Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 10

Fréttatíminn - 10.12.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 10.desember 2016 „Þegar ég kom til Akureyrar árið 1978 vorum við aðeins þrjár kon- ur með brúnan hörundslit á Akur- eyri.“ segir Nína. „Það var horft á okkur, en allt í lagi.“ Nína er ljós- móðir og hefur starfað á sjúkra- húsinu á Akureyri til margra ára og tekið á móti þúsund nýfædd- um íslenskum börnum. Nína og Aðalsteinn hafa líka haft óbeina milligöngu um nokkur hjónabönd milli íslenskra karla og filippeyskra kvenna í gegnum árin. En Nína vill sem minnst gera úr því og seg- ir að hún hafi á endandum ekki kært sig um að vera áhrifavaldur í fleiri hjónaböndum og sagt stopp í þeim málaflokki. Nína átti 11 systk- ini og átta eru á lífi, segir hún og telur upp nöfn þeirra á fingrum sér. „Ein systir mín vinnur á Landspít- alanum og önnur á Eir, þriðja hjá Matfugli í Mosfellsbæ og tvær eru hjúkrunarfræðingar í Noregi. Systir mín sem vinnur á Eir, fór í læknis- fræði á Filippseyjum en hún varð ólétt þegar hún átti tvö ár eftir og hætti í námi. Við fórum öll systkin- in í háskóla og þau elstu hjálpuðu til og unnu í fjölskyldufyrirtækinu svo að við hin kæmumst í skóla,“ seg- ir Nína. Systkini hennar eru dreifð um allar jarðir í dag og starfa flest í hjúkrunargeiranum í Noregi, Sví- þjóð, Ástralíu, Bandaríkjunum og á Íslandi. Senda peninga heim Nína starfaði sem ljósmóðir á Fil- ippseyjum áður en hún flutti til Ís- lands og segir að þar þurfi konan að borga fyrir spítalavistina þegar hún fæðir. Ef konan, hin tilvonandi móðir, á ekki peninga þá þarf ljós- móðirin að gangast í ábyrgð. „Ef ég gat til dæmis ekki lagt út fyr- ir fæðingu einhverrar móður þá gerðu foreldrarnir mínir það,“ seg- ir Nína. „Það var svo mikil fátækt á Filippseyjum en núna er skárra. En þeir sem læra eitthvað fara til útlanda að vinna og senda peninga heim.“ Gamall ameríkana Nína segir allt í kringum hjúskap og sambúð vera strangara á Fil- ippseyjum en á Íslandi. Fólk býr oft enn heima hjá foreldrum sín- um þrátt fyrir að vera komið yfir fertugt ef það er ógift. Hér er þetta miklu frjálsara, ungt fólk flytur að heiman átján ára. „Tengdapabbi var bóndi með kókoshnetur,“ segir Að- alsteinn, „eins og pabbi var bóndi í Aðaldal.“ Kókoshnetubændunum, foreldrum Nínu, leist ekkert á Að- alstein í fyrstu. Þeim fannst hann vera einsog gamall „ameríkana„ á ljósmyndinni sem hún sýndi þeim, en hvítir túristar eru gjarnan kall- aðir „amerikana“ á Filippseyjum. „Mamma sagði blátt nei, en pabbi talaði lengi við Aðalstein og féllst á að ég flytti með honum til Íslands. Ég var fyrsta barn foreldra minna sem giftist. Ég ákvað að prófa, kannski væri gott að vinna þarna og ég gæti sent peninga heim. Það var tekin hópmynd og allir svo „sad“, svo leiðir á myndinni.“ En ári seinna þegar systir Nínu giftist til Íslands var aftur tekin hópmynd og þá voru allir kátir og brosandi út að eyrum. Þetta var brúðkaupsferð Aðalsteinn segir ferðina til Filipps- eyja hafa verið brúðkaupsferð, allavega hans. Hann þýddi öll sín gögn og skilríki af því að tilgangur ferðarinnar var að biðja um hönd Nínu. Hann hafði fundið nafn Nínu í norsku blaði yfir pennavini og þau skrifuðust á í eitt og hálft ár áður en hann fór til Filippseyja. „Ég þurfti að hafa allt sendiráðið með mér í töskunni. Löggilda pappíra, vott- orð um að ég væri ekki kvæntur.“ Þau Nína eiga í dag saman tvær dætur. Sú eldri býr í Gautaborg, skurðhjúkrunarfræðingur og yngri dóttirin býr á Akureyri, báðar giftar íslenskum mönnum. Eru Filippseyjar hjá Grænlandi? „Fólkið í vinnunni vissi ekki hvar Filippseyjar væru og héldu að það væri nálægt Grænlandi“ segir Nína og brosir mildilega. Langafi Nínu kemur frá Spáni en Filippseyjar voru í 300 ár undir Spánverjum sem nefndu eyjarnar eftir einum af þessum konungum sem heita gjarn- an Filippus. Á þessum tíma var mikilvæg verslunarleið frá Mexíco til Asíu, chili, ananas og kakó var meðal annars flutt yfir hafið frá Perú og Mexíko til Maníla, höfuð- borgar Filippseyja, og kristniboð- ar gengu á land og skírðu fólk til kristni. Filippseyjar eru enda eina Asíuríkið þar sem yfirgnæfandi meirihluti íbúa hefur tekið kaþ- ólska trú. Bandaríkjamenn fengu eyjarnar eftir blóðugt stríð við Spánverja í lok 19. aldar og réðu þar ríkjum allt að seinni heimstyrjöldinni. Banda- ríkjamenn hafa meira og minna haldið góðum tengslum við stjórn- völd á Filippseyjum alla tíð. Hin góða enskukunnátta Filippseyinga er afleiðing þessara tengsla. Rodrigo Duterte tók við forsetaembættinu á Filippseyjum á þessu ári. Hann hef- ur bæði vakið ugg og aðdáun hjá eyjaskeggjum. Hann skar upp herör gegn fíkniefnaheiminum og hefur þegar drepið mörg þúsund manns og hvetur íbúa Filippseyja til þess að drepa eiturlyfjasjúklinga sem verða á vegi þeirra. Hann breytti neyðarsímanúmerinu úr 117 í 911 og hann var fyrstur til þess að óska Donald Trump til hamingju með sigurinn í kosningunum. „Rodrigo er sama týpa og Andrés,“ segir Að- alsteinn. Kolrugluð tilfinning Nína og Aðalsteinn eru á leiðinni til Filippseyja um þessar mund- ir ásamt dóttur vinnufélaga Nínu sem slæst í för með þeim og í þetta sinn ætla þau að dvelja í tvo mánuði í fjölskylduhúsi Nínu. Þangað koma líka systkini Nínu úr hinum heims- hornunum reglulega og njóta heimahaganna. „Það er gott að vera ellilífeyrisþegi á Fillipseyjum,“ segja Aðalsteinn og Nína en þau gætu aldrei flutt þangað af því að þá myndu þau missa lífeyrinn hér. „Við förum helst ekki til Maníla, þar er allt of mikið af fólki. Það er best að fljúga í gegnum Singapúr og beint til Cebu.“ Nína segir að „family plan- ing“ sé erfið út af hinni kaþólsku menningu og eyjaskeggjar séu orðnir 100 milljónir talsins í dag. „Það eru helst þeir sem mennta sig sem bíða með barneignir. Það er einnig mikið eiturlyfjavandamál á Filippseyjum. Kannski skárra eft- ir að Duterte tók við, ég vona það bara,“ segir Nina efins. Nína segist alltaf sakna Filippseyja, „alveg kol- rugluð tilfinning, af því að þegar ég er þar þá sakna ég Íslands,“ segir Nína og hristir hausinn yfir þessari kolrugluðu tilfinningu. Nína Munoz er ljósmóðir og ein af fyrstu filippísku konunum sem giftist til Akureyrar. Ljósmóðirin Nína og Aðalsteinn Nína Munoz og Þor- steinn kynntust árið 1978. Í dag telst þeim að filippísk-íslenska samfélagið telji um 120 einstaklinga á Akureyri og nágrenni. Jólakaupauki Ofnhanski að andvirði 2.490 kr. fylgir með hverri seldri Skautbúningasvuntu. 5.990 kr Ein stærð með stillanlegum böndum LAUGAVEGI 176 | GLERÁRTORGI | KRINGLAN | LINDESIGN.IS SKAUTBÚNINGASVUNTAN SVUNTAN KEMUR Í FALLEGU SNYRTIVESKI Björgunarðagerðir á Miðjarðarhafi Fyrirlestur í húsi Rauða krossins, Efstaleiti 9, fimmtudaginn 15. desember kl. 8.30–9.30. Þórir Guðmundsson segir frá björgunaraðgerðum Rauða krossins á Miðjarðarhafi. Hann og Jóhanna Jónsdóttir hjúkrunarfræðingur voru í áhöfn björgunarskipsins Responder, sem kom að björgun 1.107 flóttamanna á sjóleiðinni frá Líbíu til Ítalíu. HV ÍT A H Ú S IÐ / S ÍA – 1 6– 35 85 Allir velkomnir Skráning á raudikrossinn.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.