Fréttatíminn - 16.12.2016, Blaðsíða 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Föstudagur 16. desember 2016
Öllum umtalsverðum samfélagsumbreyting-um fylgir misnotkun á fólki. Þegar vinnufólk
flúði sveitirnar í von um bætt kjör
bjó það við ömurlegar aðstæður í
bæjum og þorpum og vann myrkr-
anna á milli fyrir lúsarlaun. Þeir
vinnumenn sem fengu pláss á bát-
um eða togurum voru látnir vinna
dögum saman við óbærilegar
aðstæður. Verkafólk og sjómenn
þurftu að heyja langa og stranga
baráttu áður en það gat fengið rétt-
látari skerf af arði vinnu sinnar.
Við umbreytingarnar sem
tæknibreytingar færðu yfir samfé-
lagið auðguðust fyrst fáir á vinnu
margra. Það liðu margir áratugir
þar til almenningur naut ávinn-
ings af tæknibreytingunum.
En misnotkun á fólki er ekki
bara sagnfræðileg staðreynd. Hún
er jafnmikill raunveruleiki í dag
og áður. Og enn má rekja mikið af
togstreitu samfélagsins til slíkrar
misnotkunar.
Flutningur á iðnframleiðslu frá
Vesturlöndum til Asíu og annarra
láglaunalanda er spegilmynd iðn-
byltingar nítjándu aldar. Í stað
þess að láglaunafólk flytji í verk-
smiðjubæi eru verksmiðjubæirnir
fluttir til láglaunafólksins vegna
þess að eigendur verksmiðjanna
telja sig geta varið hagnað sinn
lengur í lágtekjulöndunum; að það
muni taka almenning þar lengri
tíma að krefjast eðlilegs skerfs af
arði vinnu sinnar.
Fólkið sem byggði upp iðnaðinn
á Vesturlöndum situr eftir með
færri atvinnutækifæri. Gamlir
verksmiðjubæir frá iðnbyltingunni
eru í dag uppfullir af vonbrigðum
með samfélagið. Þar býr fólk sem
var svikið af alþjóðavæðingunni.
Það var allt annað fólk sem hagn-
aðist af henni.
Iðnbyltingin kom varla til Íslands
fyrr en löngu eftir seinna stríð.
Iðnbylting Íslendinga er vélvæð-
ing báta og fiskiskipa. Það var
byltingin sem reif Ísland út úr mið-
öldum. Við eigum því ekki hrörn-
andi iðnbæi eins og nágranna-
löndin. Kannski Reyðarfjörður
verði slíkur bær eftir 30 ár þegar
álverið lokar þar vegna þess að
hagkvæmara er að vinna ál í nýrri
verksmiðju og nýjum stað þar sem
laun eru lægri og skattaafslættir
veigameiri.
Fallin sjávarþorp eru okkar
ryðbelti; þorp þar sem útgerðar-
mennirnir hafa selt kvótann burt
og kippt fótunum undan íbúunum,
eytt atvinnunni og verðfellt húsin.
Þetta eru ekki afleiðingar tækni-
breytinga, eins og iðnbyltingin var
eða flutningur iðnframleiðslu til
fjarlægra landa, heldur breytingar
sem fremur má kalla fjármála-
tækni.
Það var viðtekin trú á áhrifatíma
nýfrjálshyggjunnar að allt yrði
betra ef almannaeigur yrði gefnar
einkafyrirtækjum. Við fengum að
kynnast því hversu vitlaus þessi
trú er eftir að bankarnir voru
einkavæddir. En þótt sú stefna
hafi endað með hvelli sem heyrð-
ist um allan heim þá hafði færsla
Íslandsmiða úr almannaeign í
einkaeign miklu djúpstæðari áhrif
en einkavæðing bankanna. Banka-
ævintýrið er í dag eins og gömul
martröð sem við erum að jafna
okkur á. Einkavæðing fiskimið-
anna er hins vegar enn að mylja
undir sig lífsviðurværi fjölda fjöl-
skyldna víða um land.
Það fólk sem líður mest fyrir mis-
notkun á Íslandi í dag er fólk sem
hingað hefur verið flutt inn til
að vinna við ferðaþjónustu og í
byggingariðnaði. Við lesum reglu-
lega fréttir af slíkri misnotkun og
getuleysi yfirvalda til að bregðast
við til varnar fólkinu. Og við vitum
að þótt greint sé frá mörgum dæm-
um um misnotkun á þessu fólki
þá kraumar undir miklum mun
stærra vandamál.
Þetta er fyrirséð. Það hefur
aldrei gerst í mannkynssögunni
að umbreytingar, sambærilegar
þeim sem íslenskt samfélag gengur
nú í gegnum vegna stórkostlegrar
fjölgunar ferðamanna, leiði ekki til
misnotkunar á varnarlausu fólki.
Ástandinu má líkja við misgengi.
Þótt launakjör á Íslandi séu lakari
en í næstu nágrannalöndum eru
þau miklum mun betri en í Austur-
Evrópu, Asíu eða Afríku. Fólk sem
kemur frá þessum svæðum sættir
sig við lakari kjör en þeir sem hafa
lifað og starfað á Vesturlöndum.
Þetta notfæra margir fyrirtækja-
eigendur sér, borga lág laun, rukka
hátt fyrir fæði og húsnæði og
halda fólki frá réttindum sínum.
Þetta hefur alls staðar og ætíð
gerst þar sem sambærilegar að-
stæður myndast. Hið góða gerist
ekki af sjálfu sér. Ef samfélagið
heldur ekki uppi vörnum fyr-
ir hina varnarlausu mun alltaf
finnast fólk sem vill misnota það.
Misnotkun viðgengst því ekki á ís-
lenskum vinnumarkaði vegna þess
að þar starfi illa innrættir menn
heldur vegna þess að yfirvöld sem
eiga að verja hina veiku og varnar-
lausu metur meira hagsmuni
hinna sterku og ófyrirleitnu.
Gunnar Smári
MISNOTKUN
Á FÓLKI
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir
LIVERPOOL
EÐA MAN. CITY?
20. janúar í 2 nætur
Stutt og hnitmiðuð fótboltaferð
á frábæru verði!
Flug og hótel
frá kr.
78.900
m/morgunmatMiði á leik
frá kr.
22.500
Farið með svarið í ferðalagið
Vegahandbókin • Sundaborg 9 • Sími 562 2600
• Vegakort
• Þéttbýliskort
• Ítarlegur hálendiskafli
• 24 síðna kortabók
• Vegahandbókar App
• Þjóðsögur
• Heitar laugar o.fl. o.fl.
GAGNLEG GJÖF
App
Snjalltækjaútgáfa (App)
fylgir bókinni en í
henni er að finna alla
þá staði sem eru í bók-
inni ásamt þúsundum
þjónustuaðila um land
allt.
Advania er með
allan pakkann
advania.is/jol
Far- og spjaldtölva
Dell Inspiron 13 " - 17 "
verð frá: 114.990 kr.Net tur og kramikill
hátalari
Creative Muvo Bluetooth
verð: 10.990 kr.