Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 30
30 FRÉTTIRErlent
MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016
Baðaðu þig í gæðunum
Smiðjuvegi 76 • Kópavogi • Sími 414 1000 • Baldursnesi 6 • Akureyri • Sími 414 1050 • www.tengi.is • tengi@tengi.is
Opið virka daga frá kl. 8-18 og laugardaga kl. 10-15
Bogi Þór Arason
bogi@mbl.is
Sú ákvörðun Baracks Obama, forseta Banda-
ríkjanna, að grípa til refsiaðgerða gegn Rúss-
um vegna meintra tilrauna þeirra til að hafa
áhrif á kosningarnar 8. nóvember gæti dregið
dilk á eftir sér fyrir eftirmann hans, Donald
Trump, sem hefur stefnt að því að bæta sam-
skipti landsins við stjórnvöld í Rússlandi.
Trump hafði lofað auknu samstarfi við
Rússa, meðal annars í baráttunni gegn hryðju-
verkastarfsemi í heiminum. Fréttaskýrandi
The Wall Street Journal telur að refsiaðgerð-
irnar vegna meintra tölvuinnbrota Rússa í
Bandaríkjunum verði til þess að Trump hafi
ekki eins frjálsar hendur og hann hafi gert ráð
fyrir hvað varðar tengslin við rússnesk stjórn-
völd eftir að hann tekur við forsetaembættinu
20. janúar. Hann þarf þá að gera það upp við
sig hvort hann eigi að aflétta refsiaðgerðunum
vegna tölvuinnbrotanna.
Trump gæti reynt að færa sér refsiaðgerð-
irnar í nyt með því að bjóðast til að aflétta
þeim gegn því að Rússar féllust á samstarf í
baráttunni við Ríki íslams, samtök íslamista,
og tilraunum til að koma á friði í Sýrlandi.
Hann gæti jafnvel hótað að herða refsiaðgerð-
irnar í von um að þær fæli Rússa frá því að
vinna gegn hagsmunum Bandaríkjanna, að
sögn fréttaskýranda The Wall Street Journal,
Peters Nicholas.
Vilja herða aðgerðirnar
Trump stendur þó einnig frammi fyrir þeim
vanda að leiðtogar repúblikana á þinginu
styðja refsiaðgerðir Obama vegna málsins.
Tveir af áhrifamestu þingmönnum repúblik-
ana í öldungadeildinni, John McCain og Lind-
sey Graham, segjast jafnvel ætla að beita sér
fyrir harðari refsiaðgerðum. Þingmennirnir
virðast vera staðráðnir í því að hefja yfir-
heyrslur til að rannsaka ásakanirnar um að
Rússar hafi reynt að hafa áhrif á kosningarnar
og Nicholas bendir á að þær gætu orðið til þess
að bandarískur almenningur tæki harðari af-
stöðu gegn stjórnvöldum í Kreml. Erfiðara
yrði þá fyrir Trump að gera Vladimír Pútín,
forseta Rússlands, að bandamanni sínum.
Obama ákvað m.a. að vísa 35 meintum leyni-
þjónustumönnum í sendiráði Rússlands í
Washington og ræðismannsskrifstofu í San
Francisco úr landi. Rússum var einnig bannað
að nota tvo sumarbústaði sem talið er að rúss-
neskir leyniþjónustumenn hafi notað. Obama
greip ennfremur til refsiaðgerða gegn leyni-
þjónustu rússneska hersins, GRU, og rúss-
nesku öryggislögreglunni FSB, sem eru sak-
aðar um að hafa staðið fyrir tölvuinnbrotunum
í Bandaríkjunum. Þá beinast aðgerðirnar að
fjórum yfirmönnum GRU og tveimur Rússum,
Evgení Bogatsjov og Aleksej Belan, sem eru
sakaðir um aðild að málinu. Eignir þriggja
rússneskra stofnana og fyrirtækja, sem talið
er að tengist innbrotunum, voru frystar og
bandarískum fyrirtækjum var bannað að eiga
viðskipti við þau.
Áskilur sér rétt til að svara í sömu mynt
Embættismenn í Moskvu sögðu í fyrstu að
refsiaðgerðunum yrði svarað í sömu mynt og
utanríkisráðherra Rússlands lagði til við Pútín
að 35 bandarískum stjórnarerindrekum yrði
vísað úr landi. Forsetinn sagði hins vegar að
það yrði ekki gert að svo stöddu en Rússar
áskildu sér rétt til að svara refsiaðgerðunum í
sömu mynt síðar. Viðbrögð Rússa við þeim
myndu ráðast af stefnu Trumps eftir að hann
tekur við forsetaembættinu.
Trump hafði gert lítið úr þeim niðurstöðum
bandarískra leyniþjónustustofnana að Rússar
hefðu staðið fyrir tölvuinnbrotunum. Hann
sagði m.a. í sjónvarpsviðtali að niðurstöðurnar
væru „fáránlegar“ og dró þær nokkrum sinn-
um í efa á Twitter. Hann segist núna ætla að
ræða málið við yfirmenn CIA, FBI og fleiri
stofnana í næstu viku.
Trump gæti komist í klemmu
Refsiaðgerðir gegn Rússum vegna tölvuinnbrota þeirra til að hafa áhrif á kosningarnar í Banda-
ríkjunum gætu sett Trump í vanda Flokksbræður hans á þinginu hlynntir refsiaðgerðum Obama
Hakkarar settu
upp innra kerfi
sem faldi
hvaðan þeir komu
Hakkararnirsendu
fórnarlömbunum
tölvupósta og
báðu þau um að
breyta lykilorðunum
Viðtakandinn
smellti á
tengil í tölvu-
póstinum
Viðtakandinn
setti inn
lykilorð og
notanda-
upplýsingar
á vefsíðu
sem virtist
vera ófölsuð
Vefsíðan sendi
upplýsingarnar
frá fórnarlambinu Hakkararnirnotuðu upp-
lýsingarnar
til að komast í
tölvukerfið sem
árásin beindist að
Sendi
gögn sem
stolið var
DCLeaks
http://
Fjölmiðlar
1
2
5 6
7
9Útgefendur
8
3
4
Hakkararnir
settu upp
spilli-
hugbúnað
APT28 gerði árásina
í vor og narraði
fórnarlömbin til
að breyta lykilorðum
sínum á vefsíðum sem
voru settar upp í
blekkingarskyni
Meint innbrot Rússa í tölvupósta demókrata í Bandaríkjunum
Í nýrri skýrslu bandarísku alríkislögreglunnar FBI og heimavarnaráðuneytisins er því lýst hvernig tveir rússneskir hópar, annar kallaður APT28, sem
tengist leyniþjónustu rússneska hersins, og hinn APT29, tengdur rússnesku öryggislögreglunni, brutust inn í tölvupósta Demókrataflokksins
Aðferðin sem APT28 beitti
Heimildir: FBI, heimavarnaráðuneyti Bandaríkjanna
John Podesta kosningastjóri
Hillary Clinton,
forsetaefnis Demókraflokksins
Tölvupóstar
sem árásirnar
beindust að
Landsnefnd
Demókrata-
Wikileaks
flokksins
Átök blossuðu upp í Sýrlandi í gær
þrátt fyrir vopnahléssamning sem
tók gildi á miðnætti í fyrrinótt.
Fregnir hermdu að hörð átök geis-
uðu í Hama-héraði í norðanverðu
landinu og stjórnarherinn hefði gert
loftárásir þar. Einnig var skýrt frá
átökum í Wadi Barada, dal norðvest-
an við Damaskus.
Heimildum bar ekki saman um
hverjir ættu aðild að vopnahlés-
samningnum sem náðist fyrir milli-
göngu Rússa og Tyrkja. Varnar-
málaráðuneytið í Rússlandi sagði að
sjö „hófsamar“ hreyfingar hefðu
undirritað samninginn og nefndi
m.a. tvær íslamskar hreyfingar,
Ahrar al-Sham og Jaysh al-Islam,
sem Rússar höfðu áður skilgreint
sem hryðjuverkahreyfingar. Stjórn
Sýrlands segir að vopnahléið nái
ekki til Fateh al-Sham, hreyfingar
sem hét áður al-Nusra og tengdist
hryðjuverkanetinu al-Qaeda. Samin-
ingurinn nær ekki til Ríkis íslams,
samtaka íslamista, og herliðs Kúrda.
AFP
Blóðug átök Sýrlendingur sem særðist í loftárás nálægt Damaskus.
Átök þrátt fyrir
vopnahléssamning
Barist á tveimur svæðum í Sýrlandi