Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 48
48 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Sagnfræðibækurnar
Hin virtu verðlaun, National Book
Award, fyrir nonfiction fóru til
Ibram X. Kendi en hann skrif-
aði bók um
sögu rasisma
í Ameríku.
Ágætis bók
en þegar ég
las hana var
ég nýbúinn
að lesa White
Trash eftir
Nancy Icen-
berg, sem var
líka ágæt, og
hafði auðvit-
að lesið Between the World and
Me eftir Ta-Nehisi Coates sem
vann verðlaunin í fyrra. Sú bók
er persónuleg og skrifuð í formi
bréfs til 15 ára sonar Ta-Nehisi.
Umfjöllunarefnið er hvernig það
er að vera svartur í Ameríku.
Maður þarf nú ekki annað en
að lesa The New Jim Crow eftir
Michelle Alexander til að skilja
hvernig þessi skálmöld gegn
svörtu fólki fer fram vestra. En
ég var ekkert sérstaklega hrifinn
af verðlaunabókum National
Book Award í ár og heldur ekki
í fyrra en mæli hinsvegar með
sjálfsævisögu Ta-Nehisi, The
Beutiful Struggle. Það er frábær
ævisaga sem segir frá uppvexti
Ta-Nehisi í Baltimore og sam-
band hans við föður sinn sem var
í þeim alræmdu samtökum Black
Panther.
Besti blaðamaðurinn
– besti rithöfundurinn
Uppáhalds blaðamaðurinn/rit-
höfundurinn minn, Jon Ronson,
gaf út tvö verk í ár. Annað var
svona best-off greinasafn sem
ég mæli að sjálfsögðu með: Lost
at Sea heitir það en svo gaf Jon
Ronson út litla nóvellu, ef það má
kalla non-fiction bók nóvellu, um
Donald Trump. Bókin heitir The
Elephant in the Room og er öllu
heldur um samskipti Jon Ronson
við Alex Jones en þau okkar sem
eru miklir Jon Ronson aðdáend-
ur þekkja Alex Jones úr bókinni
Them, fyrstu bók Jon Ronson.
Alex Jones rekur fréttavef sem
heitir www.infowars.com og þar
eru allar frásagnir óhugnanlegar.
Fyrirferðarmikið er hatur gegn
konum, svörtum og múslimum.
Ég get eiginlega ekki útskýrt hver
þessi Alex Jo-
nes er nema
segja það
hreint út að
maðurinn er
fæðingarhálf-
viti. En þessi
litla nóvella
Jon Ronson
fjallar um
það að þessi
vitleysing-
ur sé einn af
nánustu ráð-
gjöfum Donald Trump. Nóvellan
kom út áður en Trump var kosinn
og það er hrollvekjandi að lesa
hana núna að afstöðnum kosning-
um og úrslitum þar. Jesús minn.
Bestu ævisögurnar
Bestu ævisögurnar sem ég las í ár
voru Porcelain eftir Moby og An
Abbreviated Life eftir blaðakon-
una Ariel S. Leve. Nú hef ég aldrei
hlustað á
þennan
Moby og
reyndi það
á Spotify
þegar ég
var að lesa
bókina. Af
því að bók-
in var svo
góð. En ég
tengdi ekk-
ert við tón-
listina og
hélt bara áfram að lesa.
Moby var alinn upp við sára
fátækt og gekk í einhvern svona
sértrúarsöfnuð á borð við gamla
Krossinn þegar hann var ungling-
ur. Og svo var hann að dídjeija og
á endanum að drekka og dópa.
Sem er auðvitað ekkert merki-
legt þegar popparar eru annars
vegar en það sem er athyglisvert
fyrir ættfræðióðan Íslending
er að þetta barna-barna-barna-
-barn Herman Melville getur svo
sannarlega skrifað undurfagran
texta. Þetta er ljóðræn og falleg
og einlæg ævisaga. Engin helvítis
skáldævisaga!
An Abbreviated Live er flóknari
bók. Eða, hún Ariel S. Leve býr
við flóknara tilfinningalíf. Þessi
ævisaga snýst um samband Ariel
við móður sína sem er frægt ljóð-
skáld og goðsögn í skáldalífi New
York borgar. En hún er líka súrr-
andi geðveik eða með alvarlega
persónuleikaröskun. Ég uppgöt-
vaði þessa bók þegar ég las viðtal
við þær mæðgur sem Jon Ronson
tók og birti í Guardian. Þær talast
reyndar ekki við því Ariel hef-
ur ákveðið að frelsa sig frá allri
geðveikinni. Ég var persónulega
djúpt snortinn af þessari bók.
Nóbelinn
Í fyrra var
gaman að
fá fréttir af
Nóbelnum,
ólíkt því
sem var
raunin í ár.
2015 fékk
Svetlana
Alexievich
verðlaun-
in og ég
hef garfað
í henni.
Enn er
verið að þýða og gefa bækurnar
hennar út því áður en hún fékk
verðlaunin var hún svo gott sem
óþekkt hér á Vesturlöndum. Ef
þú hefur ekki lesið Voices from
Chernobyl verðurðu að drífa þig í
Eymundson eða á Amazon. Þessi
bók er stórvirki. Ein áhrifamesta
bók sem ég hef lesið.
Í gegnum viðtöl við fólk tekst
Svetlönu að segja sögu þessa
hræðilega slyss. Og ég er enn að
lesa bækur eftir hana. Amazon
segir mér að Second-Hand Time
komi 23. desember. Í ár las ég
líka Zinky Boysen, mér finnst það
sísta bók Svetlönu. Hún fjallar
um stríðið í Afganistan frá sjón-
arhorni Rússa.
Ég var duglegur að lesa stríðs-
bækur í ár, eins og áður sagði.
Tribe, eftir Sebastian Junger, var
áhugaverð bók sem kom út í ár.
Hún fjallar um það hvernig tekið
er á móti hermönnum úr í nú-
tímasamfélaginu. Sebastian ber
það saman við hvernig indíánar
tóku á móti sínum stríðsmönnum.
Þetta efni er sérstaklega áhuga-
vert hvað mig varðar því ég fer
reglulega til London að heim-
sækja bróðir minn, sérsveitarher-
manninn fyrrverandi, sem er
þar í fangelsi. Fékk átta ára dóm
fyrir þremur árum rúmlega og er
feginn, segir hann, því í fangels-
inu getur hann fengið að aðlagast
borgaralegu lífi aftur eftir að hafa
barist í Írak og Afganistan í öll
þessi ár.
Heima í fásinninu
En, af hverju er ég nú að rekja
þetta? Jú, því hér heima skrifum
við skáldævisögur. Ekki ævisögur
eða endurminningar; nonfiction.
Ekki er gert ráð fyrir slíkum bók-
um í kategóríum hinna Íslensku
bókmenntaverðlauna. Slík verk
falla milli stafs og hurðar; bækur
Vigdísar og Steinunnar.
Íslenskir rithöfundar tóku
þessu hugtaki fagnandi og það
hefur lifað góðu lífi allt frá því að
þeir Jóhann Páll og Guðbergur
fundu það upp. Sennilega hefðu
þeir félagar varla getað ímynd-
að sér þá hversu snjallt þetta
hugtak er – og eru þó hvorugur
þjakaður af minnimáttarkennd.
Skáldævisagan hentar nefnilega
alveg svona prýðilega hvernig
sem á það er litið. Þjóðaríþrótt
Íslendinga, þessi sem gengur út
á að finna raunverulegar mann-
eskjur í persónum skáldsagna,
henni er ekki raskað. Og rithöf-
undar ná að halda sér og sínum
skrifum rækilega aðgreindum frá
skrifum blaðamanna, sem eru
auðvitað ekki eins merkilegir og
þeir. Með skáldævisögunni telja
rithöfundar sig geta átt sterkari
rödd um samtímaleg málefni en
með skáldsögunni en samt þannig
að þeir þurfa ekki að bera ábyrgð
á orðum sínum. Það þarf ekkert
endilega að standast þetta sem
þeir segja. Ef einhver er ósáttur
er alltaf hægt að vísa til þess að
þetta er SKÁLDævisaga.
En, úti í hinum stóra heimi er
nonfiction the new fiction.
STÓRVERSLUN
SMÁRATORGI
VERÐDÆMI
DÖMU & HERRAFÖT
bolir 1.990,-
skyrtur 5.990,-
buxur 8.990,-
regnbuxur 2.990,-
softshellbuxur 8.990,-
fóðraðar buxur 6.990,-
snjóbuxur 9.990,-
flíspeysur 3.990,-
softshelljakkar 7.990,-
jakkar 5.990,-
warmloft jakkar 7.990,-
úlpur 14.990,-
fóðraðar kápur 13.990,-
BARNAFÖT
flíspeysur 3.490,-
softshelljakkar 6.990,-
softshellbuxur 6.990,-
snjóbuxur 9.990,-
fóðraðar buxur 6.990,-
regnbuxur 2.990,-
úlpur 9.990,-
fóðraðar kápur 9.990,-
Laugard. 17. des. 11-18
Sunnud. 18. des. 12-18
Mánud. 19. des. 11-18
Þriðjud. 20. des. 11-18
Miðvikud. 21. des. 11-20
Fimmtud. 22. des. 11-20
Þorláksmessa 11-22
Aðfangadagur 11-13
Opnunartími
til jóla
Jólatilboð
Sængur og koddar
Allt að 30% afsláttur
Með skáldævisögunni
telja rithöfundar sig geta
átt sterkari rödd um sam-
tímaleg málefni en með
skáldsögunni en samt
þannig að þeir þurfa ekki
að bera ábyrgð á orðum
sínum. Það þarf ekkert
endilega að standast þetta
sem þeir segja. Ef einhver
er ósáttur er alltaf hægt
að vísa til þess að þetta er
SKÁLDævisaga.