Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 44

Fréttatíminn - 14.01.2017, Page 44
16 LAUGARDAGUR 14. JANÚAR 2017SAMFÉLAGSÁBYRGÐ FYRIRTÆKJA Fyrsta íslenska ilmkjarnaolían Framleidd á lífrænt vottuðu landi. Unnið í samstarfi við Hraundísi Í Borgarfirðinum býr Hraundís Guðmundsdóttir, skógfræðingur og ilmolíufræðingur. Hún vinn-ur hjá Skógræktinni en öðrum stundum eyðir hún í að eima plöntur í ilmolíur og er sú eina hér á landi sem fæst við þá iðju. „Ég lærði ilmolíufræði í skóla sem hét Lífs- skólinn og er reyndar ekki lengur til. Ég rak nuddstofu uppi í sveit og notaði ilmkjarnaolíur sem hafa mjög mikla virkni. Þær geta verið ýmist bakteríudrepandi, sveppadrepandi, bólgueyðandi, blóðþrýstingslækk- andi og margt fleira,“ segir Hraun- dís sem lengi hafði alið þann draum í brjósti að læra að búa til olíurnar. „Ég kunni að nota ilmkjarnaolíur en ekki að búa þær til þannig að árið 2015 fór ég að leita að stað til þess að læra að eima plöntur. Ég fann hjón í Arizona sem reka ilmkjarna- olíufyrirtæki þar, fór til þeirra og lærði verkferlana. Hjónin frá Arizona komu svo til mín til þess að hjálpa mér að starta þessu,“ segir Hraun- dís sem framleiðir núna 7 tegundir af ilmkjarnaolíum úr íslenskum barr- trjám. „Ég er búin að vera að gera ýmsar tilraunir með allar þær jurtir sem ég finn í náttúrunni sem eru með ilmkjarnaolíum en það eru ekki allar plöntum með olíu. Í eimingar- tækjunum er 100°C heit gufa leidd í gegnum plöntuna og við það losnar olían. Gufan er síðan leidd í gegnum kælirör og verður að vökva en þar sem olían er léttari en vatnið flýtur hún ofan á. Það þarf líka að huga að veðurfari þegar verið er að sækja hráefni til eimingar, plöntur eru svo- lítið dyntóttar eftir veðri með tilliti til olíframleiðslu.“ Er með ilmandi stíga Engin tré eru felld til þess að nálg- ast barrið heldur kvistar Hraundís þau sem er raunar afar gott fyrir skóginn. „Það er betra fyrir skóginn, neðstu greinarnar drepast alltaf þegar tréð stækkar, þær skyggjast út. Ég klippi neðstu greinarnar og nota barrið og minnstu greinarnar af því. Við fáum líka mikið betri við úr skóginum þegar við kvistum hann og öll umgengnin í skóginn verður auðveldari. Ég er í rauninni að taka til í skóginum,“ segir Hraundís sem er eins og áður sagði skógfræðingur og sú menntun nýtist virkilega vel við iðjuna. Hraundís notar því það sem náttúran gefur og gætir að því að nýta það vel. „Þe gar barrið er eim- að verður til hrein olía. Hratið sem kemur úr pottinum hjá mér, þegar ég er búin að eima barrið, nota ég í stígagerð þannig ég er með ilmandi stíga heima hjá mér,“ segir Hraundís hlæjandi og bætir við fyrir forvitna að erfitt sé að nota barrið í moltu því að það brotni svo hægt niður. Stígagerðin sé því fullkomin lausn til þess að nýta barrið. Sitkagreniolían verkjastillandi Ilmkjarnaolíur Hraundísar fást nú þegar í öllum verslunum Heilsu- hússins og víða í Borgarfirði; Hótel Húsafelli, Ljómalind, Snorrastofu og Landnámssetrinu og einnig í Húsi handanna á Egilsstöðum og vitan- lega vefsíðu Hraundísar, hraundis. is . „Síðan er farið að selja þær í Bandaríkjunum, stórt fyrirtæki er farið að kaupa af mér sitkagreniolí- una og ég er með aðra stóra pöntun sem ég á eftir að framleiða,“ segir Hraundís sem segir sitkagreniolíuna afar vinsæla, ekki síst sökum þess að hún er verkjastillandi og fáir eru að eima hana. „Ísland er skilgreint sem nánast skóglaust land en samt er ég að senda sitkagreniolíur til Bandaríkjanna þar sem mikið stærri skógar eru! Það er svolítið sérstakt,“ segir Hraundís og hlær. Orðlaus yfir íslensku náttúrunni Barrolíurnar eiga það allar sameiginlegt að vera bakteríu- drepandi og það er til að mynda mjög gott að setja dropa út í skúr- ingarvatnið. Þær eru einnig góðar við lungnasjúkdómum og kvefi. Fyrir utan virknina þá ilma þær sér- lega vel. „Það er svo frísk og fersk lyktin af barrtrjánum. Ég sendi alltaf allt nýtt sem ég eima til hjónanna í Arizona og þau eru alltaf orðlaus og segjast finna ferskleikann frá Íslandi í ilmkjarnaolíunum frá mér. Ég er að eima úr mínum eigin brunni sem kemur beint ofan af fjalli en þau hafa ekki kost á öðru en að eima úr klórvatninu í Bandaríkjunum. Við gleymum því stundum hvað við höfum það gott. Erlendis, eins og til dæmis víða í Frakklandi, eru margir bændur að reyna að vera lífrænir en þeir eru allir hver ofan í öðrum. Á næstu skikum eru kannski bænd- ur sem eru að rækta vínvið fyrir víngerð og þeir úða og úða þannig að það er voða erfitt að vera með lífrænt þar,“ segir Hraundís og bætir við að víðátturnar hérna á Íslandi geri okkur kleift að halda ákveðn- um svæðum hreinum og lífrænum. Landið hennar Hraundísar í Borg- arfirðinum hefur til að mynda verið með lífræna vottun síðan 2007 og Sóley Organics nýtir meðal annars vallhumal af landinu í snyrtivörur. Skapandi samfélag RB (Reiknistofa bankanna), hefur tekið á sig samfélagslega ábyrgð með ýmsum hætti. Unnið í samstarfi við RB Til viðbótar við þá grunn-samfélagsþjónustu sem felst í starfsemi fyrir-tækisins er lögð áhersla á ýmsa samfélagslega þætti. Allt frá því að efla og styðja starfsfólk með heilsuvernd, jafnlaunastefnu og vistvænni samgöngustefnu, yfir í að efla forritunar- og tækni- menntun í skólum og jafnvel standa fyrir „off-venue“ tónleik- um á Airwaves. „Meginstarfsemi RB hefur mik- ið samfélagslegt gildi í sjálfu sér þar sem fyrirtækið ber ábyrgð á grunnstoðum greiðslumiðlunar landsins og tryggir uppitíma og rekstur á fjölmörgum upplýsinga- tæknikerfum sem eru forsenda þess að fjármálastarfsemi lands- ins gangi vel fyrir sig. Bæði greiðslumiðlun og fjármálastarf- semi eru gríðarlega mikilvægir þættir í hagkerfum þjóða. Auk þess þarf RB að fara að lögum og fylgja sátt sem Samkeppnis- eftirlitið gerði við eigendur RB,“ segir Guðmundur Tómas Axels- son, markaðsstjóri RB. RB hefur ætíð styrkt góð- gerðarmál og staðið fyrir ýmsum viðburðum en ákvörðun var tekin 2015 að gerast aðili að Festu, mið- stöð um samfélagslega ábyrgð, og móta formlega stefnu byggða á þremur helstu stoðum sjálf- bærni, sem eru fólk, umhverfið, og efnahagslegur ávinningur. „RB leggur til dæmis mikið upp úr heilsuvernd og ýmsu tengdu heilsufari starfsfólks. Þar á meðal eru heilsumælingar og vistvænn samgöngusamningur en 45% pró- sent starfsmanna RB eru á vist- vænum samgöngusamningi sem telst nokkuð góður árangur. Við höfum einnig náð góðum árangri í að draga úr launamun kynjanna og á dögunum hlaut RB gullmerki jafnlaunaúttektar Pricewater- house Cooper þar sem ekki er marktækur munur á launum kynj- anna í fyrirtækinu. Þar að auki gerum við ekki greinarmun á fólki eftir aldri, litarhætti, trúarbrögð- um og fleira,“ segir Guðmundur. Meðal þess sem RB hefur gert til að efla starfsfólk sitt er að styðja með ýmsum hætti við tónlistarfólkið sem þar starfar, m.a. með því að skipuleggja „off- -venue“ tónleika á Airwaves. „Það er mikið af tónlistarfólki sem starfar hjá okkur og þetta hefur verið skemmtileg leið til að leyfa hæfileikum þess að njóta sín.“ RB hefur ekki farið varhluta af þeim gríðarlega hjólreiðaá- huga sem gripið hefur landann og stendur árlega fyrir hjólamóti í samstarfi við Tind hjólreiðafélag, RB Classic, eitt stærsta götu- hjólamót landsins. „Markmiðið er að styðja við hjólaíþróttina sem hefur náð miklum vinsældum hér á landi.“ Meðal nýjunga hjá RB er verkefni sem heitir RB hjálpar, þar sem starfsmönnum býðst að vera í hjálparstarfi að eigin vali í einn dag á ári á fullum launum. „Þetta gerum við til að efla samkennd og styrkja enn frekar góðagerðar- starf.“ RB leggur ýmislegt til samfé- lagsins, meðal annars með því að vera stofnaðili og aðili að sjóðnum Forritarar framtíðarinnar sem hef- ur það markmið að efla forritun- ar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Hægt er að sækja um í sjóðinn sem þjálfar kennara til forritun- arkennslu og gefur tölvubúnað. „Sjóðurinn er á þriðja ári og erum við á þeim tíma búin að þjálfa 200 kennara í forritunarkennslu og gefa hundruð tölva. Þetta eru tölvur sem eru 2 eða 3 ára gamlar og ekki lengur í notkun hjá okkur, en eru öflugar og góðar tölvur sem nýtast vel í skólunum. Það má segja að þetta sé nokkurskon- ar umhverfisstefna í leiðinni, þar sem við endurnýtum tölvurnar á þennan máta,” segir Guðmundur. Aðspurður játar hann því að margir hafi orð á því að RB sé mun skemmtilegri vinnustaður en þá óraði fyrir. „Þegar fyrirtæki eru að keppa um starfsfólk skipt- ir máli hvernig fólki líður með að vinna hjá ákveðnu fyrirtæki, þar skiptir ímynd fyrirtækisins máli. Auk þess er samfélagsleg ábyrgð að verða mikilvægari í öllum fyr- irtækjarekstri í dag. Þetta snýst fyrst og fremst um hvernig sam- félag við viljum skapa og lifa í.“ Guðmundur Tómas Axelsson, markaðsstjóri RB, segir að mikið sé lagt upp úr heilsuvernd hjá RB. Starfsfólki er boðið upp á heilsumælingar og 45% starfsmanna eru á vistvænum samgöngusamningi. Mynd | Hari Hraundís gerir 7 tegundir af barrolíum. Mynd | Arnþór Birkisson Hraundís kvistar tré.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.