Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 54

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 54
matur. 6 | helgin. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2016 Sumir komast ekki í jólagírinn fyrr en fyrsti Nóamolinn læðist inn fyrir varir þeirra, aðrir eru meira fyrir makk- intoss. Svo eru þau til sem fúlsa við slíku borgaralegu góðgæti og fara beint í háklassa belgískt gæðasúkkulaði sem kostar skildinginn en þarf kannski bara örlítinn bita af til þess að seðja súkkulaðiþörfina. Allt er þetta gott og gilt enda súkkulaði- grísinn innra með okkur misfrekur og dyntóttur. En ef þú tilheyrir eng- um þessara hópa eru allar líkur á því að þú viljir gera þitt eigið konfekt. Hér eru súkkulaði- trufflur sem er afar auðvelt að gera og enn auðveldara að sporðrenna með góðum kaffibolla eða rauðvínsglasi. Grunnuppskrift 400 g dökkt súkkulaði, 70% t.d. 400 ml rjómi 3 msk. smjör • Brjótið súkkulaðið í smáa bita og setjið það í rúmgóða skál. • Setjið rjóma og smjör í pott þar til smjörið er alveg bráðið og rjóminn fer að krauma. • Hellið yfir súkkulaðið og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. • Hér má bragðbæta trufflurn- ar, jafnvel skipta súkkulaði- blöndunni í skálar og búa til nokkrar týpur. Hugmyndir að því sem setja má saman við: appelsínu- eða sítrónubörk romm chili kanill piparmynta korn úr vanillustöng engifer kókos kaffi • Kælið í 4-5 tíma áður en þið búið til kúlur og veltið þeim upp úr kakói. • Einnig má hjúpa kúlurnar ann- að hvort með hvítu eða dökku súkkulaði og velta þeim síðan upp út hnetukurli eða möndlu- flögum. Jólamatarmarkaður Búrsins verð- ur um helgina í Hörpu. Margir hafa beðið með óþreyju eftir að geta hamstrað góðgæti fyrir jólin og nú er loks komið að því; fyrst- ir koma fyrstir fá. Meðal þess góðgætis sem verður til sölu er heitreykti makríllinn frá Sól- skeri sem hefur hlotið verðlaun fyrir bragð auk silungs, karfa og léttreykts og herts steinbíts sem er ný vara. Arnheiður á Bjarteyj- arsandi framleiðir hreina hollustu- afurð þar sem borin er virðing fyrir dýrum og lögð áhersla á sjálf- bæra framleiðsluhætti. Lambakjöt- ið frá Arnheiði verður í Hörpu um helgina. Seglbúðahangikjötið verður á sínum stað en hróður þess hef- ur borist víða, jafnvel langt út fyrir landsteinana. Bændurnir á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd við Breiðafjörð láta sig ekki vanta og nýju maltkúlurnar frá Omnom munu vafalítið slá í gegn. Þarna verða vitanlega ostar af öllum sortum, hunang, ristaðar möndl- ur sem gefa jólailminn, náttúru- vín, lerkisveppir og svo ótal margt meira. Enginn sælkeri ætti að missa af þessu - ekki heldur þau sem vilja gleðja sælkerann í lífi sínu á aðventunni enda vilja sumir meina að ætar gjafir séu þær sem hitta beint í hjartastað. Truffluð jól Heimagert konfekt – engu líkt. Sælkerar lyfta sér upp Harpa verður ilmandi og fjölsótt um helgina. Matarmarkaðurinn í Hörpu er ávallt fjölsóttur, ekki síst fyrir jólin. LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! Joe P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA! Sjáumst á JOE & THE JUICE.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.