum, hún sé vön því eins og konur á Filippseyjum, þær ráða öllu þar, líka fjármálun- um, af því að þær vinna innan og utan heimilisins, en karlarnir eru bara úti að skemmta sér segir hann um kynbræður sína í þessu fjarlæga landi. Það er greinilegt að Ceniza er vön því að fá hlutina til að virka, hún framkvæmir og staldrar stutt við en hún er fíngerð og bakvið ork- una leynist viðkvæmni. Þegar Cen- iza tekur fram að eiginmaður henn- ar sé heiðarlegur og góður maður þá dettur manni í hug að hún líti þannig á að það sé heppni. Ceniza Baldursdóttir og Þorsteinn Baldursson hafa búið saman í 27 ár í kjallaranum hjá tengdafor- eldrum hennar. Myndir | Alda Lóa Ceniza var einstæð móðir fjögurra barna aðeins 35 ára gömul þegar bréf- ið kom frá Íslandi. Jólagjöf gr i l lmeistarans Hamborgarapressa LED ljós á grillið FULLT VERÐ 4.990 3.990 Gerðu þína eigin gæða hamborgara FULLT VERÐ 2.490 1.990 Fjöldi grilla á Jólatilboði Pítsusteinn Nú er hægt að grilla allt árið Grillbúðin Smiðjuvegi 2, Kópavogi - (við hliðina á Bónus) - Sími 554 0400 www.grillbudin.is Opið virka daga kl. 11-18Opið laugardaga kl. 11-16 15” Spaði og skeri fylgja Fyrir grill og ofna 5.990 FULT VERÐ 8.990 Þráðlaus kjöthitamælir Er frá Þýskalandi Niðurfellanleg hliðarborð LED útisería að verðmæti kr. 8.990 fylgir öllum grillum í desember Triton 3ja brennara JÓLATILBOÐ 79.900 VERÐ ÁÐUR 98.900 FULLT VERÐ 7.990 4.990 Stilltu á tegund og steikingu Mælirinn lætur þig vita þegar maturinn er tilbúinn Fyrir grill og ofna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.