Morgunblaðið - 31.12.2016, Side 26

Morgunblaðið - 31.12.2016, Side 26
26 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 EITT ER VÍST: ALNO FRJÁLS VERSLUN 3 tbl. 2016 63 Suðurlandsbraut 26 Sími: 587 2700 Opið 11-18 virka daga og 11-16 laugardaga. www.alno.is ÚR BÆJARLÍFINU Andrés Skúlason Djúpavogi Um áramót er mönnum tamt að líta um öxl og horfa yfir liðið ár. Oftast stendur það upp úr sem hæst ber í fjölmiðlum og eiga þá hamfarir ýmiskonar gjarnan upp á pallborðið, hvort heldur er af nátt- úrulegum ástæðum eða stjórn- arfari í landinu. Samfélagið í Djúpavogshreppi hefur burtséð frá ytri aðstæðum haldið áfram á sinni braut.    Djúpavogshreppur hefur ekki haft í digran sveitarsjóð að leita eftir stóráföll í atvinnulífinu og verulegt tekjufall af þeim sökum á síðustu árum. Stjórnvöld hafa í engu mætt þeim miklu ágöllum sem enn er að finna í núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi, kerfi sem stjórnvöld sjálf hafa hannað, en vilja hinsvegar enga ábyrgð bera á þegar horfast þarf í augu við sam- félagslegar afleiðingarnar vítt og breitt um landið.    Samfélagið í Djúpavogshreppi hefur hinsvegar ekki fest í því fari að horfa of mikið um öxl. Upplýst um að hinar „sameiginlegu“ auð- lindir eru augljóslega ekki allra, hefur sveitarfélagið sótt á önnur mið til sóknar m.a. laðað að nýjar starfsstöðvar til að auka á fjöl- breytni starfa á svæðinu og ljóst er að halda þarf áfram á þeirri braut sem hefur gefist vel. Þá varð fjölgun starfa og uppbygging í ferðaþjónustu umtalsverð á árinu og störfum við fiskvinnslu hefur fjölgað aftur að nokkru leyti þrátt fyrir að dregið hafi stórlega úr umsvifum við höfnina.    Við þessi sveiflukenndu skil- yrði vekur sérstaka athygli að á liðnu ári fjölgaði íbúum á Austur- landi langmest í Djúpavogshreppi sem er auk þess í réttu hlutfalli í 3. sæti yfir sveitarfélög í landinu er varðar jákvæða íbúaþróun. Hlut- fall yngra fjölskyldufólks hefur haldið áfram að vaxa og er sú staða uppi að biðlisti hefur mynd- ast á 40 barna leikskóla í aðeins 453 manna samfélagi. Ekki verður litið hjá því að stefna sveitarfé- lagsins hefur skilað árangri með fókus á fjölbreytni á innviði sam- félagsins að leiðarljósi með lifandi og kraftmikið samfélag að baki.    Þrátt fyrir að eftirlitsnefnd með fjármálum sveitarfélaga hafi verið með ábendingar til Djúpa- vogshrepps um aðhaldsaðgerðir til að mæta tekjutapi vegna áð- urgreindrar meinsemdar í fisk- veiðistjórnunarkerfinu sem skert hefur tekjur sveitarsjóðs, þá er sveitarstjórn engu að síður fullviss um að hæfileg sókn sé mun heilla- vænlegri og ábyrgari leið heldur en niðurskurður á grunnþjónustu.    Samfélagið í Djúpavogshreppi hefur á síðustu misserum end- urtekið sýnt þrátt fyrir sinnuleysi stjórnvalda að það er hægt að bregðast við miklu mótlæti ef sam- takamáttur íbúa er til staðar. Áframhaldandi sókn er því besta vörnin og þannig ætlar Djúpavogs- hreppur að heilsa komandi ári. Íbúum hefur fjölgað á Djúpavogi á árinu Morgunblaðið/Andrés Skúlason Endurbygging Faktorshúsið á Djúpavogi hefur verið endurbyggt en það var upphaflega reist árið 1848 og er eitt af elstu timburhúsum hér á landi. Vilhjálmur A. Kjartansson vilhjalmur@mbl.is „Til viðbótar við fjárlagafrumvarpið og til að geta bætt í og mætt aukinni þjónustuþörf á svæðinu vantar upp á, miðað við fjárlagfrumvarpið, 162 milljónir króna,“ segir Halldór Jónsson, forstjóri Heilbrigðisstofn- unar Suðurnesja. „Ætlum við að halda óbreyttri starfsemi miðað við árið sem er að líða þá þurfum við að fá 105 millj- ónum meira en er í fjárlaga- frumvarpinu og ef við ætlum að mæta þeirri aukningu sem við telj- um að verði á nýju ári þurfum við 57 milljónir til viðbótar.“ Heilbrigðisstofnun Suðurnesja var úthlutað 50 milljónum króna í aukafjárveitingar í fjáraukalögum en það kom fyrst og fremst til vegna aukinnar þjónustuþarfar á svæðinu. „Gífurleg fólksfjölgun hefur verið á Suðurnesjum á yfirstandandi ári en á fyrstu þremur ársfjórðungum 2016 fjölgaði um átta prósent á svæðinu. Aukafjárveitingin kom til m.a. til að mæta þeim halla sem varð á rekstrinum vegna aukinna verkefna. Sú fjárhæð og það sem kemur til með að vera bætt inn í 2017 nemur um 100 milljónum og það styrkir reksturinn og gerir okk- ur betur kleift að bregðast við aukn- um verkefnum.“ Ferðaþjónustan eykur álagið Opinberar stofnanir finna fyrir fjölgun ferðamanna líkt og atvinnu- lífið allt og segir Halldór nálægðina við Keflavíkurflugvöll kalla á enn frekara álag á Heilbrigðisstofn- unina. „Óhjákvæmilega setur aukinn fjöldi ferðamanna strik í reikninginn en það er vaxandi fjöldi tilvika sem koma frá Keflavíkurflugvelli beint til okkar. Einhver tilvik eru send til Reykjavíkur en langflest tilvik koma til okkar,“ segir Halldór og bendir á að fjöldi starfsmanna við Keflavíkurflugvöll sé kominn á sjötta þúsundið og þar sé unnið all- an sólarhringinn. „Auk fjölda starfsmanna á vell- inum er gífurleg fjölgun ferðamanna sem þar fara í gegn. Síðan koma reglulega upp tilvik þar sem lent er með veikan farþega um borð. Í töl- um frá slysa- og bráðamóttöku okk- ar sést að kúrfan frá Keflavíkur- flugvelli hefur rokið upp á við líkt og heildarfjöldinn sem leitar til okkar.“ Fjölgun bæði starfsmanna Kefla- víkurflugvallar og þar með íbúa í ná- munda við völlinn og ferðamanna gerir alla áætlunargerð erfiða, að sögn Halldórs. „Það er hvorki auðvelt fyrir okkur né flugrekstraraðila og flugvöllinn að gera áætlanir í þessu ástandi. Það er alltaf óttinn við að bakslag komi og því þurfum við að takast á við ástandið eins og það er og bregð- ast við álaginu á hverjum tíma.“ Álagið mikið á Suðurlandi Herdís Gunnarsdóttir, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Suðurlands, HSU, ritaði pistil til starfsmanna stofnunarinnar á Þorláksmessu þar sem hún fór yfir fjárhagsstöðu stofnunarinnar. Ekki náðist í Her- dísi við vinnslu fréttarinnar en í pistli hennar segir hún m.a. að eftir fyrsta ársfjórðung 2016 hafi halli á rekstri verið um 160 milljónir og út- komuspá ársins hljóði upp á 170 milljónir. Rekstraráætlun HSU fyrir árið 2017 hefur verið skilað á grundvelli fjárlagafrumvarpsins með um 159 millj. kr. halla, segir Herdís jafn- framt „Áætlunin er gerð á grunni rekstrar og þjónustu á þessu ári og er miðuð við óbreytta starfsemi. Í forsendum fjárlaga 2017 er gert ráð fyrir 1% raunvexti í rekstri á heilsu- gæslu- og sjúkrasviði HSU ásamt sama vexti fyrir hjúkrunarrými og að auki lækkun á framlagi um 8.000.000 kr. á sjúkrasviði vegna að- halds í útgjaldaramma ráðuneytis. Því ber að fagna að nú í fyrsta sinn er gert ráð fyrir raunvexti í starf- seminni í fjárframlögum. Hins veg- ar hefur vöxtur í lögbundinni starf- semi og grunnþjónustu HSU á undanförnum árum verið langt um- fram þetta 1%. Raunaukning í starf- semi heilsugæslunnar nemur um 2% á ári og allt upp í 9-10% vöxtur á einu ári í komum á bráðamóttöku og í sjúkraflutningum. Af framansögðu má álykta sem svo að miðað við nú- verandi starfsemi er stofnunin und- irfjármögnuð,“ segir hún í pistli sín- um. Álag á heilbrigðisstofn- unum í Suðurkjördæmi Morgunblaðið/Sigurður Jónsson Spítali Aukning varð í flestum þjónustuþáttum heilsugæslunnar, sem skýrist af þeirri fólksfjölgun sem orðið hefur á svæðinu og ferðamönnum. Gott ástand VESTURLANDIÐ Í LAGI  Fólksfjölgun og fjöldi ferðamanna eykur þjónustuþörfina „Staðan hjá okkur rekstrarlega hefur verið ágæt undanfarin ár og við höfum ekki verið með rekstrarhalla,“ segir Ásgeir Ás- geirsson, settur forstjóri Heil- brigðisstofnunar Vesturlands. „Það er aðeins aukning hjá okkur vegna ferðamanna en það er ekkert sem við finnum fyrir. Þetta er því ekkert sem kallar á sérstök úrræði. Það var reyndar stórt rútuslys hérna í vikunni en slíkt gerist sem betur fer sjald- an.“ Síðdegis í gær höfðu alls 832 umsóknir um at- vinnuleysistrygg- ingar, sem tengj- ast vinnslustöðv- un í fiskvinnslu vegna verkfalls sjómanna, verið sendar til Vinnu- málastofnunar frá 15. desember. Nálægt 37% umsækjenda eru búsett á Norðurlandi eystra og því næst kemur Suðurland, 23%, höfuðborg- arsvæðið og Suðurnes, 12% á hvoru svæði, en færri á öðrum svæðum. Konur eru um 55% þeirra sem um ræðir og karlar 45%. Dreifing eftir aldri er nokkuð jöfn, flestir eru þó á aldrinum 30-39 ára eða 25%, en hlut- fallið er litlu lægra í öðrum aldurs- hópum en fæstir eru 60-69 ára. Íslenskir ríkisborgarar eru 51% þeirra sem um ræðir, Pólverjar 36%, en fólk af öðru þjóðerni er 13%. 832 bótaum- sóknir frá fisk- verkafólki Umsóknir 832 hafa sótt um bætur.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.