Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 8
8 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
Guðni Tómasson
gudni@frettatiminn.is
Greinin birtist í nýjasta tölublaði vefritsins Stjórnmál og stjórn-sýsla en hana rita Örn Daníel Jónsson, pró-
fessor í nýsköpunarfræðum við við-
skiptafræðideild Háskóla Íslands,
og Bjarni Frímann Karlsson sem er
lektor við sömu deild.
Þeir Örn og Bjarni greina ákveðin
tímamót í orkusögu landsmanna
og stóriðjustefnu stjórnvalda með
lagningu hornsteins að Þeista-
reykjavirkjun í september síðast-
liðnum. Viðburðurinn marki eins
konar rof við fortíðina sem greina
megi af þremur þáttum. Nú taki
jarðvarmi við af fallvatnsorku sem
helsta uppspretta framtíðarorku í
landinu, samið hafi verið við nýja
stórnotendur orkunnar (United Sil-
icon, Silicor og Thorsil) án nægi-
lega traustrar áreiðanleikakönnun-
ar og samningar gerðir án þess að
tryggt sé að það náist að afhenda
rafmagnið á réttum stað og á rétt-
um tíma. Síðastnefnda atriðið helst
bæði í hendur við orkuöflunina og
orkudreifingarkerfi landsins, en
um framtíðaruppbyggingu þess eru
uppi stórar hugmyndir eins og allir
vita. Það er mat höfunda að fyrir-
ætlanir um sölu jarðvarmaorku til
stórnotenda geti reynst „dýrkeypt
tálsýn og framleiðsluferlið illvið-
ráðanlegt,“ eins og segir í grein-
inni.
Hagnaður
Fram til þessa hefur stóriðja á Ís-
landi byggst á aðgengi að orku
sem framleidd er með vatnsafli en
hún er nánast fullnýtt ef miðað er
við núverandi rammaáætlun um
vernd og orkunýtingu landsvæða.
Nú er í auknum mæli litið til jarð-
varma sem er talinn ósjálfbærri og
óáreiðanlegri orka, auk þess sem
jarðvarminn mengar meira.
Stíflugerð við Kárahnjúka fyrir tólf
árum. Mynd | Getty/Árni Sæberg
Virkjað fyrir land og þjóð?
Er hægt að segja að stóriðjustefna stjórnvalda
á síðustu árum og áratugum hafi verið góð
viðskipti fyrir íslenska þjóð? Þessari spurningu
og fleiri er varða nýtingu íslenskrar orku
velta tveir fræðimenn við viðskiptafræðideild
Háskóla Íslands fyrir sér í nýlegri grein. Þar
fjalla þeir um virkjanamál, orkudreifingu,
stóriðju og arð þjóðarinnar af henni.
Bent er á að beinn hagnaður sem
myndaðist við sölu fallvatnsorku
til stóriðju hafi reynst óverulegur
og hann hafi fyrst og fremst farið
í að greiða niður skuldir orkufyr-
irtækjanna. Þrátt fyrir að unnið
hafi verið í að lækka þær voru sam-
anlagðar skuldir Landsvirkjunar,
Orkuveitu Reykjavíkur og HS Orku
um mitt síðasta ár 487,3 milljarðar
króna. Það jafngildir nærri hálfri
annarri milljón á hvert mannsbarn
í landinu.
Höfundar greinarinnar tiltaka
að í allri sögu Landsvirkjunar, sem
stofnuð var árið 1965, hafi uppsafn-
aðar arðgreiðslur fyrirtækisins til
eigandans, íslenska ríkisins og þar
með þjóðarinnar, aðeins numið
tæpum 20 miljörðum króna. Beinn
arður ríkisins að orkusölunni hef-
ur því að takmörkuðu leyti nýst
til að byggja upp aðra þætti í ís-
lensku samfélagi, heilbrigðiskerfi,
menntun og samgöngur, svo eitt-
hvað sé nefnt. Því er ólíklegt að
bein auðlindarenta í ríkissjóð af
orkuauðlindum þjóðarinnar komi
til nema í óvissri framtíð, þegar tek-
ið er mið af skuldsetningu Lands-
virkjunar.
Allt hitt
Afleidd áhrif af starfsemi stóriðj-
unnar eru líka dregin í efa í grein-
inni. Stóriðjugeirinn er sagður í
litlum tengslum við aðra atvinnu-
starfsemi og margföldunaráhrifin
því takmörkuð. Jafnframt hafi stór-
iðjan í auknum mæli lagt áherslu
á kjarnastarfsemi sína á síðustu
árum þegar rekstarskilyrði, til
dæmis þróun álverðs, hafi versnað.
Uppbygging raforkuvera er
mannaflsfrek starfsemi. Eftir fram-
kvæmdatímann við orkuöf lun
vinna um 1700 manns hjá stóriðju-
fyrirtækjunum fimm, sem er innan
við 1% starfa í landinu. Fyrirtækin
nota nær 85% af þeirri orku sem
seld er í landinu. Skuldsetning ál-
veranna þriggja hefur líka gert það
að verkum að hagnaður, sem lengi
vel var af starfsemi þeirra, skilaði
ekki nema óverulegum tekjuskatti
í ríkiskassann, ef litið er framhjá
sérstökum orkuskatti sem var lagð-
ur á tímabundið frá 2009 til 2015.
Að öðru leyti hafa skattaleg tengsl
stóriðjunnar einkum komið fram
við kaup fyrirtækjanna á aðföngum
til reksturs.
Greinarhöfundar taka undir orð
sem komu fram í skýrslu ráðgjafa-
fyrirtækisins GAMMA frá árinu
2013 þar sem því er haldið fram
að það felist „einfaldlega mjög lítil
skynsemi í því að niðurgreiða raf-
orku til stórfyrirtækja til þess eins
að skapa störf.“
Þarfir nets og kerfis
Grein sína í vefritinu Stjórnmál og
stjórnsýsla kalla þeir Örn og Bjarni
Þarfir netsins, sem vísar í þann
vanda sem Landsnet og Landsvirkj-
un hafa lýst yfir að steðji að orku-
dreifingarkerfi landsmanna ef ekki
komi til stórfelld uppbygging. Að
öðrum kosti geti stefnt í orkuskort
í landinu.
Segja má að heiti greinarinnar
vísi líka í það hvernig virkjanir og
orkuveita hafi orðið að sérstakri
atvinnugrein hér á landi, atvinnu-
grein „þar sem arðsemi er mikil-
vægari en að lækka orkukostnað
neytenda sem eru einnig eigendur
virkjanna og veitna.“
Rafvæðing er vitanlega verk-
fræðilegt úrlausnarefni og upp-
byggingarkerfi orkuiðnaðarins
fer fyrir rest að snúast um hug-
myndir um vöxt og arðsemi og þar
með fyrst og fremst um sjálft sig, í
stað þess leitað sé svara við þeirri
spurningu hvað sé almenningi fyr-
ir bestu.
Mikil færni hefur byggst upp á
sviði vatnsaflsvirkjana og rafveitu
á Íslandi á síðustu hálfri öld eða
svo. Á síðustu árum hefur síðan
bæst hratt við þá færni og þekk-
ingu sem myndast hefur vegna
jarðvarmanýtingar. Sú starfsemi
er allt annars eðlis en vatnsaflið,
þekkingin sem til verður er stað-
bundnari og erfiðara að flytja hana
frá einu verkefni til þess næsta.
Bent er á að nú um stundir sé
dreifing raforkunnar það sem skipti
orkuiðnaðinn mestu máli og þá er
sérstaklega rætt um hvernig koma
eigi orkunni til stórnotenda á með-
an staðbundnari lausnir á dreifingu
til almennings og minni fyrirtækja
sitji að mestu á hakanum.
Til framtíðar litið er úrlausna á
dreifingarkerfinu ýmist leitað með
uppbyggingu byggðalínu og hring-
tengingar dreifikerfisins eða með
hálendislausnum. Eins og á við um
alla þessa starfsemi eru náttúru-
verndarsjónarmið áleitin og einnig
hafa álitamálin hafa tekið stakka-
skiptum, til dæmis með aukinni
ferðaþjónustu í landinu og vægi
hennar í efnahagslegu tilliti.
Tilvistarkreppa
Í heild má segja að þeir Örn og
Bjarni lýsi í grein sinni ákveðinni
tilvistarkreppu sem orkuiðnaður-
inn á Íslandi á við að etja um þess-
ar mundir. Orkufyrirtækjunum er
ætlað að standa við gerða samninga
en við dreifingu raforkunnar eru
fjölmargir flöskuhálsar. Spennan
milli fyrirætlana yfirvalda og stór-
kaupenda orkunnar annars vegar
og framkvæmdarinnar hins vegar
fara því vaxandi. Þrýstingur frá
orkugeiranum um nýja nýtingar-
kosti mætir sífellt meiri andstöðu
um leið og efasemdir um arðsemi
stefnunnar verða almennari.
Höfundarnir vara einnig við því
að orka frá fallvötnum og jarð-
varma sé lögð að jöfnu þegar kem-
ur að áætlunum um að selja hana
til stórnotenda. Ólíkt eðli og eig-
inleikar orkulindanna spila þar
inn í. Jarðvarminn sé einfaldlega
ekki eins fastur í hendi. Að mati
höfunda er upphaflegur tilgangur
stóriðjustefnunnar, að efla iðnað í
landinu og auka fjölbreytni útflutn-
ings þjóðarinnar, löngu gleymdur.
„Til hvers er virkjað?“ spyrja höf-
undar í greininni og telja forgangs-
röðunina í dag ranga. „Gert er ráð
fyrir að setja milljarða króna af
almannafé í það að leggja stórnet
þvers og kruss yfir landið til þess
að afhenda ótryggum kaupend-
um vöru sem ekki er til.“ Á meðan
sitji staðbundnar lausnir við orku-
dreifingu, sem snúa að almenningi
og almennri atvinnustarfsemi, á
hakanum.
Hægt er að lesa greinina Þarfir
netsins eftir Örn Daníel Jónsson og
Bjarna Frímann Karlsson í vefritinu
Stjórnmál og stjórnsýsla bæði á ís-
lensku og ensku á slóðinni irpa.is
Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, lagði hornstein að jarðvarmavirkjun
á Þeistareykjum í september síðastliðnum. Hér nýtur hann aðstoðar Einars
Erlingssonar staðarverkfræðings. Bygging virkjunarinnar markar tímamót í
íslenskri orku- og stóriðjusögu. Mynd | Landsvirkjun.
Munndreifitöflur
250 mg
Pinex®
Smelt
H
V
ÍT
A
H
Ú
S
IÐ
/
A
ct
av
is
5
1
1
0
7
2