Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 60
Gott að slaka
Prófin eru loksins búin og jólin
á næsta leiti. Spennandi tímar
framundan! Vertu góður við
sjálfan þig og slakaðu
á. Horfðu á nýjustu
seríuna af Skam og
drekktu kakó. Eru til
smákökur? Namm,
verði þér að góðu!
Gott að föndra
Nú er tíminn til að setja jólatónlistina í botn
og taka fram föndurdótið. Sitja með vinum
og vandamönnum og föndra eitthvað fínirí.
Snjókarl úr pappa, jóla-
sveina og músastiga.
Ekki er síðra að fara
frumlegar leiðir í jóla-
kortagerð í ár og búa
þau til sjálfur.
Gott að sprella
Flestir nemar landsins hafa nýlokið próf-
um og því ber sko að fagna. Skvettu að-
eins úr klaufunum með skólafélögunum
og fáðu útrás fyrir sprellið í sjálfum þér
eftir alla þessa yfirlegu.
Hafðu samt hugfast,
eins og einhver frænk-
an sagði, að fara var-
lega en djarflega.
GOTT
UM
HELGINA
Tölum um …
jólastress
Alexander Freyr
Einarsson
„Ég upplifi nú aldrei jólastress þó
það gæti breyst þegar maður fer að
reka heimili. Fyrst og fremst nýt ég
þess að leita að einhverju fallegu
fyrir þá sem mér þykir vænt um.“
Ásdís Birna
Hermannsdóttir
Allir hafa vissar tilfinningar gagn-
vart jólunum. Hjá mörgum er það
stress að klára jólaprófin, þrífa og
kaupa gjafir. Stressið má hins vegar
ekki taka yfir, fólk verður að geta
notið jólanna til fulls. Ég hef náð að
minnka stressið með því að skipu-
leggja fram í tímann og vera búin
að kaupa gjafir snemma og ekki
skemmir að kaupa gjafir á afslætti
svo fátæki námsmaðurinn fari ekki
á hausinn.
Ólafur Jóhann
Þórbergs
Jólastress er að mínu mati gríðar-
lega mikilvægur partur af jólunum.
Ég sinni engu jólatengdu fyrr en á
lokametrunum. Held vinum og ætt-
ingjum á tánum, fá þeir jólgjöf í ár
eða ekki.
Verðmat
fasteigna
verdmat.com