Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 2
2 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016
Sóley Björk Stefáns-
dóttir er bæjarfulltrúi
VG á Akureyri.
S T Y R K T A R F É L A G L A M A Ð R A O G F A T L A Ð R A
S Ý N
Í ÞÁGU FATLAÐRA BARNA OG UNGMENNA
Sölutímabil 2. – 16. desember
Man ekki annað eins skilningsleysi
Sigþrúður Guðmundsdóttir segir dóm
héraðsdóms hafa slegið sig algerlega
út af laginu.
Kynferðisbrot „Þessi dómur er
furðulegur í meira lagi,“ segir
Sigþrúður Guðmundsdóttir fram-
kvæmdastýra Kvennaathvarfsins
en Hæstiréttur ógilti í gær tveggja
og hálfs árs fangelsisdóm yfir
karlmanni sem Héraðsdómur
Reykjavíkur sakfelldi fyrr á árinu
fyrir heimilisofbeldi og nauðgun.
Maðurinn var í héraði, sakfelldur
fyrir nauðgun með því að þvinga
konuna til munnmaka en sýknað
ur af því að hafa nauðgað konunni
í endaþarm nokkrum augnablikum
síðar. Dómurinn taldi að maðurinn
hefði staðið í þeirri trú að konan
væri samþykk endaþarmsmökun
um. „Þetta sló mig algerlega út af
laginu,“ segir Sigþrúður. „Dettur
einhverjum í hug að kona sem hef
ur verið þvinguð til munnmaka,
samþykki endaþarmsmök augna
bliki siðar. Ég man ekki eftir að
hafa rekist á annað eins skilnings
leysi í einum dómi áður. Ekki vegna
þess að sýknudómar hafi ekki oft
gengið fram að mér, heldur vegna
þess, að í þessu tilfelli er maðurinn
þrátt fyrir allt sakfelldur fyrir einn
hluta ákærunnar, þrátt fyrir svona
furðulegt skilningsleysi á valdaó
jafnvæginu milli þessara einstak
linga.“ | þká
Velferðarmál Ellilífeyrisþegar á
Akureyri borga 13 þúsund krónum
meira fyrir heimsendan mat en
eldri borgar í Reykjavík, verði
hækkun samþykkt.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Þetta eru ekki endilega mikl
ar hækkanir, en þær skipta miklu
máli fyrir marga,“ segir Sóley Björk
Stefánsdóttir, bæjarfulltrúi Vinstri
grænna á Akureyri, en hún gerði
athugasemdir, á fundi bæjarráðs á
fimmtudaginn, við verðhækkun á
heimsendum mat til eldri borgara.
Verðið á matnum hækkar um 170
krónur ef gjaldskráin verður sam
þykkt á fundi bæjarstjórnar. Það
þýðir að hver heimsendur matar
Eldri borgarar á Akureyri þurfa að greiða meira fyrir heimsendan mat en aðrir,
verði hækkunin samþykkt. Mynd | Hari
Heimsendur matur eftir
bæjarfélögum
Kópavogur
1.360 kr.
Akureyri
1.320 kr.*
Akranes
1.152 kr.
Reykjavík
880 kr.
*Athugið að ekki er búið að samþykkja
hækkunina á fundi bæjarstjórnar
Akureyrar.
Aldraðir á Akureyri
borga 13.000 krónum
meira fyrir matinn
skammtur mun kosta eldri borgara
1.320 krónur, en til samanburðar
þá kostar sambærileg heimsending
880 krónur í Reykjavík. Kópavogur
er þó með dýrari matarbakka, hann
kostar 1.360 krónur.
Sóley Björk bendir einnig á að
gjaldið hafi verið hækkað á síðasta
ári um 75 krónur, því hefur matur til
eldri borgara hækkað um 245 krón
ur á þessum tveimur árum. Hún seg
ir hækkunina í fyrra hafa verið um
fram almennar verðlagshækkanir.
Þetta þýðir að eldri borgari í fullu
fæði þarf að greiða 7.500 krónum
meira á mánuði fyrir matinn, sé litið
til hækkunar síðustu tveggja ára.
Heildarkostnaður vegna matarins
yrði þá tæplega 40 þúsund krónur
á mánuði á meðan eldri borgarar í
Reykjavík greiða 13 þúsund krónum
minna fyrir sambærilega þjónustu.
„Það var enginn sem gat komið
með rök fyrir þessari hækkun,“ seg
ir Sóley en bæjarráð samþykkti að
leita eftir skýringum á hækkuninni
og leita leiða til þess að takmarka
hækkanir sem snúa að hækkunum
á verði þjónustu til eldri borgara.
Sóley Björk segir mikilvægt að
hækkanir á mat séu mjög hóflegar,
og bendir á að málþing hafi verið
haldið í byrjun nóvember þar sem
rætt var um vannæringu eldri borg
ara. Hún segir aukinn kostnað ekki
hjálpa til hvað það varðar, sérstak
lega í ljósi þess að fjölmargir eldri
borgarar hafa ekki orku eða þrek til
þess að elda fyrir sig á hverjum degi.
Hún bendir á að ekki sé búið að sam
þykkja hækkunina, „og ég á von á
því að þessu verði breytt,“ segir hún.
Haukur Haraldsson, formaður
Félags eldri borgara á Akureyri,
segir að hækkunin hafi ekki verið
kynnt fyrir félaginu, þó félagsmenn
hafi heyrt af fyrirhugaðri hækkun.
„Ef þetta er tilfellið, þá þætti okk
ur það miður og auðvitað óskum við
eftir skýringum á því,“ segir hann.
Efnahagsmál „Þetta er eitt af
hættumerkjunum í íslensku efna-
hagslífi,“ segir Bjarni Benedikts-
son fjármálaráðherra. Fólk innan
Samtaka ferðaþjónustunnar
óttast annað hrun ef ekkert verð-
ur að gert, vegna sterkrar krónu
en einstakir gjaldmiðlar, svo sem
breska pundið, hafa lækkað um
30 prósent gagnvart krónu en
Bretar eru einna fjölmennastir í
hópi ferðamanna á Íslandi.
„Ég ætla ekki að spá öðru hruni en
það er alveg ljóst að fyrirtæki sem
byggja rekstur sinn á útflutningi
finna fyrir því þegar gengið styrk
ist jafn mikið og það hefur gert síð
astliðin tvö ár,“ segir Bjarni Bene
diktsson.
Bjarni segir mikilvægt að fara
yfir peningastefnuna með hlið
sjón af því hversu stór ferðaþjón
ustan sé orðin í samfélaginu og
þeim breytingum sem hafi orðið
í samfélaginu jafnhliða því. „Við
þurfum að spyrja hvort það sé
nauðsynlegt að fylgja svona stífu
verðbólgumarkmiði, það er brýnt
að meta árangurinn af núverandi
peningastefnu.“
Morgunblaðið vitnar til þess
í gær að Seðlabankinn og vaxta
stefna hans hafi verið harðlega
gagnrýndur á fundi hjá Samtök
um ferðaþjónustunnar í vikunni,
Seðlabankinn tjáir sig ekki um
vaxtastefnuna þar sem vaxta
ákvörðun verður kynnt í næstu
viku.
Bjarni Benediktsson: Ætla ekki að spá öðru hruni
Brýnt að meta
árangurinn af
núverandi peninga-
stefnu. Mynd | Hari
Dómsmál Lögmaður mótmæl-
anda í Gálgahrauni segir að niður-
staða Hæstaréttar Íslands galopni
heimildir lögreglu til að handtaka
friðsama mótmælendur.
Valur Grettisson
valur@frettatiminn.is
„Það er ekki spurning, Hæstiréttur
er með þessum dómum að galopna
heimildir lögreglu til að handtaka
friðsama náttúruverndarsinna
hvar og hvenær sem þeim sýnist,
gegni þeir ekki tafarlaust fyrirmæl
um lögreglunnar. Dómurinn styðst
við mat lögreglunnar á aðstæðum á
vettvangi og nauðsyn á handtökum
í stað þess að leggja eigið mat á mál
ið,“ segir Skúli Bjarnason, hæsta
réttarlögmaður, sem flutti mál níu
einstaklinga gegn íslenska ríkinu
vegna handtöku þegar þeir voru að
mótmæla í Gálgahrauni árið 2013.
Dómur Hæstaréttar staðfesti úr
skurði Héraðsdóms Reykjavíkur
gegn níumenningunum sem kröfð
ust skaðabóta vegna þess að þau
voru handtekin við mótmælin og
færð í fangaklefa fyrir að hlýða ekki
fyrirmælum lögreglu. Hæstiréttur
Íslands tekur undir þau sjónarmið,
og segir að í ljósi þess að þau hlýddu
ekki fyrirmælum lögreglu, hafi ver
ið heimilt að handtaka þau og færa
á lögreglustöð.
„Umbjóðendur mínir munu að
sjálfsögðu skoða það af fullri alvöru
að kæra þessa dóma til Mann
réttindadómstóls Evrópu,“ bætir
Skúli við.
Skúli segir það áhyggjuefni ef
lögreglan þarf ekki að gæta með
alhófs í slíkum aðstæðum eins og
í mótmælunum í Gálgahrauni, og
hljóti það almennt að fæla nátt
úruverndarsinna og aðra ábyrga
einstaklinga frá því að taka þátt í
aðgerðum af þessu tagi.
Skúli Bjarnason segir dóminn gefa lögreglu fullmikið vald
til þess að handtaka mótmælendur. Mynd | Hari
Galopnar heimildir
til að handtaka
mótmælendur