Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 28
Viðskipti | Atvinnulíf MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 ÚTSALA Við opnum kl. 12:00 mánudaginn 2. janúar afsláttur 20 –70% Jón Þórisson jonth@mbl.is Breytingar á viðmiði við skiptingu 100 milljarða fjárfestingarheimildar Seðlabankans milli lífeyrissjóða til fjárfestingar í fjármálagerningum út- gefnum í erlendum gjaldeyri valda því að svonefndir innflæðissjóðir bera minna úr býtum en hinir sem hafa út- streymi umfram innstreymi. „Að sjálfsögðu þurfti í upphafi að ákveða hvernig þessum undanþágum skyldi skipt milli sjóða, en mér finnst það sæta furðu að þessum hlutföllum sé nú breytt,“ segir Hreggviður Inga- son, forstöðumaður eignastýringar hjá Lífsverki, lífeyrissjóði. „Ef tekið er dæmi af sjóði með nettó innflæði, þá gefur augaleið að sá sjóður þarf að fá meiri heimild til erlendra fjárfest- inga en hinir sem ekki er þannig ástatt um, þar sem innflæðið er í ís- lenskum krónum og þar með hefur það áhrif til lækkunar hlutfalls er- lendra eigna.“ Hann segir að viðbúið sé að önnur sjónarmið séu uppi um þetta atriði. „En svona horfir þetta við okkur.“ Breytt hlutföll Svo sem fram hefur komið gaf bankinn út heimildina til lífeyrissjóða og annarra vörsluaðila lífeyris- sparnaðar á miðvikudag. Er það í framhaldi af sambærilegum heimild- um sem bankinn hefur veitt þessum aðilum á undanförnum misserum. Það vekur athygli að upphaflega var við skiptingu milli sjóðanna miðað við að samtala eigna hvers um sig fengi 80% vægi, en iðgjöld að frádregnum greiddum lífeyri fengi 20% vægi. Við útgáfu síðari heimilda voru þessi hlut- föll færð í 85% á móti 15%. Nú hefur þessum hlutföllum enn verið breytt þannig að miðað er við 86% vægi eigna og 14% vægi til iðgjalda að frá- dregnum lífeyrisgreiðslum. Þannig ber sjóður þar sem iðgjaldagreiðandi sjóðsfélagar eru í meirihluta minna úr býtum en sjóðir þar sem samsetning sjóðsfélaga er á annan veg. Í samtölum Morgunblaðs- ins við fulltrúa sjóða sem fylla fyrri flokkinn taka menn í svipaðan streng og Hreggviður Ingason hjá Lífsverki og benda á að ekki ætti að vera minni þörf fyrir að fjárfesta í fjármálagern- ingum í erlendri mynt, þar sem meg- intilgangur þess er að dreifa áhættu. Það hljóti að eiga við jafnt um alla, óháð því hver samsetning sjóðsfélaga er. Í tilkynningu frá bankanum vegna heimildarinnar segir: „Sem fyrr eru rökin fyrir heimildinni þau að þjóð- hagslegur ávinningur fylgir því að líf- eyrissjóðir bæti áhættudreifingu í eignasöfnum sínum. Þá er æskilegt að draga úr uppsafnaðri erlendri fjár- festingarþörf þeirra áður en fjár- magnshöft verða endanlega losuð og þar með hættu á óstöðugleika í geng- is- og peningamálum.“ Að tillögu lífeyrissjóðanna Sem fyrr segir er það Seðlabankinn sem gefur út undanþáguna. Í svari frá bankanum um hver rökin væru að baki þessari breytingu segir: „Skipt- ingin um hlutfall eigna og hreins inn- streymis er gerð að tillögu vinnuhóps á vettvangi Landssamtaka lífeyris- sjóða. Hlutfall hreins innstreymis fer lækkandi í útreikningum samkvæmt tillögum vinnuhóps Landssamtak- anna samfara hærri fjárhæðum líf- eyrissjóðanna til erlendra fjárfest- inga. Það er ástæða þess að hlutfall eigna er 86% við þessa ákvörðun.“ Víðar óánægja með undanþágu En það eru fleiri en innflæðissjóðir sem eru gagnrýnir á þessar undan- þágur. „Aftur er Seðlabankinn að opna á þessa heimild fyrir lífeyrissjóði og aðra vörsluaðila séreignarsparnaðar en ekki önnur sparnaðarform. Sér- eignarsparnaður er valkvæður sparn- aður sem landsmönnum stendur til boða. Það er verið að verðlauna þarna eitt sparnaðarform umfram annað,“ segir Gísli Hauksson, forstjóri GAMMA. „Af hverju eru ekki verð- bréfasjóðir í þessu líka? Þeir eru und- ir efirliti Seðlabanka, Fjármálaeftir- lits og svo framvegis. Hvers á til dæmis einyrkinn að gjalda með verk- takagreiðslur og greiðir ekki í sér- eignarsparnað en kýs að fjárfesta í verðbréfasjóðum hjá sjóðastýringar- fyrirtækjum? Þetta er hrein mismun- un.“ Morgunblaðið greindi frá því síðastliðið sumar að GAMMA hygðist leita réttar síns vegna þessara undan- þága. „Við sögðum síðasta sumar að við myndum leita réttar okkar. Við höf- um kannað hvaða leiðir eru færar í því efni. Þær eru hins vegar allar mjög tímafrekar. Við höfum lifað í þeirri trú að höftin séu að fara. Einu aðil- arnir sem eru þeirrar skoðunar að ekki sé hægt að lyfta höftum eru örfá- ir starfsmenn Seðlabankans. Aðrir segja að það ætti að vera vandalaust með 6 milljarða evra gjaldeyrisvara- forða, jafnvirði vel yfir 700 milljarða króna eða 35% af vergri landsfram- leiðslu, sem eru þrefaldar skamm- tímaskuldir þjóðarbúsins í erlendri mynt. Maður er alltaf að vonast til að stigin verði skref í millitíðinni þannig að ekki þurfi að fara dómstólaleiðina. En ef þetta er það sem koma skal þá höfum við ekki annað val.“ Óánægja með undan- þágur Seðlabankans  Lífeyrissjóðum mismunað eftir samsetningu sjóðsfélaga Morgunblaðið/Ómar Heimildir til lífeyrissjóða » Frá miðju síðasta ári til loka þessa hafa verið veittar undan- þágur fyrir samtals 95 millj- arða króna. » Þar af fyrir 85 milljarða í ár. » 100 milljarða heimildin nú gildir í heilt ár. Gísli Hauksson Hreggviður Ingason Seðlabanki Veitir nú heimild til lífeyrissjóða að fjárhæð 100 milljarðar fyrir árið 2017. ● Þrjár nýjar reglugerðir um skatta- mál munu taka gildi í ársbyrjun 2017. Um er að ræða reglugerð um frá- drátt frá tekjum erlendra sérfræð- inga, um fasta starfsstöð og skil á ríki-fyrir-ríki skýrslu. Í reglugerðunum er kveðið á um nánari útfærslu á við- eigandi lagaákvæðum ásamt því að tekið er á efnisatriðum sem þarfnast frekari skýringa, að því að fram kem- ur á vef fjármála- og efnahagsráðu- neytisins. Til að mynda er um er að ræða skilgreiningu á skilyrðum þeim er er- lendir sérfræðingar þurfa að uppfylla til að njóta skattalegs hagræðis hér á landi, nánari útfærslu á því hvað felst í hugtakinu „föst starfstöð“, ásamt því að kveðið er nánar á um efni og form á ríki-fyrir-ríki skýrslum sem fyrirtækjum sem mynda al- þjóðlega fyrirtækjasamstæðu er skylt að skila inn til ríkisskattstjóra. Skattareglur erlendra sérfræðinga taka gildi ● Landsbankinn hefur stefnt Borg- un, Hauki Odds- syni, forstjóra Borgunar, og tveimur einka- hlutafélögum sem áttu aðild að kaup- um á hlut Lands- bankans í Borgun árið 2014. Þetta kemur fram í til- kynningu frá Landsbankanum. Málið er höfðað til viðurkenningar á skaðabótaskyldu þeirra sem stefnt er. Fram kemur í tilkynningunni að það sé mat bankans að hann hafi orðið af sölu- hagnaði við sölu á 31,2% hlut sínum í Borgun. Hann hafi ekki fengið upplýs- ingar sem stefndu bjuggu yfir um að Borgun ætti hlut í Visa Europe og rétt- indi sem fylgdu hlutnum svo sem hlut- deild í söluhagnaði Visa Europe. Borgun Lands- bankinn stefnir. Landsbankinn stefnir vegna Borgunarsölu STUTT 31. desember 2016 Gengi Kaup Sala Mið Dollari 113.42 113.96 113.69 Sterlingspund 138.66 139.34 139.0 Kanadadalur 83.53 84.01 83.77 Dönsk króna 15.912 16.006 15.959 Norsk króna 13.024 13.1 13.062 Sænsk króna 12.329 12.401 12.365 Svissn. franki 110.27 110.89 110.58 Japanskt jen 0.9633 0.9689 0.9661 SDR 151.73 152.63 152.18 Evra 118.32 118.98 118.65 Meðalgengi/Viðskiptavog þröng 149.0251 Hrávöruverð Gull 1159.1 ($/únsa) Ál 1712.5 ($/tonn) LME Hráolía 56.01 ($/fatið) Brent Skannaðu kóð- ann til að sjá gengið eins og það er núna á
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.