Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 22

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 22
22 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 foreldra um að bjóða upp á raun- verulegan valkost við kirkjuferðir úr skólum á aðventunni og var bent á mig, sennilega vegna þess að ég vann lengi við að búa til barnaefni og hef reynslu í því að halda fyrir- lestra og koma fram,“ bætir hún við. Þessari ósk hafi hún strax svarað játandi, án mikillar umhugsunar, „því mér finnst mikilvægt að þessi valkostur sé til staðar þó ég hafi ekki sett mig gegn því að mín börn fari í kirkju með sínum skóla.“ Ljós í myrkrinu Brynhildur segir að með því að styðjast við Grýlu í dagskránni væri tækifæri til þess að skoða jólahá- tíðina, uppruna hennar og tilgang með öðrum hætti en gert væri í kirkjunni. Um leið væri jólahaldið tengt við grundvallaratriði í menn- ingunni, ekki aðeins Grýlu, heldur líka fyrirbæri eins og jólasveinana og jólaköttinn. „Það eru fleiri þættir í okkar menningu sem snúa að jólunum en sá kristilegi og það er merkingar- bært og hátíðlegt að minnast þeirra á þessum árstíma. Grýlustundin er vel að merkja ekkert hræðileg,“ bæt- ir Brynhildur við brosandi, „held- ur fjallar meira um það hvernig myrkasta stundin er notuð til að fagna ljósinu. Og kannski líka að- eins um það af hverju okkur langar stundum að vera hrædd og hvaða tilgangi það þjónar. Myrkasta stund- in er rétt áður en fer að birta á ný og þannig getur Grýla verið boð- beri ljóssins, einmitt af því hún er svo myrk,“ segir Brynhildur Björns- dóttir. Nýleg „hefð“ í Reykjavík Blaðamaður hefur kannað hjá prestum og skólastjórnendum í höfuðborginni hvernig kirkju- heimsóknum hefur verið háttað og hversu löng hefð sér fyrir skipu- lögðum skólaferðum á aðventunni. Síðast var spurt fyrir jólin 2014, þegar umræðan um kirkjuferðirnar stóð hvað hæst og með hvað mest- um hita, og sögðu þá margir skóla- stjórnendur að slíkar heimsóknir hefðu verið lagðar af. Á móti sögð- ust flestir prestar segjast fá skóla- börn í heimsókn í kirkjur sínar í skipulögðum skólaferðum. Prestar töldu almennt að svona heimsókn- ir hefðu tíðkast í 15-30 ár, en skóla- stjórar voru með tölurnar nokkurn veginn þarna á milli og töldu al- mennt að svona heimsóknir hefðu tíðkast í um tvo áratugi. Almennt var talið að hefðin væri ekki ýkja löng. Prestarnir nefndu 15- 20 ár sem áður segir, en dæmi voru um í svörum þeirra við fyrirspurn blaðamanns um að slíkar heim- sóknir hefðu tíðkast í mun skemmri tíma. Einnig voru dæmi um hið gagnstæða. Magnús Þór Jónsson, skólastjóri Seljaskóla, nefndi þriggja áratuga hefð hér fyrir ofan. Það stemmir við svör forvera hans um að kirkjuferðirnar í Seljahverfinu hefðu tíðkast frá því um 1980 og í Bústaðasókn er hefðin raunar enn lengri. Sóknarprestur sagði blaða- manni að þar hefðu kirkjuheim- sóknir á aðventunni tíðkast í hátt í fimm áratugi. Koma sem vilja Einn sóknarprestur orðaði svar sitt svo: „Þessar heimsóknir hafa tíðkast í 15-20 ár eftir því hvaða skóla er átt við. Þess ber að geta að fyrir þann tíma tíðkaðist gjarnan að prestar kæmu í skólann og yf- irleitt voru það prestar Þjóðkirkj- unnar sem kenndu kristin fræði í íslenskum grunnskólum. En þá var samstarf kirkju og skóla mik- ið um kennslu í kristinfræðum og fermingarfræðsla fór gjarnan fram í skólunum.“ Af svörum presta má ráða að mismunandi er hvort allur skólinn komi saman eða einstakir árgangar eða bekkir, þar sem þetta hefur tíðkast. Einnig taka sumir fram að þau börn komi ekki, sem það ekki vilja. Aftur á móti er ekki annað á prestum að heyra en að þeir taki á móti skólahópum, og raunar leik- skólahópum einnig á aðventunni. Fengu „allt í einu“ hugmynd „Svo virtist að margir kennarar og skólar fengju allt í einu þessa hug- mynd. Þetta er rannsóknarefni því að ekki eru kirkjuheimsóknir á að- ventu hluti af menningu íslenskra grunnskóla – það er klárt,“ segir einn skólastjóra í Reykjavík. Skóla- stjórar töldu almennt að kirkjuheim- sóknirnar tíðkuðust ekki lengur, þ.e. þeir sem svöruðu blaðamanni, en þó voru á því undantekningar. Byrjaði rétt fyrir aldamót Svör skólastjórnenda voru þó mis- munandi og sumir nefndu ekki hversu lengi svona heimsóknir hefðu tíðkast, þótt þess hefði ver- ið getið að ekki væri lengur farið í kirkju á aðventu. Gjarnan vísaðu skólastjórnendur í reglur borgar- innar um samskipti skóla og kirkju í því sambandi. Hins vegar hefðu þessar heimsóknir alla jafna ekki hafist fyrr en fyrir um það bil tveimur áratugum, á tíunda ára- tug síðustu aldar. „Þær voru ekki tíðkaðar fyrir þann tíma. Síðan varð aukning á þessum kirkjuferð- um á þessari öld þegar kirkjan fór að leggja áherslu á þessar ferðir og þá var tekið á móti nemendum með sérstakri dagskrá,“ segir einn skólastjórinn. Trúarsamkoma eða vettvangsferð? „Um tíma var tekið á móti nemend- um þannig að um eiginlegar trúar- samkomur var að ræða. Eftir að um- ræða og síðan reglur komu til um kirkjuheimsóknir þá varð kirkju- ferðin að vettvangsferð þar sem kirkjan var sýnd og fræðsla veitt um trúarsiði kristinna manna,“ bætti sami skólastjóri við. Margir skólastjórar greindu frá því að svona ferðir hefðu almennt verið farnar á aðventu, en þetta hefði lagst af undanfarin ár. Einn sagði að síðast hefði verið farið árið 2008, annar nefndi árið 2010 og enn annar 2011. Þar sem farið er til kirkju voru jafnframt dæmi um að ákvörðun um slíkar heimsóknir væri í hönd- um einstakra bekkjarkennara. Systkinin Hrafntinna Rán í 2. bekk og Unnsteinn Dýri í fyrsta bekk kynntu sér Grýlu á bókasafni Seljaskóla undir handleiðslu Brynhildar Björnsdóttur. Af svörum presta má ráða að mismunandi er hvort allur skólinn komi saman eða einstakir árgangar eða bekkir, þar sem þetta hefur tíðkast. Einnig taka sumir fram að þau börn komi ekki, sem það ekki vilja. Aftur á móti er ekki annað á prestum að heyra en að þeir taki á móti skólahópum, og raunar leikskólahópum einnig á aðventunni. mjúkt, safaríkt og bragðmilt Jólin eru tími elskulegrar íhaldssemi þegar við viljum vera viss um að allt sé eins og það á að vera. Þess vegna velja tugþúsundir Íslendinga SS birkireykta hangikjötið á jólaborðið, því það er mjúkt, safaríkt og bragðmilt. Gleðileg jól! www.ss.is Fí to n / S ÍA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.