Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 64

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 64
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir solrunlilja@amk.is Síðan ég man eftir mér hef ég alltaf fylgst með konunum í kringum mig mála sig, fyrst mömmu og svo vinkonunum mín- um. Þegar vinkonur mínar voru að mála sig þá fór ég að skipta mér af og gefa mitt álit á því sem þær voru að gera. Svo byrjaði ég að prófa að mála yngri systur mína fyrir böll í skólanum og í framhaldinu vinkon- ur mínar,“ segir Alexander Sigurð- ur Sigfússon sem í dag verður fyrsti strákurinn til að útskrifast sem förðunarfræðingur frá Reykjavík makeup school. Var áhugamál í fyrstu Hann hefur alltaf verið mjög list- rænn, teiknað mikið og sá fyrir sér að fara í einhvers konar list- nám. Honum datt samt ekki í hug að hann myndi finna sína hillu í förðunarfræði. Það var ekki fyrr en ein vinkona hans fór í Reykjavík makeup school og bar skólanum vel söguna að hann fór að spá í námið. Hann lenti á biðlista þegar hann sótti um en komst inn á síðustu stundu nú í haust. „Þetta var fyrst eitthvað sem mig langaði að prófa að læra, svona til að hafa meðfram einhverju öðru, kannski frekar sem áhugamál en vinnu, en ég fílaði mig svo vel í náminu að ég er búinn að ákveða að þetta er eitthvað sem ég vil gera. Ég sé því alveg fyrir mér að fara í áframhaldandi nám. Ég ætla að sjá hvernig þetta mun ganga hjá mér í vetur og taka svo ákvörðun um framhaldið,“ segir Alexander sem er 21 árs og hefur starfað í versl- uninni Spútnik á Laugavegi frá því hann lauk stúdentsprófi frá MH á síðasta ári. Lærði meira en hann bjóst við Þrátt fyrir að Alexander, eða Alex eins og hann er alltaf kallaður, hafi haft áhuga á förðun frá barnæsku og prófað sig áfram síðustu ár, þá segist hann í raun ekkert hafa kunnað að farða. „Ég hafði verið að horfa á myndbönd á Instagram og Youtube en ég kunni í raun ekki að nota vörurnar á réttan hátt. Þær í skólanum kenndu mér það og ég lærði miklu meira en ég bjóst við að ég myndi gera. Þetta er með því skemmtilegasta sem ég hef gert og kennararnir eru þeir bestu í heimi.“ Námið stóðst því allar væntingar hans og vel rúmlega það. „Ég bjóst aldrei við því að ég myndi átta mig á því að þetta væri það sem ég vildi gera.“ Það var í raun eitt verkefni sem gerði útslagið og sannfærði Alex endanlega um að þetta væri draumastarfið. En vinkona hans, sem er í Ljósmyndaskóla Sissu, var að gera lokaverkefni og bað hann um að farða módelin fyrir sig. Þar fékk hann nasaþefinn af því að vera á setti með fyrirsætunum og ljósmyndurunum. „Það var þá sem ég áttaði mig á því að þetta vildi ég gera. Ég er mjög spenntur fyrir tímabilaförðun og tískuförðun. Ég hef líka alltaf verið spenntur fyrir tísku og fatnaði.“ Hálf rússneskur Sem barn var í Alex Myndlistar- skólanum í Reykjavík og það hef- ur alltaf legið vel fyrir honum að skapa í höndunum. „Ég teiknaði mikið af portrettmyndum af stelp- um og konum þar sem ég teiknaði augnhár, eyeliner og skyggingar á augnskugga mjög nákvæmlega. En mamma mín er snyrtifræðingur og átti naglastofu. Þannig áhuginn hef- ur örugglega líka smitast frá henni. Mamma sagði að ég hefði alltaf haft þetta í mér og það voru allir í kring- um mig mjög ánægðir með að ég færi í þetta nám.“ Móðir Alex, Anastaia Pavlova, er rússnesk og fluttist hingað til lands 18 ára gömul, með foreldrum sínum sem störfuðu í rússneska sendi- ráðinu. En faðir hans er Sigfús Sig- urðsson, fyrrverandi landsliðs- og atvinnumaður í handbolta. Alex er fæddur og uppalinn á Byrjaði að farða litlu systur sína Alex er fyrsti strákurinn til að útskrifast sem förðunarfræðingur frá Reykjavík makeup school. Hann hefur alltaf verið mjög listrænn og stefndi á listnám en bjóst ekki við að finna sig í förðunarnámi. Þetta átti bara að vera áhugamál. Alex á rússneska móður en faðir hans er Sigfús Sigurðsson, fyrrverandi lands- liðsmaður í handbolta. Þeir eru góðir félagar og einstaklega líkir í útliti. Íslandi en talar reiprennandi rúss- nesku og er duglegur að halda henni við. Hann talar yfirleitt rúss- nesku við mömmu sína og hefur gert alveg frá því byrjaði að tala. Honum finnst lítið mál að skipta á milli tungumála þó rússneska og íslenska séu mjög ólík tungumál. „Ég kenndi sjálfum mér að skrifa og lesa rússneskuna en ég kann ekki stafsetningu og málfræði rétt. Svo af því mamma er rússnesk og pabbi íslenskur þá töluðu þau ensku sín á milli. Þannig ég lærði líka ensku á heimilinu.“ Ræktaði tungumálið Alex segir það hafa komið sér á óvart hvað margir tali rússnesku á Íslandi, en þegar hann var í MH þá voru fimm eða sex krakkar í skólan- um sem höfðu einhverja tengingu við Rússland eða töluðu rússnesku. „Þegar ég var lítill þá gat ég farið í hálfgerðan rússneskuskóla um helgar. Og vinkona hennar mömmu skipulagði reglulega viðburði fyrir rússneska krakka sem bjuggu á Ís- landi, til að hittast og rækta tungu- málið. Það voru mjög margir sem mættu á það. Ég er ánægður með að rússnesku rótunum hafi verið haldið svona vel við hjá mér. Ég held að það muni alveg koma mér að góðum notum í framtíðinni að kunna rússnesku.“ Þegar Alex var yngri fór hann alltaf til Rússlands á sumrin að heimsækja ættingja sína, en það hefur aðeins dregið úr því í seinni tíð, eftir að hann byrjaði að vinna. „Þegar foreldrar mínir skildu fór mamma reyndar með mig í smá tíma til Rússlands en svo komum við aftur hingað svo ég gæti verið í sambandi við ömmu og afa og pabba, en foreldrar mínir eru mjög góðir vinir. Ísland er líka svo góður staður til að alast upp. Pabbi var alltaf að spila handbolta úti þegar ég var lítill en ég heimsótti hann reglulega. Hann bjó meðal annars í Þýskalandi og á Spáni.“ Ekki ýtt út í handbolta Alex og faðir hans eru mjög líkir í útliti og þeir eru góðir vinir þó áhugamál þeirra séu kannski ólík. „Foreldrar mínir reyndu að setja mig í íþróttir þegar ég var lítill en ég entist ekkert í því. Ég fór bara í myndlistarskólann.“ Hann seg- ir föður sinn alls ekki hafa orðið svekktan yfir því að sonurinn hefði ekki haft áhuga á að feta í fótspor hans í handboltanum. „Honum var alveg sama,“ segir Alex hlæjandi. Það er greinilegt að þrýstingurinn á að hann færi á handboltaæfingar var ekki mikill. „Ég æfði samt ein- hverjar íþróttir, eins og körfubolta og karate, en foreldrar mínir vilja að ég geri það sem ég hef áhuga á og hafa alltaf stutt mig í öllu sem ég geri.“ Að gera eitthvað öðruvísi Þrátt fyrir að Alex sé fyrsti strák- urinn til að útskrifast sem förðunar- fræðingur frá Reykjavík makeup school þá hafa fleiri strákar sótt um að komast inn í námið. „Þeir hafa Smitaðist af mömmu Móðir Alex er snyrtifræðingur og hann telur það hafa haft sitt að segja að áhugi hans á förðun kviknaði. Mynd | Rut hins vegar allir hætt við af einhverj- um ástæðum. Ég var sjálfur alltaf með það bak við eyrað þegar ég sótti um að það væri kannski skrýt- ið að vera strákur í þessu námi. Ég var ekki beint stressaður eða smeykur en mjög meðvitaður um að ég væri að gera eitthvað öðru- vísi. En svo kom ég skólann og þess- ar hugsanir hurfu strax.“ Alex er strax kominn með nokk- ur verkefni sem förðunarfræðing- ur, meðal annars með einum kennara úr skólanum og svo mun hann farða fyrir tískusýningu á næstunni. Hann er spenntur að fá að gera meira af því sem hann hef- ur ástríðu fyrir. Og að áhugamálið þróist yfir í starfsferill. „Ég ætla að safna meira í möppu og skapa mér eitthvert nafn. Það er frábært að fá þessi tækifæri, mér finnst þetta mjög gaman.“ Mikið úrval af fallegum jólagjöfum …viðtal 4 | amk… FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 2016 Ég er ánægður með að rúss- nesku rótunum hafi verið haldið svona vel við hjá mér. Ég held að það muni alveg koma mér að góðum notum í framtíðinni að kunna rússnesku. Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík • Sími: 531 3300 • ritstjorn@amk.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Blaðamenn: Katrín Bessadóttir, katrin@amk.is; Kidda Svarfdal, kidda@amk.is og Sólrún Lilja Ragnarsdóttir, solrunlilja@amk.is. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. amk… er gefið út af Morgundegi ehf. og er prentað í 83.000 eintökum í Landsprenti.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.