Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 42

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 42
42 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 eitt það mikilvægasta sem þýð- endur heimsins reyna að yfirstíga. Flestir sem hafa raunverulega reynt að eiga samskipti við fólk sem talaði ekki sama tungumál vita þó flestir að fólk finnur leiðir til að skilja. En fólk finnur líka leið- ir til þess að misskilja, sérstaklega þegar ótti og tortryggni eru komin í spilið. Þannig upplifir maður til dæmis flestar kalda stríðs bíó- myndir sem sögur af skilnings- leysi; það var enginn að fara að sprengja kjarnorkusprengju – það héldu bara allir að hinir væru árá- sárgjarnari, blóðþyrstari og van- stilltari en þeir sjálfir. Samtalið sem þarf að eiga Þegar hoppandi skepnur með afkvæmi í poka hoppuðu fram hjá nýkomnum Evrópubúum í Ástralíu spurðu þeir frumbyggj- ana hvaða skepna þetta væri eiginlega. Svarið var kengúra – en það var ekki fyrr en löngu seinna sem landnemarn- ir komust að því að „kengúra“ var orð frumbyggjanna fyrir „ég skil ekki.“ Þetta er vel að merkja lygasaga — sem Louise selur hershöfðingj- unum til þess að kaupa sér tíma, en hún sýnir þó ágætlega hvern- ig misskilningur getur einkennt fyrstu samskipti á milli fólks (og geimvera) á meðan við erum að læra tungumál hvers annars. Seinna virðast margir halda að geimverurnar séu að tala um vopn — á meðan orðið „vopn“ gæti allt eins verið tæki eða tól, jafnvel gjöf — og maður rifjar upp fræðitexta Louise fyrr í myndinni, þar sem hún talar um að tungumálið væri eitt öflugasta vopn mannskepn- unnar. Eins er rétt að geta þess að leikstjórinn Denis Villeneuve er frá Quebec, frönskumælandi borg í þeim hafsjó enskunnar sem megnið af Norður-Ameríku norðan Mexíkó er. Hann er vanur að flakka á milli tungumála — og gerði það raunar á eigin ferli; hann hafði leikstýrt þremur lítt þekkt- um myndum á frönsku áður en sú fjórða sló í gegn. Sem þýddi það að Hollywood — og enskan — kallaði. Villeneuve kemur okkur líka iðulega á óvart með því að leika sér með tungumál kvikmyndanna — og ef maður hugsar um það þá á það kannski við um flesta óvænta endi í skáldskap; þeir eru augljós- ir þegar maður veit af þeim, þegar maður er búinn að læra lykilinn að tungumáli sögunnar. Það sama á mögulega við um mannkynssöguna — jafnvel þótt það megi læra af henni þá breyt- ist málfræðin sífellt og orð falla í gleymsku og dúkka upp aftur, við virðumst þrátt fyrir allt alltaf þurfa að fá lykilinn eftir á. Arrival lenti hins vegar í mann- kynssögunni miðri — hún var frumsýnd í bandarískum bíóum tveimur dögum eftir að Trump var kjörinn forseti og þegar dóm- ar þarlendra kvikmyndarýna um myndina eru lesnir þá finnst manni nánast að myndin hafi reynst þeim sú áfallahjálp sem þeir þurftu á að halda akkúrat þá. Amy Nicholson hjá MTV orðar þetta einna best þegar hún segir aðalpersónuna Louise „neyða okk- ur til þess að spyrja hversu mikið við erum tilbúin til að leggja á okk- ur til þess að tala hvert við annað. Það að læra tungumál hetapódana virðist nefnilega auðvelt, saman- borið við þær erfiðu samræður sem við Bandaríkjamenn þurfum að fara að eiga hver við annan.“ Það er nefnilega ekki nóg að deila tungumáli, það þarf líka að tala saman. Meira að segja við þá sem eru ósammála þér um flest og týnast í bergmálsklefanum sem algóryþmar samfélagsmiðlana búa til í kringum okkur — og birtast okkur svo bara sem vafasöm skrímsli í endursögn já-bræðra okkar. Ari í Útlendingastofnun Þegar Baskarnir komu fyrst í land á sínum stóru hvalveiðiskipum þá hefur upplifun afskekktra eyja- skeggja á Vestfjörðum örugglega ekki verið svo ólík upplifun jarðar- búa framtíðarinnar þegar geim- verurnar lenda. Þó tekst að halda friðinn um stund og það myndast meira að segja vísir af sameigin- legu tungumáli. En það er enn á því stigi að vera viðkvæmt fyrir misskilningi og mistúlkunum. Það er svo sýslumaðurinn Ari í Ögri — sem var svo valdamikill að hann var uppnefndur Vestfjarða- kóngur — sem sá sér hag í því að losna við Baskana til að breiða yfir sínar eigin syndir. Hann æsir upp útlendingahatrið og óttann í heimamönnum og ber út lygar og hálfsannleik um Baskana, sem telj- ast eftir það réttdræpir. Sem varð til þess að tugum þeirra var slátr- að grimmilega. Embættismennirnir Ari í Ögri og séra Jón Grímsson virð- ast þannig hafa gegnt hlutverki Útlendingastofnunar síns tíma — vissulega spilltari og blóðþyrst- ari — en rétt eins og Útlendinga- stofnun nútímans virðist leita allra mögulegra og ómögulegra glufa í regluverkinu til þess að hrekja alla óæskilega útlendinga úr landi. Það er þó sleginn vonbetri tónn í lok myndar — þegar kemur fram að þrátt fyrir þessa skelfilegu atburði hafi baskneskir hvalveiðimenn haldið áfram að sigla til Íslands- stranda og merkilegt nokk átt frið- samleg samskipti við Íslendinga eftir þetta. Að læra á tímann og hvalveiðar „Að læra önnur tungumál skapar möguleika á fjölbreyttara viðhorfi til veraldarinnar og fjölbreytileiki vinnur gegn hvers kyns einsleitni. Þetta er lykilatriði. Því einsleitni er ekki bara hvimleið og óspennandi, hún er hættuleg, hún getur leitt til einangrunar, ótta og haturs. Með því einu að læra erlend tungumál setjum við okkur í annarra spor og getum þannig skilið þá dýpri skilningi. Tungumálanámi fylgir ekki bara nýr orðaforði heldur annar hugs- unarháttur, annar minningaforði, önnur heimssýn, annað menn- ingarkapítal.“ Þessi tilvitnun er líka í áður- nefnda ræðu Sigurðar Pálssonar — og þetta virðist vera einmitt það sem geimverurnar í Arrival hugs- uðu þegar þær héldu til Jarðarinn- ar. Þær vildu kenna okkur nýjan hugsunarhátt og aðra heimssýn. Vegna þess að þótt hægt sé að berja á geimverum og útlending- um er líka hægt að læra ýmislegt af þeim. Baskarnir koma inn í bændasamfélag sem er umkringt hvölum en kann ekki að veiða þá, geimverurnar lenda í mannheim- um sem kunna ekki enn að ferðast um fjórðu víddina, tímann, hvers straumi við velkjumst hjálp- arlaus í. En við lærðum á endan- um að veiða hvali (og svo ennþá seinna að selja þá útlendingum lifandi) — hver veit nema okkur takist næst að læra bæði af fortíðinni sem og af framtíðinni? Baskneskir sjómenn horfa til Íslandsstranda — og grunar varla að þar muni þeir beinin bera. Mynd | Baskavígin Fræðimennirnir Louise og Jón lærði vilja skilja hina framandi gesti frekar en að berjast gegn þeim. Bókmenntakompan Það mætti líka auðveldlega skrifa bókmenntakompu um þetta efni. Arrival er byggð á smásögunni „Story of Your Life“ eftir Ted Chiang og þótt lengstum hafi lítið verið talað um Baskavígin hefur það breyst mikið á síðustu árum. Finnski Íslandsvinurinn Tapio Koivukari skrifaði bókina Ariasman: frásaga af hval- föngurum, en Ariasman var nafnið sem Baskarnir gáfu Ara í Ögri. Þá var Jón lærði fyrir- mynd aðalpersónu Rökkur- býsna Sjóns og núna fyrir þessi jól fékk hann sína eigin ævisögu, Jón lærði og náttúrur náttúrunnar eftir Viðar Hreins- son, sem var nýlega tilnefnd til Íslensku bók- menntaverð- launanna. Ariasman Bók Tapio Koivuk- ari fjallar um Baskavígin. Mynd | Ariasman Sigurður Pálsson flutti ræðu við verðlaunaafhendingu nýlega: „Tungumálanámi fylgir ekki bara nýr orðaforði heldur annar hugsunarháttur, annar minningaforði, önnur heimssýn, annað menningarkapítal.“ Langarima 21, 112 Reykjavík - Sími 577 5300 OPIÐ mánudaga til fimmtudaga frá kl. 9-18:30 & föstudaga frá kl. 9-18. af vítamínum og bætiefnum fram að jólum. Af því tilefni verður Rima Apótek 20 ára! 20% afslá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.