Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 10.12.2016, Page 54

Fréttatíminn - 10.12.2016, Page 54
matur. 6 | helgin. LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 2016 Sumir komast ekki í jólagírinn fyrr en fyrsti Nóamolinn læðist inn fyrir varir þeirra, aðrir eru meira fyrir makk- intoss. Svo eru þau til sem fúlsa við slíku borgaralegu góðgæti og fara beint í háklassa belgískt gæðasúkkulaði sem kostar skildinginn en þarf kannski bara örlítinn bita af til þess að seðja súkkulaðiþörfina. Allt er þetta gott og gilt enda súkkulaði- grísinn innra með okkur misfrekur og dyntóttur. En ef þú tilheyrir eng- um þessara hópa eru allar líkur á því að þú viljir gera þitt eigið konfekt. Hér eru súkkulaði- trufflur sem er afar auðvelt að gera og enn auðveldara að sporðrenna með góðum kaffibolla eða rauðvínsglasi. Grunnuppskrift 400 g dökkt súkkulaði, 70% t.d. 400 ml rjómi 3 msk. smjör • Brjótið súkkulaðið í smáa bita og setjið það í rúmgóða skál. • Setjið rjóma og smjör í pott þar til smjörið er alveg bráðið og rjóminn fer að krauma. • Hellið yfir súkkulaðið og hrærið þar til súkkulaðið er bráðið. • Hér má bragðbæta trufflurn- ar, jafnvel skipta súkkulaði- blöndunni í skálar og búa til nokkrar týpur. Hugmyndir að því sem setja má saman við: appelsínu- eða sítrónubörk romm chili kanill piparmynta korn úr vanillustöng engifer kókos kaffi • Kælið í 4-5 tíma áður en þið búið til kúlur og veltið þeim upp úr kakói. • Einnig má hjúpa kúlurnar ann- að hvort með hvítu eða dökku súkkulaði og velta þeim síðan upp út hnetukurli eða möndlu- flögum. Jólamatarmarkaður Búrsins verð- ur um helgina í Hörpu. Margir hafa beðið með óþreyju eftir að geta hamstrað góðgæti fyrir jólin og nú er loks komið að því; fyrst- ir koma fyrstir fá. Meðal þess góðgætis sem verður til sölu er heitreykti makríllinn frá Sól- skeri sem hefur hlotið verðlaun fyrir bragð auk silungs, karfa og léttreykts og herts steinbíts sem er ný vara. Arnheiður á Bjarteyj- arsandi framleiðir hreina hollustu- afurð þar sem borin er virðing fyrir dýrum og lögð áhersla á sjálf- bæra framleiðsluhætti. Lambakjöt- ið frá Arnheiði verður í Hörpu um helgina. Seglbúðahangikjötið verður á sínum stað en hróður þess hef- ur borist víða, jafnvel langt út fyrir landsteinana. Bændurnir á Ytri-Fagradal á Skarðsströnd við Breiðafjörð láta sig ekki vanta og nýju maltkúlurnar frá Omnom munu vafalítið slá í gegn. Þarna verða vitanlega ostar af öllum sortum, hunang, ristaðar möndl- ur sem gefa jólailminn, náttúru- vín, lerkisveppir og svo ótal margt meira. Enginn sælkeri ætti að missa af þessu - ekki heldur þau sem vilja gleðja sælkerann í lífi sínu á aðventunni enda vilja sumir meina að ætar gjafir séu þær sem hitta beint í hjartastað. Truffluð jól Heimagert konfekt – engu líkt. Sælkerar lyfta sér upp Harpa verður ilmandi og fjölsótt um helgina. Matarmarkaðurinn í Hörpu er ávallt fjölsóttur, ekki síst fyrir jólin. LAUGAVEGI | SMÁRALIND | KRINGLUNNI | WORLD CLASS LAUGUM | LEIFSSTÖÐ VIÐ HÖFUM OPNAÐ NÝJAN STAÐ Á LAUGAVEGI. KÍKTU VIÐ Í ÓMÓTSTÆÐILEGAN DJÚS, SAMLOKU OG SHAKE. ER LOKSINS MÆTTUR NIÐUR Í BÆ! Joe P.S. VIÐ GERUM FÁRÁNLEGA GOTT KAFFI LÍKA! Sjáumst á JOE & THE JUICE.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.