Fréttatíminn - 14.01.2017, Síða 33
5 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017 SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA
að fyrirtækin axli ábyrgð á þeim
afleiðingum sem rekstur þeirra
hefur á umhverfið og samfélagið,
en boðið verður upp á stuðning
og fræðslu um hagnýtar leiðir að
ábyrgri ferðaþjónustu.
Eimskip hefur í gegnum árin
fylgst mjög náið með þróun nýrra
orkugjafa til að knýja skipa- og
bílaflota félagsins. Nú þegar hefur
verið tekinn í notkun nokkur fjöldi
rafmagnsbíla hjá félaginu til að
sinna þörfum þess á höfuðborgar-
svæðinu. Undir lok síðasta árs
skrifaði Eimskip undir samning
um kaup á norsku skipafélagi sem
hefur yfir að ráða skipum sem eru
knúin fljótandi gasi (LNG) og eru
mun umhverfisvænni en olíuknúin
skip. Ef kaupin á norska félaginu
ganga eftir, að fengnu samþykki
norskra samkeppnisyfirvalda,
verða þetta umhverfisvænstu
skip í flota íslenskt félags.
Umferð á vegum mengar mikið
og er slítandi fyrir vegi. Árið 2014
hóf Eimskip að sigla til fleiri hafna
á Íslandi til að auka þjónustu við
viðskiptavini, draga úr umferð
á vegum og flytja þungavöru af
vegum yfir á sjó. Þessi breyting
hefur gefist vel.
Þegar umhverfismál eru skoðuð
út frá hagkvæmni kemur oftar en
ekki í ljós að það er hagur allra að
vinna á sem umhverfisvænstan
hátt. Fyrirtækin og samfélagið
hagnast á því.
Forvarnarstarf verður að teljast
eitthvað það mikilvægasta sem
fyrirtæki geta tekið þátt í þegar
kemur að samfélagslegri ábyrgð
og hefur Eimskip í gegnum árin
lagt áherslu á forvarnarstarf í
sínum samfélagsverkefnum. Fé-
lagið hefur frá árinu 2004 átt í
samstarfi við Kiwanis á Íslandi
um að gefa öllum sex ára börnum
reiðhjólahjálma til að auka öryggi
þeirra. Þessi gjöf hefur á þeim
tíma sem verkefnið hefur verið
í gangi margsinnis sannað gildi
sitt og mikilvægi þess að nota
hjálm, hvort sem er á hjólum eða
á hættulegum vinnusvæðum. Á
hverju ári hefur reiðhjólahjálm-
ur bjargað barni frá alvarlegum
meiðslum. Eimskip og starfsmenn
þess eru afar stoltir af því að taka
þátt í verkefni sem ber svo ríku-
legan ávöxt. Það lætur nærri að
Eimskip og Kiwanis hafi fært um
60 þúsund börnum hjálma frá því
verkefnið hóf göngu sína. Eimskip
var heiðrað af alþjóðlegu Kiwan-
ishreyfingunni fyrir þetta framtak
sitt og hlaut alþjóðlegu nafn-
bótina Samfélagsfyrirtæki ársins
árið 2013. Forvarnir eru einnig
stór þáttur í starfsemi Eimskips.
Á stórum vinnustað leynast oft
hættur og því afar mikilvægt að
starfsmenn séu upplýstir og með-
vitaðir um þær og að þeir kunni
rétt viðbrögð við slysum. Mikil-
vægur þáttur í þessari fræðslu er
kennsla í notkun á öryggisbúnaði.
Íþróttastarf er mikilvæg-
ur þáttur í forvörnum. Eimskip
er einn stærsti einstaki stuðn-
ingsaðli íþrótta á Íslandi. Eim-
skip hefur með stuðningi sín-
um við íþróttastarf ávallt lagt á
það ríka áherslu að stuðningur
félagsins renni til uppbyggingar
á barna- og unglingastarfi fé-
laganna. Það er afar mikilvægt
að börn og unglingar finni sig
snemma í áhugamálum sínum og
með því má koma í veg fyrir að
þau leiðist út í neyslu áfengis og
annarra vímuefna. Fíkniefni eru
einhver mesta ógn sem stafar að
samfélagi okkar og með samstarfi
við íþróttafélög, ásamt því að
vinna náið með tollayfirvöldum og
lögreglu til að koma í veg fyrir að
fíkniefni berist sjóleiðina til lands-
ins, vonast Eimskip til þess að
það setji þunga sinn á vogarskál-
ina í baráttunni.
Svo fleiri dæmi séu tekin þá
hefur Eimskip styrkt starfsemi
Rauða krossins á Íslandi frá árinu
2009 með samstarfssamningi á
sviði fatasöfnunar og flutninga
á fatnaði til landa sem á þurfa
að halda. Með fatasöfnuninni er
endurnýting verðmæta höfð að
leiðarljósi um leið og stutt er við
gott málefni. Þá hefur Eimskip um
margra ára skeið styrkt Skógrækt
ríkisins til að stuðla að frekari
skógrækt í landinu og Slysavarna-
skóla sjómanna til fræðslu til að
draga úr slysum og auka öryggi
á sjó.
Á komandi árum verða æ fleiri
verkefni og áskoranir sem takast
þarf á við í samfélags- og um-
hverfismálum, en það er skylda
fyrirtækja að leggja sitt að mörk-
um í þeim efnum. Samfélags- og
umhverfismálin eru langtíma-
verkefni sem unnið verður að um
ókomna tíð hjá félaginu og mun
Eimskip áfram leggja sig fram um
að vera í fararbroddi er varðar
samfélagslega ábyrgð.
Með tækni frá Marorku má draga
úr útblæstri og brennslu olíu.
Forvarnir eru mikilvægar, 60.000 börn
hafa fengið hjálma frá Kiwanis og
Eimskip.
Eimskip styður við starfsemi Rauða krossins.