Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 40

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 40
40 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Ásgeir H. Ingólfsson ritstjorn@frettatiminn.is Er líf á öðrum hnöttum?“ er aldagömul spurn­ing — en ef svarið er jákvætt er tímabært að spyrja líka; hver á að taka á móti geimverunum þegar þær loksins lenda? Það hefur lítið upp á sig að berja á þeim, geimver­ ur með tækni til að ferðast á milli sólkerfa verða varla í vandræðum með íslensku víkingasveitina. Þess vegna er best að reyna að skilja þær — og þá sendir maður auðvitað þýðanda. Sigurð Páls­ son til dæmis, enda er hann með ræðuna tilbúna: „Kannski getum við líka lært ýmislegt af innflytjendum, meira en okkur grunar. Þá er fyrsta skrefið að sýna þeim áhuga, forvitnast um þeirra hag og hug­ myndir og reynslu. Eiga við þá samtal. Allt byrjar á samtali, ekkert hefst án þess.“ Svo mælti Sigurður í ræðu sinni þegar hann tók við verðlaunum Jónasar Hallgrímssonar á degi íslenskrar tungu — og um leið og þetta talar inn í samtímann þá á þetta merkilega vel við tvær ný­ legar bíómyndir; geimverudram­ að Arrival sem og um Baskavígin, heimildamynd um löngu liðna fortíð. Í Baskavígunum koma útlend­ ingar á einangraða eyju, í Arrival koma geimverur á einangraða plánetu. Íslendingar/jarðarbúar hafa sínar efasemdir á aðkomu­ mennina/verurnar, þeir deila hvorki tungumáli né hugmynda­ heimi með þeim. Hvað vilja þessar geimverur, þessir Baskar? Hvað vilja þeir okkur? Málvísindamaðurinn Viola Migliom orðar þetta ágætlega í Baskavígunum: „Skilningur milli manna var mjög mikilvægur en misskilningur var enn mikil­ vægari, því afleiðingar misskiln­ ingsins urðu átök.“ Við horfum á tvo klerka (séra Jón og séra Jón; þá Jón Grímsson og Jón lærða) taka á móti Böskun­ um þegar þeir koma í land. Andlit Jóns Grímssonar lýsir tortryggni og styggð — en andlit Jóns lærða lýsir forvitni og vilja til að skilja. Jón lærði var einn af síðustu kaþ­ ólsku biskupunum sem lifði af siðaskiptin og því kunni hann latínu, sem þýddi að hann gat átt í meiri samskiptum við Baskana en flestir. Jón lærði vildi skilja Baskana — á meðan nafni hans Grímsson leitar að átyllu til þess að ráðast á þá. Staðan er ekki ólík þegar dular­ fullar geimverur lenda í Arrival. Málvísindakonan Amy Adams reynir að skilja geimverurnar — sem líta út eins og skringilegir kolkrabbar og tjá sig á ritmáli sem minnir helst á ( ) — svigaplötu Sig­ ur Rósar. Sem er viðeigandi, þess­ ar geimverur virðast tala einhverja útgáfu af vonlensku og það má örugglega finna textatengsl á milli þeirra og Sigur Rósar, svona fyrir utan það að tónskáld myndarinn­ ar, Jóhann Jóhannsson, er af sömu kynslóð íslenskra tónlistarmanna og Sigur Rós, neðanjarðarhetjur íslensku tónlistarsenunnar undir lok síðustu aldar, sem nú eru að sigra heiminn. En geimverurn­ ar skilja tíma og rúm allt öðruvísi en við — og það gera þær ekki í gegnum tækni sem er okkur hulin, heldur í gegnum tungumál sem við skiljum ekki. Að koma í friði Hvar varst þú þegar geimverurnar lentu? Þetta er fyrsta spurningin sem Arrival svarar — við sjáum Louise kenna fyrir hálftómum sal og þegar þeir fáu nemendur sem eru mættir fara að fá tölvupósta og skilaboð fara þau að átta sig á hvað er að gerast. Þetta er lúmskt líkt upplifun flestra okkar af heimsvið­ burðunum — flest vorum við bara í vinnu eða skóla, að horfa á sjón­ varpið — einhvers staðar í hvers­ deginum þegar mannkynssagan bankaði upp á. Hún bankar hins vegar fljótlega bókstaflega upp á hjá Louise, þegar hún er fengin til þess að tala við geimverurnar. Þessar geimverur eru ekki að gera neitt, vel að merkja, risastóru ílöngu geimskipin þeirra sitja bara „Allt byrjar á samtali“ Um Arrival, Baskavígin og Sigurð Pálsson. Geimskipin úr kvikmyndinni Arrival, sem minna helst á bautasteina Steinríks, svífa að virðist þyngdarlaus rétt fyrir ofan jörðina. Mynd | Arrival Kvikmyndakompa Kvikmyndakompa Þjóðviljans Ingibjörg Haraldsdóttir, ljóð- skáld og þýðandi, lést í nóvem- ber síðastliðnum. En ég komst að því eftir að hún dó að hún var líka kvikmyndarýnir á sínum yngri árum og skrifaði fyrir Kvikmyndakompuna í Þjóðviljanum sáluga. Því þótti tilvalið að endurvekja þann dagskrárlið í nýju blaði – sér- staklega núna, þegar það eru tvær myndir í bíó sem snúast í mörgu um þýðingar og tungu- mál, enda færði Ingibjörg okk- ur rússneskar bókmenntir og menningu á árum þegar Rússar voru oftast skilgreindir sem hið varhugaverða heimsveldi í austri, burtséð frá allri þeirri ríku menningu og sögu sem rússneska þjóðin á. Kvikmyndarýnirinn Ingibjörg Haraldsdóttir þýddi ekki bara Dostójeskíj og Búlgakov, heldur skrifaði hún líka ljóð og kvik- myndakompur. Ritmál geimveranna minnir merkilega mikið á kápu ( ) – þeirrar nafnlausu plötu Sigur Rósar. Kannski eru skilaboðin líka þau sömu? í mestu friðsemd á tólf mismun­ andi stöðum í heiminum. Geim­ skipin minna helst á bautasteina Steinríks — nema þau virðast al­ gjörlega þyngdarlaus þar sem þau svífa rétt fyrir ofan jörðina og eru á stærð við háhýsi stórborganna. Geimverurnar sjálfar sýna engin merki þess að þær ætli að gera árás — en þessi stóru og mikilfeng­ legu skip sá ótta í huga manna og maður hefur miklu frekar áhyggj­ ur af því að manneskjurnar ráðist á geimverurnar, frekar en að þær ráðist á okkur. Enda gengur ríkj­ um heimsins illa að vinna saman, sumar þjóðir vilja halda áfram að reyna að skilja geimverurnar á meðan aðrar vilja gera árás. Og þegar sama dýrategundin getur ekki treyst hvor annarri — jafnvel þótt hún hafi þýðendur og túlka í öllum helstu tungumálum — þá er varla hægt að búast við að þær treysti óskiljanlegum geimverum. En Louise er fengin í verkefnið af því hennar vinna er sú að skilja. Hún þarf að brjóta flestar öryggis­ reglur hersins til þess að ná mark­ miðinu, enda byggja þær reglur allar á tortryggni, vantrausti og skilningsleysi. Misskilningur er AÐVENTUOPNUN í verslun KRUMMA um helgina Opið frá 10-19 bæði laugardag og sunnudag! Jón Sig spilar ljúfa jólatóna milli 14-15, laugardag og sunnudag Heitt á könnunni og léttar veitingar meðan birgðir endast! krumma.is Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma@krumma.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.