Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Hrakningar
á jólum
Fullkomin jól eru ekki endilega það
sem gerir jólin ógleymanleg. Oft er það
einmitt þegar smáatriðin fara úrskeiðis
að hátíðirnar verða skemmtilegar.
Erla Sigurlaug Sigurðardóttir
ritstjorn@frettatiminn.is
„Þetta er sagan sem er sögð hver
einustu jól heima hjá okkur. Ég var
nú bara nokkurra daga gamall þá
en hef heyrt hana ansi oft og það
er alltaf mikið hlegið,“ segir Guðni
Sigurðsson sem fæddist þann 20.
desember 1982 og man því sjálfur
ekki beint eftir málsatvikum.
Guðni var þriðja barn foreldra
sinna og á meðan mamma hans
var á fæðingardeildinni, með
hann nýfæddan, sá pabbi hans
um tvo eldri bræður hans, þá 3
og 10 ára, og sá um að undirbúa
jólin. „Mamma kom ekki heim af
fæðingardeildinni fyrr en á að-
fangadag. Pabbi var þarna skilinn
eftir einn með öll jólin á sínum
herðum. Við vorum nýflutt og það
var allt enn í kössum og út um allt.
Pabbi hafði þarna þrjá daga til að
klára flutningana, kaupa jólagjaf-
ir, skreyta, græja jólamatinn og
redda þessu öllu. Hann keypti
jólagjafirnar á hálftíma og þær
voru frekar handahófskenndar.
Föðurafi minn, sem var virðuleg-
ur karl sem gekk ávallt í jakka-
fötum með hatt, fékk til dæm-
is svartan háskólabol – og allt í
þessum dúr. Hann sást aldrei í
bolnum. Jólatréð fékk pabbi hjá
Sölunefnd varnarliðseigna sem
seldi notað dót frá Kananum.
Það var víst hrikalegt, svo hrika-
legt að mamma og pabbi hafa oft
talað um að þau sjái eftir að hafa
hent því! Mamma lýsir því sem
risastórum pípuhreinsi með vír
og hárum, einhvers konar skakkt
prik með grænum flöskuburstum
sem stóðu út úr, virkilega ljótt. En
pabbi hengdi jólakúlurnar á það.
Svo sat mamma og sagði pabba
til þegar hann var að elda ham-
borgarhrygginn og það heppn-
aðist, svona næstum því , hann
brann víst bara smávegis.
Pabbi var samt bara nokk-
uð stoltur af því að hafa náð að
klára þetta allt, einn og á met-
tíma. Spurði svo mömmu yfir
borðhaldinu „Jæja Vala mín, er
þetta ekki gott?“ Þá kom bara
svona þreytulegt bros frá mömmu,
hún sagði ekki neitt, en þetta var
líklega ekki besti hryggur sem hún
hafði smakkað, en hann er örugg-
lega sá eftirminnilegasti. Þetta er
ein af skemmtilegustu minning-
um foreldra minna þótt þessi jól
hafi ekki verið alveg eftir bókinni.“
Þegar pabbi sá um jólin
Guðni
Sigurðsson
rifjar upp
skemmtileg-
ustu minn-
ingu foreldra
sinna.
Mynd | Rut
Laugavegi 15 og Kringlunni - sími 511 1900 - www.michelsen.is