Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 6

Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 6
6 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016 Viðskipti Holland, Lúxemborg og Kýpur eru ofarlega á lista Oxfam yfir verstu skattaskjól í heimi. Samskip, Alcoa á Íslandi og Sam- herji stunda viðskipti í gegnum þessi ríki. Skattastefna, eins og íslensk stjórnvöld hafa verið með og leiddi meðal annars til samn- inga við Alcoa á Reyðarfirði, fær falleinkunn í skýrslunni. Ingi F. Vilhjálmsson ingi@frettatiminn.is Fyrirtæki á Íslandi stunda viðskipti í nokkrum af verstu skattaskjólum heims, samkvæmt lista sem alþjóð- legu hjálparsamtökin Oxfam birtu í nýrri skýrslu þann 12. desember. Í skýrslunni er fjallað um áhrif skattaskjóla á skatttekjur í heim- inum og útskýrt af hverju tiltekin fimmtán ríki eru verstu skattaskjól heimsins en eyjan Bermúda er í efsta sæti. Oxfam tekur sem dæmi að bandarísk fyrirtæki hafi komið 80 milljörðum dala í skattaskjól á Bermúda árið 2012. Eitt af því sem vekur athygli er að Evrópusambandslönd eins og Hol- land og Írland eru í þriðja og sjötta sæti á listanum, fyrir ofan ríki eins og Ermarsundseyjuna Jersey og Bresku Jómfrúareyjar. Þá er Kýpur í tíunda sæti en útgerðarrisinn Sam- herji hefur um árabil stundað útgerð í Afríku í gegnum fyr- irtæki á Kýpur. Ástæðan fyrir stöðu Hollands á list- anum er sú að hollensk yf- irvöld bjóða fyrirtækjum og fjárfestum upp á sér- stök úrræði í skattamálum til að fá þá til að vera með starfsemi í landinu auk þess sem engan tekjuskatt þ a r f að greiða þar, sam- kvæmt Oxfam. Einn af þeim íslensku kaupsýslu- mönnum sem notast hefur við fyrirtæki í Hollandi í gegnum tíð- ina er Ólafur Ólafsson í Samskip- um en eignarhald hans á þessu stærsta skipafélagi Íslands, og sjö- unda stærsta fyrirtækis Íslands út frá tekjum, er í gegnum hollenskt eignarhaldsfélag, Samskip Holding BV. Samskip er með tæplega 90 milljarða króna tekjur á ári og greiðir út arð sem lendir í Hollandi. Eignarhaldsfélag Ólafs í Hollandi fékk til dæmis einn milljarð króna í arð á árunum 2012 og 2013. Þá not- aði Ólafur einnig félag í Hollandi til að halda utan um hlutabréf sín í Kaupþingi á árunum fyrir hrun og fékk greidda tvo milljarða króna í arð til þess á árunum 2006 og 2007. Lúxemborg er í sjöunda sæti á listanum en margir einstaklingar og fyrirtæki á Íslandi hafa í gegn- um árin notast við Lúxemborg í viðskiptum. Ein af aðalástæðun- um fyrir veru Lúxemborgar á list- anum er, að því er Oxfam segir, að „sönnunargögn bendi til þess að miklum hagnaði hafi verið komið þangað“ frá öðrum löndum. Þetta er sérstaklega áhugavert í íslensku samhengi þar sem eitt af álfyrir- tækjunum sem er með starfsemi á Íslandi, Alcoa á Reyðarfirði, hef- ur greitt um 60 milljarða króna í vexti af lánum sínum til móð- urfélags síns í Lúxemborg á síðustu þrettán árum. Slík viðskipti eru kennd við „þunna eiginfjármögnun“ þar sem hagnaði af rekstri er skotið undan sem vöxtum. Vaxtagreiðslurnar nema rúmlega öllu bókfærðu tapi Alcoa á Íslandi á þessu tímabili en vegna taprekstr- ar hefur Alcoa aldrei greitt fyrir- tækjaskatta á Íslandi. Þrátt fyrir að Oxfam segi brýnt að setja reglur til að bregðast við þessari gerð viðskipta með reglu- setningu þá gæti slíkt ekki gagn- ast íslenskum stjórnvöldum til að bregðast við háttsemi Alcoa þar sem það er bundið í samninga rík- isins við Alcoa að ekki megi banna fyrirtækinu að draga vaxtagreiðsl- ur frá tekjuskattsstofni sínum. Slíkt frumvarp til að reyna að takmarka þunna eiginfjármögnun liggur nú fyrir til umræðu og samþykktar á Alþingi Íslendinga. Þarna er komið að öðru atriði sem Oxfam gagnrýnir í skýrslu sinni: Að stjórnvöld í löndum heimsins verði að hætta að gera sérstaka skattalega hagkvæma samninga við einstaka fyrirtæki. „Hættið að bjóða skatta- lega hagkvæma samninga. […] Allir samningar eiga að vera með endur- skoðunarákvæði til að koma í veg fyrir gróða einkaðila til langs tíma og skaða fyrir almenning.“ Ólafur Ólafsson, stjórnarfor- maður Kjalars. Holland er ofarlega á blaði yfir verstu skattaskjól heims, samkvæmt Oxfam, en kaupsýslumaðurinn Ólafur Ólafsson hefur stundað viðskipti á Íslandi í gegnum Holland um árabil. Verstu skattaskjól í heimi: 1. Bermúda 2. Cayman-eyjar 3. Holland 4. Sviss 5. Singapúr 6. Írland 7. Lúxemborg 8. Kúrasaó 9. Hong Kong 10. Kýpur 11. Bahama-eyjar 12. Jersey 13. Barbados-eyjar 14. Máritíus-eyjar 15. Bresku Jómfrúareyjar Fyrirtæki í verstu skattaskjólum heims Í nýrri skýrslu hjálparsamtakanna Oxfam er fjallað sérstaklega mikið um þá alþjóðlegu meinsemd sem felst í því að fyrirtæki flyti hagnað sinn til skattaskjóla til að losna við skatta. Bandarísk fyrirtæki fluttu til dæmis 80 milljarða dollara til Bermúda árið 2012 og á Íslandi hefur álfyrirtækið Alcoa komið sér hjá greiðslu fyrirtækjaskatts með um 60 milljarða vaxtagreiðslum til móðurfélags síns í Lúxemborg. Sjávarútvegur „Þetta er hálfgerð þegnskylduvinna að láta menn vinna við að skila þessum afla á land. Menn fá ekkert fyrir það,“ segir Valmundur Valmundsson, formaður Sjómannasambands Íslands, um VS-aflann svokallað en samtökin hafa stefnt út- gerðinni Þorbirni hf. í Grindavík til að fá úr því skorið hvort aflinn brjóti í bága kjarasamninga og sjómannalög. Málið verður tekið fyrir við Héraðsdóm Reykjaness eftir áramót. Hjálmar Friðriksson hjalmar@frettatiminn.is VS-aflinn svokallaði rennur í Ver- kefnasjóð sjávarútvegsins en bróðurpartur af tekjum sjóðsins rennur áfram til verkefna á veg- um Hafrannsóknarstofnunar. Lög um VS-aflann heimila skipstjóra að ákveða að hluti aflans reiknist ekki til aflamarks skipsins. Heim- ildin takmarkast við hálft prósent uppsjávarafla og fimm prósent af öðrum sjávarafla. Valmundur segir að sambandið hafi lengi reynt að fá einhvern sjómann til að kæra út- gerð vegna VS-aflans þar sem sam- bandið getur ekki kært slíkt upp á sitt eindæmi. Hann segir að ástæða þess að samtökin stefni einungis Þorbirni sé vegna þess að umrædd- ur sjómaður starfi hjá þeirri útgerð. „Við teljum að það eigi allavega að gera upp við sjómennina á réttri skiptaprósentu. Varðandi þennan VS-afla þá fá sjómenn einungis gert upp úr 20 prósent af aflaverðmæti, sem ætti að vera 70 prósent. Við viljum að sjómenn fái að fullu gert upp úr þessum afla, eins og öðrum afla. Útgerðin má koma með þetta í land og sjómennirnir vinna aflann. Samkvæmt lögum og kjarasamn- ingum eiga menn að fá gert upp að fullu úr öllu sem komið er á land,“ segir Valmundur. Sjómenn stefna Þorbirni Valmundur segir VS-aflann þegnskyldu. Afgreiðslutími sjá www.dorma.is Holtagörðum, 512 6800 Smáratorgi, 512 6800 Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafjörður Aðeins 9.900 kr. Notalegar og hlýjar jólagjafir Komdu í Dorma TVENNUTILBOÐ Dúnsæng og dúnkoddi Sæng 140x200 cm. 85% smáfiður og 15% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 9.900 kr Koddi 50x70 cm. 70% smáfiður og 30% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: 4.900 kr. Fullt verð samtals: 14.800 kr. ÓTRÚLEGT jólatilboð Dúnsæng + dúnkoddi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.