Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 34

Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 34
Við áramót Á rið 2016 hefur verið viðburðaríkt og á margan hátt einkenna óvæntir atburðir það. Það verður ekki litið fram hjá miklum sviptingum í stjórnmálum, sem þó urðu ef til vill minni en margir gerðu ráð fyrir á vordögum. Ríkisstjórnin stóð af sér van- trauststillögu og meirihluti þings hafnaði vorkosningum. Stjórnarflokkarnir, sem vildu ljúka tilteknum lykilmálum, boð- uðu þó til kosninga fyrr en áður var ætlað. Þrátt fyrir hag- felldar aðstæður í efnahagsmálum okkar Íslendinga hafa nið- urstöður þeirra kosninga reynst öllum flokkum flókið úrlausnarefni. Leiðtogar stjórnmálaflokkanna ásamt nýkjörn- um forseta hafa því þurft að takast á við stjórnarmyndun sem hefur tekið lengri tíma en þekkst hefur í áratugi. Þótt æskilegt sé að slík staða komi ekki upp hefur hún þó gefið flokkunum til- efni til að ræða saman um hugmyndafræði og málefni á öðrum nótum en venjulega tíðkast í íslenskum stjórnmálum. Ef til vill hafa þau samtöl leitt til þess að þinginu auðnaðist að ljúka mik- ilvægum málum fyrir jól, þar á meðal fjárlögum og brýnum breytingum á lífeyrisréttindum opinberra starfsmanna, sem verða mikilvægt lóð á vogarskálarnar þegar kemur að því að mynda hér einn vinnumarkað. x x x Í gegnum tíðina hefur verið tekist á um ýmis hugmynda- fræðileg álitaefni í íslenskri pólitík. Oft hafa þau snúist um af- stöðu til utanríkismála. Áður fyrr jafnan um það hvernig menn horfðu ýmist til austurs eða vesturs en í seinni tíð um hversu langt skyldi gengið í alþjóðasamstarfi. Álitaefnin hafa einnig snúið að sameiginlegum auðlindum, hvernig mætti best mæta þeirri kröfu að nýta og vernda og skipta gæðunum sem þessar auðlind- ir gefa af sér. Slík umræða er nauð- synleg og átök um hugmyndir eru af hinu góða. Í heilbrigðu umhverfi gef- ur slíkt starf af sér málamiðlanir en einnig nýjar hugmyndir sem hefðu ekki orðið til nema með virkri og öflugri umræðu og samstarfi. Þannig hafa lausnir fæðst í ýmsum erfiðum úrlausnarefnum, eins og við uppgjör fallinna fjármálafyrirtækja og afnám hafta. Þar hefur tekist einstaklega vel til og er áætlun um losun hafta afrakstur þrotlausrar vinnu, með aðkomu innlendra og er- lendra sérfræðinga, sem höfðu mismunandi sýn á ólíka þætti vandans. Engum vafa er undirorpið að sú leið sem stjórnvöld hafa farið við lausn þessara úrlausnarefna mun verða öðrum fyrirmynd til framtíðar. x x x Nú við áramót er ástæða til að líta um öxl á árangur síðustu ára. Á þessu ári varð ljóst að kostnaður íslenska ríkisins vegna hrunsins yrði endurheimtur og gott betur. Afgangur fjár- lagaáranna 2014-2016 vegur upp allan hallarekstur áranna á undan. Þjóðarframleiðslan hefur náð sér á strik og er orðin meiri en þegar best lét fyrir fall bankanna, uppgangur ferða- þjónustunnar hefur þar gegnt stóru hlutverki. Nú um áramótin taka gildi mikilvægar breytingar á tekju- skatti og tollum. Skattar á launatekjur lækka og tollar falla nið- ur. Afnumdir eru tollar á snyrtivörur, hreinlætisvörur, bús- áhöld, barnavagna, ísskápa, sjónvörp, veiðivörur, bílavarahluti og mikinn fjölda annarra innflutningsvara, en breytingin varð- ar um 1.250 tollskrárnúmer. Auk þess að lækka vöruverð munu þessar breytingar styrkja verulega stöðu innlendrar fram- leiðslu sem treystir á innflutt aðföng. Hið mikla úrlausnarefni stjórnmálanna nú er hvernig eigi að varðveita og vinna úr þeirri góðu efnahagslegu stöðu sem hefur skapast. Ísland á í fyrsta sinn í yfir 50 ár meira erlendis en það skuldar, skuldastaða heimila og fyrirtækja er orðin betri en í lok síðasta góðæris, verðbólga er lítil og kaupmátturinn vex verulega ár frá ári. Í slíku ástandi felst áskorun. Áskorun um að halda vel á spilunum og gæta þess að jafnvægi verði komið á, þannig að ávinningur síðustu ára brenni ekki upp á stuttum tíma, heldur verði einnig vöggugjöf komandi kynslóða. Við skulum ekki gera þau mistök að halda að eitthvað sé unn- ið með því að taka nú meira út í lífsgæðum en efni standa til. Af reynslunni er víst að lífsgæðum, sem ekki er innistæða fyrir, mun þurfa að skila til baka með minna verðmæti gjaldmiðilsins, verðbólgu og atvinnuleysi. Ljóst er að til að langtímaárangur náist þarf gott samstarf og samstöðu um megináherslur milli stjórn- valda og vinnumarkaðar. Í þeim efnum þurfa allir að vera reiðu- búnir að leggja sitt af mörkum í þágu aukins stöðugleika. Um leið þarf að hafa hugfast að viðfangsefni okkar eru ekki bundin við efnahagsmálin ein. Öruggt umhverfi, ánægja með þjónustu og traust á stofnunum er til dæmis ekki eitthvað sem er líklegt til að verða mælt í beinhörðum hagtölum. Þetta skipt- ir þó allt miklu máli. Að byggja upp traust landsmanna, sem hefur dvínað á svo mörgum sviðum, skiptir máli. Það hefur dregið fram úr hófi úr samstöðu og sátt um lykilstofnanir og verkefni, ekki einungis á sviði stjórnmálanna heldur í garð ým- issa þeirra er leitast við að auka samheldni og þjóðarstolt. Gagnrýni er nauðsynleg, en oft og tíðum mætti virða betur það sem þó er vel gert. Reyna að sjá hið góða í fólki og leyfa náungakærleik og umburðarlyndi fyrir ólíkum skoðunum að njóta sín – sem og bjartsýni og jákvæðni í þjóðfélagsumræð- unni. Í uppbyggingarstarfi eru slíkir eiginleikar nauðsynlegt veganesti. x x x Árið hefur verið tíðindasamt á alþjóðlegum vettvangi. Heim- urinn hefur ekki farið varhluta af hryðjuverkum og stríðs- átökum og afleiðingar þeirra eru ekki staðbundnar. Fjöldi fólks er á flótta og umsóknum um alþjóðlega vernd hérlendis hefur fjölgað mikið. Á þessu ári hafa yfir 1000 manns sótt um hæli eða um þrisvar sinnum fleiri en allt árið 2015. Ríkisstjórnin ákvað haustið 2015 að leggja tvo milljarða til flóttamannamála fram til ársloka 2016, en ljóst er að þar verður ekki staðar num- ið. Verkefnið er áfram viðamikið og verður ekki unnið að lausn þess öðruvísi en í alþjóðlegri samvinnu. Andstætt spám ákváðu Bretar í sumarbyrjun að ganga úr Evrópusambandinu. Útgangan mun reyna á Evrópusambandið og ekki ljóst í hvaða farveg samskipti Breta og ESB verða leidd. Brýnt er að vera vel vakandi fyrir því máli, enda miklir hagsmunir fólgnir í tengslum okkar við Bretland. Þar hefur fjöldi Íslendinga í gegnum tíðina sótt sér menntun og starfað, auk þess sem Bretland er eitt mikilvægasta viðskiptaríki Ís- lands. Niðurstöður bandarísku forsetakosninganna komu einnig mörgum á óvart. Við Íslendingar eigum mikla hagsmuni af vin- samlegum samskiptum vestur um haf í margvíslegu tilliti. Þétt- riðið samgöngunet í lofti sem á legi tengir löndin mikilvægum viðskiptaböndum. Tækifæri til aukinna samskipta á sviði mennta, menningar, vísinda og viðskipta eru ómæld. Samstarf þjóðanna í öryggis- og varnarmálum hefur gegnt lykilhlutverki í utanríkisstefnu okkar og mun gera áfram um ókomin ár. x x x Þennan síðasta dag ársins 2016 geta Íslendingar litið stoltir um öxl. Árið hefur verið gjöfult á sviði menningar, lista, – og ekki síst íþrótta. Við höfum fengið tækifæri til að gleðjast með afreksfólki okkar sem hefur verið okkur til mikils sóma á al- þjóðavettvangi. Það er nánast sama hvaða grein er nefnd, golf, sund, handbolti, körfubolti, knattspyrna, fimleikar, kraftlyft- ingar og áfram mætti telja – æ oftar má rekast á Íslendinga í hópi þeirra bestu. Líklega hefur fátt sameinað þjóðina jafn duglega og frammi- staða íslenska landsliðsins í Frakklandi. Ekki einungis hjá þeim sem lögðu land undir fót, heldur líka öllum þeim sem sam- einuðust hér heima yfir sjónvarpinu og hlustuðu á Gumma Ben breytast í mannlega hundablístru. Stemningin á Arnarhóli var ólýsanleg og sýndi hvernig okkur tókst að víkingaklappa okkur saman sem þjóð. Ég lít því björtum augum til ársins 2017 og komandi afreka íþróttafólksins okkar, ekki síst íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu sem tekur þátt í úr- slitakeppni EM í Hollandi. x x x Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins óska ég landsmönnum öllum hamingju og velfarnaðar á nýju ári. Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins Morgunblaðið/Golli ’ Í slíku ástandi felst áskorun. Áskorun um að halda vel á spil- unum og gæta þess að jafnvægi verði komið á, þannig að ávinn- ingur síðustu ára brenni ekki upp á stuttum tíma, heldur verði einnig vöggugjöf komandi kynslóða. 34 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.