Fréttatíminn - 14.01.2017, Qupperneq 10

Fréttatíminn - 14.01.2017, Qupperneq 10
10 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Þegar komið hefur til tals að hækka eignarskatta á Íslandi er fljótlega dreg-in inn í umræðuna mynd af háaldraðri ekkju sem býr ein í stóru einbýlishúsi en hefur engar tekjur til að greiða skattinn. Þegar nefnt er að mögulegt sé að leggja hér á hátekjuskatt eins og tíðkast í flestum nágrannalöndum okkar er sjómanni stillt fram, ungum fjölskylduföður og húsbyggjanda, sem sleppir frítúrum til að auka tekjur sínar. Þegar bent er á að hér sé fjármagnstekjuskattur fárán- lega lágur er dregin upp mynd af öldruðum hjónum sem lifa af eign- um sínum en eiga engan lífeyr- issjóð. Um leið og einhver krefst þess að veiðileyfagjöld séu hækk- uð vegna ógnargróða útgerðarinn- ar er bent á einn útgerðarmann austur á landi sem nær ekki end- um saman. Þegar til stóð að hækka virðisaukaskatt á gistingu upp í efra þrep var teflt fram ímynduð- um gistihúsaeigenda sem hefði selt allt gistirými sitt mörg ár fram í tímann. Ég man ekki eftir sambæri- legum umræðum um skattbyrði venjulegra launamanna eða þau gjöld sem tekin eru af launum þeirra. Auðvitað hentar það öllum til skemmri tíma að borga engan skatta. Allt þar til að opinber þjón- usta koðnar niður og fólk hefur ekki lengur aðgengi að heilbrigðis-, mennta- eða félagsþjónustu. Þess vegna borgum við skatta. Þótt það sé freistandi að gera það ekki þá getur það ekki gengið upp til lengdar. Við höfum meiri hag af því að greiða skatta en gera það ekki. Ef okkur tekst að halda uppi öflugu velferðarkerfi fáum við meira öryggi og þjónustu og bættari lífskjör í gegnum skattana. Þetta á við um venjulegt launa- fólk. Það er ekki nógu stöndugt til að geta tekið á sig áföll vegna veikinda, getur ekki sparað fyrir menntun barna sinna og ekki greitt úr eigin vasa fyrir þá þjónustu sem greitt er fyrir úr sameiginlegum sjóðum. Auðvitað er hægt að sjá fyrir sér venjulegan launamann sem sleppur vel frá erfiðleikum lífsins og greið- ir meira fé í skatta en sem nemur kostnaðinum við þá þjónustu sem hann fær í staðinn. Þetta væri mað- ur sem fengi góða vinnu sem ekki gerði kröfur um mikla menntun, yrði aldrei misdægurt og ekki barna auðið og myndi deyja skyndilega um það leyti sem hann færi á eftir- laun og án langrar sjúkralegu. En fyrir flest venjulegt launafólk eru skattar og tilheyrandi velferðar- kerfi góð kaup. Skattar byggja upp velferð sem veitir venjulegu launa- fólki öryggi um afkomu sína, tryggir því hjálp þegar á þarf að halda og gerir samfélagið mildara og sann- gjarnara en það væri ef launafólk nýtti ekki samtakamátt sinn til að byggja upp sameiginlega vel- ferð á sama tíma og hver og einn reynir að koma sér sem best fyrir persónulega. En þetta horfir öðruvísi út frá sjón- arhóli þeirra sem eiga miklar eign- ir og hafa háar tekjur. Í venjulegu skattkerfi að vestrænni fyrirmynd borgar það fólk meira til ríkis- ins en það getur tekið til baka. Greiðsla opinberrar þjónustu færir þessu fólki ekki meira öryggi en það gæti sjálft tryggt sér með eig- in tekjum og eigin auði. Lengst af var litið svo á að hátekjufólk og efnafólk fengi þó alltaf betra sam- félag fyrir skattana. Skattar þess minnkuðu sársaukann á götunum, drægi úr eymdinni í samfélaginu og efldu samfélagið sem heild þar sem fátækara fólk kæmist frekar til mennta, héldi betri heilsu og starfsorku, legði meira til samfé- lagsins en það gerði ef það hefði ekkert aðgengi að sameiginlegri þjónustu og því öryggisneti sem skattarnir halda uppi. Um þetta ríkti gott samkomulag á Vesturlöndum á gullaldarárum þeirra. En það samkomulag brast með auknu fylgi nýfrjálshyggjunn- ar. Innan hennar döfnuðu hug- myndir um að þröngt skilgreindir persónulegir hagsmunir hinna ríku og voldugu væru verðugri en sameiginlegir hagsmunir fjöldans. Og þess vegna fékk sá veiki fyrirsláttur sem ég nefndi í upp- hafi hljómgrunn. Hinir tekjuháu og eignamiklu komust upp með að bera fyrir sig einhverja minni máttar til að verja sig skattahækk- unum og síðan til að lækka skatta sína umtalsvert. Hér á Íslandi gekk þetta svo langt að hefðbundin skattheimta stendur ekki lengur undir velferðarkerfinu. Sá hópur sem í raun þarf ekki á kerfinu að halda til að kaupa sér menntun eða heilbrigðisþjónustu hefur svik- ist undan að taka undir sitt horn. Það er löngu kominn tími til að við hættum að láta hagsmuni þeirra sem þurfa ekki á velferðar- kerfinu að halda stjórna því hvern- ig við byggjum það upp. Það segir sig eiginlega sjálft. Ef við viljum ekki skattleggja háaldraðar ekkj- ur eða ungan sjómann sníðum við skattkerfið þannig að skattar þeirra verði ekki of háir. En það er engin ástæða til að gefa því hátekjufólki og auðmönnum skatt- frelsi sem hafa falið sig á bak við þetta fólk undanfarna áratugi. Gunnar Smári AÐ BERA FYRIR SIG MINNI MÁTTAR Skipting ráðuneyta gekk hratt og vel. Strax eftir lyklaskiptin tók Jón Gunnarsson, nýr flugmálaráðherra, til starfa. 13.999 kr. MONTRÉAL f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 13.999 kr. TORONTO f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 14.499 kr. NEW YORK f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 14.499 kr. PITTSBURGH f rá T í m a b i l : s e p te m b e r 2 0 1 7 14.499 kr. WASHINGTON D.C. f rá T í m a b i l : f e b rú a r - m a rs 2 0 1 7 14.499 kr. BOSTON f rá T í m a b i l : j a n ú a r - m a rs 2 0 1 7 Komdu með *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró. X

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.