Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 36

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 36
Mál Baldurs Guðlaugssonar Sala Baldurs Guðlaugssonar, ráðu- neytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, á hlutabréfum sínum í Landsbanka Íslands var eitt fyrsta stóra málið sem embætti sérstaks saksóknara rann- sakaði og ákærði í í kjölfar hrunsins árið 2008. Baldur var svo dæmdur fyrir innherjasvik vegna þeirra upp- lýsinga um stöðu bankakerfisins á Íslandi. Hann reyndi að fara með mál sitt fyrir Mannréttindadómstól Evrópu en án árangurs. Baldur af- plánaði sinn dóm og hefur starf- að sem ráðgjafi hjá Lögmanns- stofunni Lex síðan auk þess sem hann hefur setið í stjórnum ým- issa fyrirtækja. Mál Baldurs var sögulegt vegna þess að um var að ræða háttsettan embættis- mann sem hlaut dóm fyr- ir brot í starfi en í kjöl- far dómsins yfir honum var Geir H. Haarde for- sætisráðherra einnig dæmdur. Mál Gunnars Andersen Í maí 2014 var Gunnar Andersen, fyrrverandi forstjóri Fjármála- eftirlitsins, dæmdur í skilorðsbund- ið fangelsi í tólf mánuði fyrir að miðla upplýsingum um fjárhagsmálefni Guðlaugs Þórs Þórðarsonar þing- manns til fjölmiðla. Gunnar hafði sætt harðri gagnrýni vegna starfa sinna og umsýslu með aflandsfélög Landsbanka Íslands um síðustu alda- mót og var meðal annars fjallað um málefni hans í Kastljósþætti. Guð- laugur Þórðarson hafði verið gagn- rýninn á aðkomu Gunnars að málinu og voru uppi sögusagnir um að hann hefði miðlað gögnum um aflandsvið- skipti hans til fjölmiðla. Mál Gunnars hafði ekki frekari eftirmál en um var að ræða fyrsta skiptið sem forstjóri Fjármálaeftrlitsins á Íslandi hefur verið ákærður og dæmdur fyrir brot í starfi. Aðkoma Guðlaugs Þórs að mál- inu var hins vegar aldrei könnuð eða skýrð til fulls en ekki er mörg dæmi um það að þingmaður sé vændur um að grafa undan forstjóra eft- irlitsstofnun- ar hjá ríkinu. Arðgreiðslumál tryggingafélaganna Sum skandalmál ná aldrei að verða að veruleika vegna þeirra við- bragða sem þau vekja. Þetta átti til dæmis við um ætlaðar arðgreiðsl- ur tryggingafélaganna VÍS og Sjó- vá í mars á þessu ári. VÍS ætlaði til dæmis, eitt og sér, að greiða út fimm milljarða arð til hluthafa. Reiði- og óánægjualda greip um sig í samfélaginu vegna arðgreiðslnanna sem leiddi meðal annars til þess að Jóhanna Sigurðardóttur, fyrrverandi forsætisráð- herra, sagði að trygginga- félögin misbyðu fólki og að þau ættu að „skamm- ast sín“. Einstaklingar og fyrirtæki hótuðu að hætta viðskiptum við tryggingafélögin og Fé- lag íslenskra bifreiða- eigenda brást ókvæða við. Stjórn VÍS lækkaði svo arðgreiðsluna úr 5 millj- örðum og niður í tvo og arðgreiðsla Sjóvár var lækkuð úr 3.1 milljarði króna og niður í rúmlega 650. Viðbrögðin við arð- greiðslunum háu létu stjórn- ir þeirra skipta um skoðun. Bónusgreiðslur Straums Tæpu ári eftir hrunið, í ágúst árið 2009, vöktu áætlaðar bónusgreiðsl- ur þrotabús fjárfestingarbank- ans Straums, sem Björgólfur Thor Björgólfsson átti fyrir hrun, mikla hneykslan í íslensku samfélagi. Til stóð að starfsmenn Straums fengju á milli 3 og 10 milljarða króna greidda fyrir umsýslu með eignir hins gjald- þrota banka. Formaður LSR, Eirík- ur Jónsson, sagði um fréttina að hún væri eins og „blaut tuska“ framan í þjóðina og Álfheiður Ingadóttir kall- aði tíðindin „lygasögu“. Viðbrögð- in leiddu til þess að Straumur hætti við greiðslurnar og þáverandi for- stjóri fyrirtækisins, Óttar Pálsson, baðst afsökunar. Vorið 2015 kom hins vegar í ljós að bónusarnir yrðu greiddir út, samtals 3.4 milljarðar króna, og að upphæðin myndi skipt- ast á milli 20 og 30 starfsmanna þar sema nokkrir lykilstarfsmenn fengju langmest af þessari köku. Í ljós kom að þessi bónusgreiðsla hafði verið ákveðin árið 2011, eftir að Straumur skipti um nafn og var kallaður ALMC og var eignaumsýslufélag utan um eignir Straums og því var tæknilega séð ekki um sama aðila að ræða. Viðbrögðin við þessari frétt árið 2015 urðu allt önnur og minni en árið 2009, rétt eft- ir hrunið mikla, enda hafði andrúmsloftið í samfélaginu ger- breyst. Sigrún Ragna Ólafsdóttir, þáverandi forstjóri VÍS. Óttar Pálsson. Baldur Guðlaugsson. Gunnar Andersen. Tim Bryan @timbryanofficial Daniel Wellington WD D A N I E LW E L L I N G T O N . C O M I N S TA G R A M . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N FA C E B O O K . C O M / D A N I E LW E L L I N G T O N O F F I C I A L T W I T T E R . C O M / I T I S D W P I N T E R E S T. C O M / I T I S D W 280cm 98cm 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega 20% afsláttur af öllum vörum til 17. júní Túnika kr. 3000 Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 1 - Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í ittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega Bláu húsin Faxafeni · S. 588 4499 ∙ Opið mán.- fös. 12-18 ∙ laug. 11-16 Frábær verð, smart vörur, góð þjónusta Loksins komnar aftur *leggings háar í mittinu kr. 5500. Tökum upp nýjar vörur daglega most.c_tiskaost.tiskufataverslu KLJÓLL ÁÐUR KR 9900 NÚNA KR 6930 MARGAR STÆRÐIR AF KJÓLUM FRÁ 36 TIL 58 GORDJOSS KÁPA ÁÐUR KR. 16900 NÚNA KR. 11830 VESKI SKART KÁPUR SKÓR 30% afsláttur af öllum vörum fram að jólum Gerið verðsamanburð 36 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.