Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 56
56 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Börnin
ræða um
hvað sé
best í skóinn
að telja upp hluti sem hún hefur
fengið í skóinn þetta árið. „Fyrst
fékk ég frá Stekkjastaur, en, æ, ég
er búin að gleyma hvað það var.
Giljagaur gaf mér svona langt band
með slímhöndum sem labba niður
allt og lilli brósi fékk líka þannig.
Síðan fékk ég frá Stúfi, perlur sem
lýsa í myrkri og svona Poppy spjöld.
Frá Þvörusleiki fékk ég ballerínu-
band, prik með litríkum spaða
sem maður getur dinglað svona í
kringum sig með þokka. Ef ég mætti
óska mér fimm hluta sem ég fengi í
skóinn frá jólasveininum þá myndi
það vera:
1 Litríkur hringur sem skiptir um
lit eftir skapi. Spjald fylgir með
sem segir hvaða litur er hvaða
tilfinning. Þegar hring urinn
er rauður er maður reiður. Hr-
ingurinn veit allt. Ég átti hann
einu sinni. Og vissiru það?
2 Poppyspjöld en þau voru
einmitt ein ósk. Litli bróðir
minn fékk Poppy í dag og bat-
manregnhlíf.
3 Úr, nei ég var að grínast, ég
á úr. Mig langar í svona litla
bangsakisu.
4 Jólasveinahúfa með ljósum á. Ég
á enga, bara lilli bróðir.
5 Andlitsmálningu til að mála sig
eins og tígrisdýr til dæmis. Ég á
eina en hún er búin.
Það versta sem maður getur fengið
í skóinn er prumpublaðra. Eða nei,
það er líka það besta. Mig langar í
hana og ekki.“
Hún segist aldrei hafa fengið
kartöflu í skóinn. „Mamma mín
fékk einu sinni þegar hún var lítil
og hún var svo reið að hún henti
henni út um gluggann. Frænkurn-
ar mínar eru systur hennar og þær
sáu þetta.“
„Alvarlegur svipur kemur Mel-
korku. Hún færir sig nær blaða-
manni og hvíslar. „Á ég að segja
þér eitt? Ein stelpa sagði mér að um
daginn hefði hún verið að öskra í
skólanum og hún öskraði svo hátt
að þegar hún vaknaði þá stóð í bréfi
frá Stekkjarstaur: Þú verður að
passa þig að hafa ekki svona hátt. Ég
heyrði þetta. Þú varst næstum því
búin að fá ljótustu kartöfluna. Hún
er í þriðja bekk!,“ æpir Melkorka. „Í
sama skóla og ég!“
Verst að fá lirfu í skóinn
„Ég fékk dótabíl í skóinn. Svona
járnbíl. Eins og alvörunni bílar
nema litlir. Svo fékk ég rúllukefli í
dag og líka svona stóran sleikjó. Ég
er ekki búinn að borða sleikjóinn en
kannski næst þegar ég er með kósí-
kvöld,“ segir Oliver Helgi Gíslason.
1 Besta gjöf sem ég gæti fengið
í skóinn væri dótabyssa. Með
svona kúlum og svo ýtir maður
á takka og þá skjótast þær út.
Ekkert vont því þetta eru bara
gúmmískot.
2 Mig myndi líka langa í dóta-
iPhone. Dóta, bara dóta.
3 Líka dótamyndavél sem er ekki
hægt að taka alvöru mynd-
ir á. Það kemur bara alltaf
sama myndin. Eins og af jóla-
sveinunum.
4 Ég hugsa mikið um svona
YooHoo bangsa. Stundum eru
það kisur, páfagaukar, uglur eða
skjaldbökur. Mér finnst hundur-
inn sætastur. Hann er ógeðslega
mikið krútt.
5 Í fimmta sæti er eitt sem kemst
eiginlega bara í stígvél: Dóta-
-iPad. Ég hef séð svoleiðis. Það
er svona Youtube, smáleikir
og Strætóappið, en það er ekki
hægt að fara inn í hann. Bara
plast.
Það versta sem hægt er að fá í skó-
inn er dótakúkur. Eða nei, það er
ekki dótakúkur. Það er besta. Þá
getur maður þóst vera að kúka. Ég
myndi kannski bara segja lirfa væri
verst.“
Myndi vilja síma
Karitas Lóa Þórðardóttir segist vera
búin að fá fullt af nammi í skóinn
þetta árið og er greinilega alsæl með
það en óskalistann er eftirfarandi:
1 Af öllum hlutum í heiminum
myndi ég vilja fá síma í skóinn.
Ég myndi nota hann til þess að
hringja og fara í leiki.
2 Bók um lóuna, fuglinn. Ég heiti
einmitt Karítas Lóa.
3 Skopparabolti með glimmeri og
dýr inni í.
4 Hárbursta því minn er svo
lélegur.
5 Tölvu. Bara fyrir mig. Stóru
systur mínar eiga báðar tölvu.
Sægræn skál á óskalistanum
Mentos, mandarínur og herðatré
eru þeir hlutir sem koma fyrst upp
í huga Lísu Ingólfsdóttur af því sem
hún hefur þegar fengið í skóinn
þetta árið. „En fimm bestu hlutirnir
í skóinn væru:
1 YooHoo bangsi sem eru svona
bangsar á lyklakippum sem
maður setur á skólatöskuna.
Ég á nú þegar einn. Fiskur væri
flottur.
2 Það næstbesta sem ég gæti fengið
væri jólasveinahúfa. Systir mín
á svoleiðis og er oft með hana í
skólanum.
3 Geisladiskur með ævintýri.
4 Sægræn skál fyrir penna og liti.
5 Leslampi er líka á óskalistanum.
Lítill lampi sem maður getur
haft á skrifborði til að lýsa á
bók. Þá sér maður betur. Uppá-
haldslesefnið mitt eru Galdra-
stelpurnar.“
Lísa er ekki lengi að hugsa sig um
þegar hún er spurð að því versta
sem hægt er að fá í skóinn. „Skó-
horn.“
Róbert Gylfi er
greinilega hrifinn
af dýrum enda
dýr áberandi á
óskalistanum
hans.
Melkorka
veit upp á hár
hvaða hluti hana
langar í og þykir
varhugavert að
fá kartöflu í
skóinn.
Oliver segir það
versta en
jafnframt það
besta að fá
í skóinn sé
dótakúkur.
Karitas
Lóa er
ekkert
að skafa
utan af
hlutunum
og segir
bestu gjöf-
ina í skóinn
vera iPhone.
Á óskalista Lísu eru
meðal annars sægræn
skál og leslampi.
Myndir | Hari
Birna Guðmundsdóttir
birna@frettatiminn.is
Glimmerbolti með risaeðlu
„Ég er mjög ánægður með það
sem ég hef fengið í skóinn. Fékk
til dæmis skopparabolta sem er
nú ekki beinlínis skopparabolti,
en sko hann er bolti sem skoppar
ekki mikið. Er með risaeðlu inn í og
glimmeri. Gulur á litinn,“ segir Ró-
bert Gylfi Stefánsson.
„Síðan vaknaði ég í nótt, klukkan
held ég korter yfir fjögur, og kíkti í
skóinn og fann súkkulaði sem ég tók
með mér upp í rúm svo það bráðn-
aði. Síðan setti ég það inn í ísskáp.
Ég borðaði það í morgun.“
Róbert segir að sig langi í eftirfar-
andi í skóinn:
1 Mig langar í bók. Ég er mik-
ið fyrir að skoða bækur. Hún
mætti vera um nashyrninga eða
fíla.
2 Kannski einhverja mynd upp
á vegg. Til dæmis af sebrahesti
Fréttatíminn tók nokkur sex ára börn á tali og
ræddi við þau um mál málanna: Hvaða fimm
hluti þau vilji helst fá í skóinn. Listarnir eru
misjafnir, allt frá glimmer skopparabolta til dóta-
iPads en krakkarnir deildu því líka hvað þeir
hafi nú þegar fengið og hvað það sé sem er verst
að fá.
sem er uppáhalds dýrið mitt.
Eða kannski bara einhverju.
3 Í fyrra fékk ég legó en það var
eins og ég átti. Jólasveinninn var
aðeins að ruglast og þá þurfti
bara að skipta því út. Ég á tvær
fullar skúffur af legó. Dýralegó
væri skemmtilegt.
4 Box með mynd af síma á. Svona
gamaldags síma sem hangir
uppi á vegg þar sem maður tek-
ur tólið af og setur við eyrað.
Dálítið eins og hlustunarpípa.
5 Fleiri mandarínur. Ég fékk
nokkrar frá Giljagaur en ég fæ
aldrei nóg.
Skaphringur sem skiptir um lit
Melkorka Björk Iversen byrjar á því