Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 24

Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 24
24 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017 Sýnir ógnvekjandi raunveruleika á Íslandi Helga Dögg Ólafsdóttir helgadogg@frettatiminn.is Við búum í litlu landi og það eru allskyns tabú í gangi og mér finnst spennandi að fjalla um eitthvað af þeim. Það er til allskon- ar fólk á Íslandi eins og allstaðar annarsstaðar í heiminum, það er ekkert öðruvísi hér en annarsstað- ar. Fólk vill oft búa sér til einhvern íslenskan raunveruleika en hann er ekki til,“ segir Þórsteinn Sigurðs- son, nemi í Ljósmyndaskólanum. Að sögn Þórsteins er mikilvægt að eiga heimild um alla kima samfélagsins og að mynda- vél sé í raun skráningar- tæki. „Það er einhver rödd innra með mér sem segir að ég eigi að segja sögur. Allar aðstæður í myndunum mínum eru raunverulegar, enginn skáldskapur og ég er ekki að búa neitt til. Mínar fyrirmyndir í ljós- myndun eru þeir sem segja sögur sem eru ekkert endilega fyrir fram- an mann í hinu daglegu lífi.“ Þórsteinn leggur mikla áherslu á rannsóknarvinnu áður en sjálf myndin er tekin. „Ég byrja á því að tala við allskonar fólk um hvort leynist fjársjóður einhversstaðar í samfélaginu. Það er hluti af þessu að bera fram hugmyndirnar sínar og vinna sér inn eitthvað ákveðið traust og það er alveg jafn mikilvæg- ur hluti af ferlinu eins og að mynda síðan að lokum. Undirbúnings- vinna að svona myndum getur tekið marga mánuði og mað- ur þarf bara að sýna þolinmæði og venjulega kemur það sem maður vill til manns eins og með allt annað. Ég reyni að vanda mig og sýna mínar bestu hliðar þegar ég er að vinna að verkefnum.“ Er mikið um heimildaljósmyndun á Íslandi? „Það er lítið um það. Mjög fáir eru að vinna að því að skoða samfé- lagsleg vandamál og falinn raun- veruleika. Það er fátækt hérna, dóp og byssur. Þetta er alveg ógnvekj- andi raunveruleiki og þess vegna er mikilvægt að vita af tilvist þessa heims. Þetta er áhugavert hér á landi því það er enginn að vinna þessa heimildavinnu hérna heima og ef hún er unnin þá er hún oft rosalega ritskoðuð. Ég er ekki að vinna fyrir neinn, ég er bara að vinna fyrir sjálfan mig og það er enginn sem ritskoðar mig og ég get bara gert það sem mér sýnist. Til að sjá fleiri verk Þórsteins er mælt með að kíkja á xdeathrow á Instagram. Þórsteinn Sigurðsson, sjálfsmynd. Myndasería úr Breiðholti. „Who are Beige Boys?“ Gengi á Íslandi. Að sögn Þórsteins er mikilvægt að eiga heimild um alla kima samfélagsins. Ljósmynd úr seríu um „underground tattoo“ menningu á Íslandi. Sniper, HNP. Graffiti i Reykjavík. Ljósmyndarinn Þórsteinn Sigurðsson hefur ástríðu f yrir heimildaljósmyndun og finnst mikilvægt að allir kimar sam­ félagsins fái að sjást.7.499 kr. KÖBEN f rá T í m a b i l : f e b rú a r - a p r í l 2 0 1 7 4.999 kr. LONDON f rá T í m a b i l : m a rs - a p r í l 2 0 1 7 7.999 kr. BERLÍN f rá T í m a b i l : j a n ú a r - f e b rú a r 2 0 1 7 12.999 kr. LYON f rá T í m a b i l : j ú n í 2 0 1 7 8.499 kr. BRUSSEL f rá T í m a b i l : j ú n í 2 0 1 7 14.999 kr. SALZBURG f rá T í m a b i l : j a n ú a r 2 0 1 7 Hæ, kíktu út! *Verð miðast við flug aðra leið með sköttum ef greitt er með Netgíró.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.