Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 26
26 | FRÉTTATÍMINN | Laugardagur 14. janúar 2017
Mikilvægt að tala við
kindurnar
Silja Jóhannesdóttir þreytir frumraun sína í fjárbúskap sem
afleysingabóndi í tuttugu daga. Það hefur komið henni á óvart hvað það
fer mikil vinna í bústörfin og hvað kindurnar eru miklir karakterar.
Sólrún Lilja Ragnarsdóttir
solrunlilja@frettatiminn.is
Silja Jóhannesdóttir hóf nýtt ár í öðrum aðstæðum en hún er vön. Hún tók að sér að vera bóndi í afleys-ingum í tuttugu daga á
bænum Ærlæk ásamt föður sínum
á meðan ábúendur á bænum eru
í fríi í Mexíkó. Þó Silja hafi búið á
bæ rétt fyrir utan Akureyri þegar
hún var barn, þá voru þar engin
dýr, svo þetta er frumraun hennar
í fjárbúskap með 550 kindur.
„Það er búið að vera ótrúlega
gaman að vera í sveitinni og læra
handtökin, ég hef alveg verið í
sveit en aldrei unnið sveitastörf
eða gefið,“ segir Silja, en á bænum
eru líka fjórir hestar, fjórtán end-
ur, hundur, köttur og kanína. „Það
skemmtilegasta sem ég hef gert
er að hleypa öndunum út. Þær
vagga út úr húsi, ótrúlega skítugar
og glaðar, svo synda þær á vatn-
inu í smá tíma og vagga aftur inn
hreinar og fínar. Það er svo brjál-
æðislega gaman að sjá þær vagga
svona,“ segir hún hlæjandi. Þá
finnst henni líka mjög gaman að fá
að keyra traktor.
Áhætta að sinna bústörfum
Það sem hefur komið Silju hvað
mest á óvart í sveitinni er hvern-
ig heyið nær að dreifast út um
allt, inn í öll hús, og vinnan við
bústörfin. „Maður heldur að það
þurfi bara að henda smá heyi í
garðana, en svo þarf að flytja til
rúllurnar og skera utan af þeim.
Það er nú áhættuatriði út af fyrir
sig að fara upp á rúllurnar og skera
þær í sundur. Maður þarf að hoppa
upp á einhvern skera og þetta er
spurning um styrk, jafnvægi og
almenna útsjónarsemi,“ segir hún
og af lýsingunum að dæma hefur
hún lagt sig í hættu við þessa að-
gerð.
Silja og faðir hennar voru tvö
ein í sveitinni yfir áramótin, ásamt
dýrunum, og segir hún það hafa
verið mjög notalegt. Silja er ekki
mjög hrifin af flugeldum svo hún
var fegin að vera laus við þann
gauragang þessi áramótin.
Gott lambalæri ekki sjálfgefið
Aðspurð segist Silja ekki geta hugs-
að sér að verða bóndi eftir þessa
reynslu, en hún væri alveg til í
að búa í sveit. „Þetta er skemmti-
leg vinna upp að vissu marki, en
ég held ég væri ekki til í að vera
bundin svona yfir dýrunum og
að sinna þessari
miklu vinnu sem
fylgir þeim á
hverjum degi.“
Silja segir í
gríni að það ætti
jafnvel að skikka
alla þá sem borða lamba-
kjöt til að sinna fjárbúskap í smá
tíma. „Ég hef alltaf verið báðum
áttum varðandi styrki til land-
búnaðar, en ég held að fólk myndi
skilja styrkina betur og bera meiri
virðingu fyrir atvinnugreininni
ef það prófaði að vera í sveit. Gott
lambalæri verður ekki til úr engu,
það er ótrúlega vinna á bak við
þetta. Það þarf að sinna dýrunum
vel, enda eru þetta skepnur með
skyn. Maður þarf að vera góður
við þær og tala við þær. Það sem
er magnað við kindurnar, og kom
mér líka á óvart, er hvað þær eru
miklir karakterar.“
Silja segir mikilvægt að sinna kindunum vel og vera góður
við þær.
Það er ekki auðvelt
að vinna með
heyrúllurnar og
krefst það mikillar
útsjónarsemi.
Harpa Rut stofnaði facebook-
hópinn Jákvæður janúar til að
hvetja Íslendinga til jákvæðni
og kenna þeim að elska sjálfa
sig. Fyrir sjö árum var hún sjálf
frekar neikvæð týpa og óham-
ingjusöm í eigin skinni, en tók
sig á með góðum árangri. Nú vill
hún hjálpa öðrum.
„Hugmyndin kviknaði þegar ég
var að velta fyrir mér hvað ég gæti
gert til að fá Íslendinga til að vera
jákvæðari og læra að elska sjálfa sig
um leið,“ segir Harpa Rut Heiðars-
dóttir, fangavörður og einkaþjálfari,
sem stofnaði í ársbyrjun facebook-
-hópinn Jákvæður janúar, sem nú
telur um þúsund meðlimi.
Harpa Rut segir hópinn vera
fyrir alla þá sem eru að leita sér að
jákvæðri hvatningu, hvort sem það
er í daglegu lífi, eða tengda heilsu
og lífsstíl. Hún tekur þó fram að
hópurinn sé alls ekki bara fyrir nei-
kvætt fólk sem þurfi að sjá jákvæðu
hliðarnar á hversdeginum.
„Svo innilega ekki. Þessi hópur
á að hvetja meðlimina til að vera
jákvæðir og fá þá til að smita út frá
sér jákvæðnina. Ég vil alls ekki að
þessi flotti hópur sé stílaður inn á
neikvætt fólk, því að allir sem eru í
honum eru þar á sömu forsendum,
að byrja árið með bros á vör, sama
hvort þeir eru vanir að gera það eða
ekki. Ég allavega held að eitt bros
smiti frá sér fleiri bros,“ segir Harpa
sem er dugleg að skrifa hvetjandi
og jákvæð innlegg í hópinn til að
minna fólk á það góða í lífinu. Þá
minnir hún fólk á að hrósa, bæði
sjálfu sér og öðrum. Og þetta virðist
vera að virka því hún hefur fengið
fjölmörg skilaboð þar sem fólk tjáir
henni hvað þetta hefur gert því gott.
Sjálf hefur hún ekki alltaf verið
jákvæða týpan, svo sannarlega ekki.
„Fyrir um sjö árum var eins og það
kviknaði á ljósaperu hjá mér og ég
sá hversu neikvæð manneskja ég
var. Ég var allt of þung líkamlega
og andlega. Allt of óhamingjusöm
í mínu eigin skinni. Ég tuðaði yfir
öllu og sá aldrei jákvæðu hliðarn-
ar á hlutunum. Ég dró mig niður
með neikvæðu tali og þar fram
eftir götunum. Þar til einn daginn,
þá fannst mér ég bara leiðinleg og
mig langaði ekki að vera leiðinleg
manneskja. Hvað var til ráða? Jú, að
breyta sjálfri mér. Það var eitthvað
sem ég þurfti að gera sjálf, því það
gerir það enginn fyrir mann. Ætli ég
vilji ekki kveikja á fleiri ljósaperum
og halda ljómanum í þeim sem nú
þegar er kveikt á.“
Harpa heldur úti líflegum og
skemmtilegum snapchatreikningi
ásamt kærastanum sínum, Vigfúsi
Dan Garshorn Christiansen, þar
sem jákvæðnin er í fyrirrúmi: lifs-
stillharpa. | slr
Hvetur til jákvæðni í janúar Harpa og Fúsi taka sig ekki of hátíðlega og reyna að lifa lífinu jákvæð og glöð.
20-70% AFSLÁTTUR
Vetrarmarkaður ELLINGSEN
Mikið úrval af gönguskóm
ZAMBERLAN
VIOZ PLUS
VERÐ ÁÐUR 49.390.KR
30% AFSLÁTTUR
VERÐ NÚ 34.573.KR
SCARPA
MOJITO
VERÐ ÁÐUR 22.990.KR
20% AFSLÁTTUR
VERÐ NÚ 18.392.KR
Með því að velja hráefnið
af kostgæfni, nota engin aukaefni
og hafa verkhefðir fyrri tíma
í hávegum, framleiðum við
heilnæmar og bragðgóðar
sjávarafurðir.
Söluaðilar:
10-11, Hagkaup, Kostur,
Iceland verslanir, Kvosin,
Melabúðin, Nettó, Samkaup,
Pure Food Hall flugstöðinni
Keflavík, Sunnubúðin.
Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is | Selena undirfataverslun
ÚTSALAN
ER HAFIN
Undirföt
Sundföt
Náttföt