Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 37

Morgunblaðið - 31.12.2016, Qupperneq 37
STJÓRNMÁL 37 MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 N iðurstöður Þjóðfundarins árið 2009 leiddu í ljós að draumasamfélag Íslendinga er mótað af heið- arleika, jafnrétti, virðingu, réttlæti, ábyrgð, kærleik, frelsi og sjálfbærni. Eftir efnahags- hrunið árið 2008 var svo sannarlega kominn tími til að endurræsa kerfin okkar með þessi gildi að leiðarljósi og skapa hér sjálfbært samfélag til framtíðar. Tækifærið var til staðar. Hugrekki og vilji var allt sem þurfti. Óhætt er að segja að árið sem nú rennur sitt skeið hafi verið viðburðaríkt, hvort sem litið er til heimsmála eða viðburða á okkar litla landi, a.m.k. á sviði íslenskra stjórnmála. Stóru bombunni var varpað um miðjan mars þegar Reykjavík Media tilkynnti að til stæði að afhjúpa fjárhagslegar sjónhverfingar íslenskra stjórnmálamanna. Að kvöldi sunnudagsins 3. apríl sátu Íslendingar sem límdir við sjónvarpsskjáinn og fylgdust með forsætisráðherra þjóðarinnar engjast um sem fiskur á öngli þegar að honum var saumað af blaðamönnum sem höfðu varið mörgum mánuðum við úrvinnslu gagna sem lekið hafði verið úr lög- mannsstofu í Panama. Það kom á dag- inn að forsætisráðherra og eiginkona hans höfðu geymt stórar fjárhæðir í skattaskjóli, líkt og fleiri ráðamenn og fólk úr viðskiptalífinu. Afhjúpanir Panamaskjalanna hrundu af stað atburðarás sem leiddi til fjöl- mennustu mótmæla í sögu þjóðarinnar, afsagnar forsætisráðherra, Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar og kosninga, sem loks voru haldnar í október, eftir óþarfa tafir og málaleng- ingar sitjandi ríkisstjórnar. Það voru ekki bara sviptingar á Alþingi og í ríkisstjórn, heldur var boðað til forsetakosninga í lok júní. Hugsanlega er það merki um þreytu almennings á hefðbundnum stjórnmálum að sagnfræðingurinn Guðni Th. Jóhannesson, sem er að eigin sögn utan flokka og er fylgjandi því að sett verði ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur í stjórnarskrána, hafi verið kosinn for- seti Íslands. Auk þess rötuðu sjö stjórnmálaflokkar á þing í fyrsta sinn í íslenskri stjórnmálasögu og Píratar, sem kenna sig við gagnsæi og aukna aðkomu almennings að stjórnmálum, þrefölduðu fylgi sitt. Eftir kosningarnar í lok október tóku 32 nýir þingmenn sæti á Alþingi og höfðu margir vonast til að nú væru runnir upp ný- ir tímar í störfum þess. Afgreiðsla þingmála á methraða fyrir jól gefur því miður lítil fyrirheit um að breytinga sé von úr þeirri átt. Kannski skortir þingmenn meira aðhald í störfum sínum. Drög að nýrri stjórnarskrá, sem samþykkt voru í ráð- gefandi þjóðaratkvæðagreiðslu 20. október 2012, veita þing- mönnum meira aðhald og gera ráð fyrir meiri aðkomu almenn- ings að helstu ákvörðunum með ákvæðum um þjóðaratkvæðagreiðslur og um aðkomu hans að samningu og breytingu laga. Venjan hefur verið sú að almenningur hefur veitt stjórn- málamönnum umboð til athafna á fjögurra ára fresti. Þetta er dæmigert fulltrúalýðræði þar sem hver einstaklingur afsalar sér valdi sínu og þar með réttinum til að hafa bein áhrif á ákvarðanatöku. Þar sem uppfærsla lýðræðisins hefur lengi verið Pírötum hugleikin, þá hefur ein af megináherslum flokksins verið að fá nýja stjórnarskrá samþykkta. Eitt öfl- ugasta verkfærið sem við höfum gegn spillingu og ójöfnuðinum sem fylgir spillingunni er aukin aðkoma almennings. Líklegt verður að teljast að næsta ár verði viðburðaríkt, ekki síður en það sem nú er að renna sitt skeið. Bú- ast má við fleiri uppljóstrunum varð- andi skattaskjól og spillingu á æðstu stöðum og viðbúið að þær muni valda titringi. Þá er hætt við að vinnudeilur eigi eftir að setja mark sitt á sam- félagið á næstu mánuðum. Kenn- arasamband Íslands hefur ákveðið að stefna íslenska ríkinu vegna breytinga á lögum um lífeyrissjóði opinberra starfsmanna, með þeim rökum að þær breytingar skerði stjórnarskrárvarin, áunnin réttindi. BSRB íhugar að taka svipað skref. Blikur eru á lofti vegna grunnskólanna en mikil óánægja ríkir meðal kennara á því skólastigi, sem samþykktu kjarasamning með naumum meirihluta, í þriðju atrennu. Nú er svo komið að rúmlega helmingur þeirra sem hafa kennslurétt- indi í grunnskólum kýs annan starfsvettvang. Það eru margar áskoranir sem bíða okkar á næstu árum og brýnt að við séum óhrædd við að takast á við þær miklu breyt- ingar sem þörf er á til þess að tryggja heilbrigt samfélag til framtíðar. Nú er tíminn til að kalla fram hugrekki stjórnmála- manna. Þetta verður einungis gert með virkri þátttöku al- mennings í stefnumótun og ákvarðanatöku. Þannig fáum við lánaða dómgreind og þekkingu hvert frá öðru og deilum ábyrgð á þeim stóru verkefnum sem eru fram undan. Verk- efnum eins og að skapa hér jafnara og réttlátara samfélag, þar sem raunverulegt frelsi einstaklingsins, velferð og valdefling er haft að leiðarljósi. Samfélag þar sem fólk lifir í sátt og sam- lyndi við umhverfið sitt og náttúran fær að njóta vafans. Þetta er allt hægt. Hugrekki og vilji er allt sem þarf. Gífurlegar tæknibyltingar í orkugeiranum hafa fært okkur nær þeim möguleika á að nota alfarið endurnýjanlega orku- gjafa en það er skortur á pólitískum vilja til að kveðja end- anlega öld olíunnar. Það er einnig skortur á hugrekki og fram- sækni til að horfast í augu við þær breytingar sem tækninýjungar munu leiða til á öllum sviðum samfélagsins. Þær munu koma til með að auka sjálfvirkni á vinnumarkaði. Þetta er bylting sem þegar er hafin og er það hlutverk stjórn- málamanna að tryggja menntakerfi sem undirbýr einstakling- inn fyrir breytta tíma og býður einnig upp á endurmenntun, óháð efnahag, fyrir þá sem missa vinnu vegna tækniframfara. Samfélagið allt þarf svo að takast á við eitt mikilvægasta úr- lausnarefni samtímans, ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum; sanngjarna dreifingu auðs í samfélagi þar sem vélmenni og forrit taka við fleiri og fleiri störfum. Samkvæmt tölum frá Hagfræðistofnun Háskóla Íslands hef- ur kaupmáttur heildarlauna vinnandi fólks aukist um 15% á ár- unum 2009 til 2015. Sömu útreikningar sýna að kaupmáttur heildartekna öryrkja hefur aukist um 1% á sama tíma. Þessi hópur hefur verið skilinn eftir. Í skýrslu Velferðarvaktarinnar frá janúar 2015 kemur fram að 6,7% landsmanna búa við skort á efnislegum gæðum. Það er ólíðandi að fátækt skuli finnast í jafnríku samfélagi og Íslandi. Fylgikvillar fátæktar eru skaðlegir lýðræðinu og eru kostnaðarsamir fyrir samfélagið allt. Það á að vera í al- gjörum forgangi að útrýma fátækt og með bættum skilningi og breyttum hvötum getum við byrjað á því að virkja þann mann- auð sem við erum svo lánsöm að búa yfir. Þetta er hægt með einföldum skrefum sem hvetja til þátttöku í samfélaginu, eins og að afnema tekjutengingar í bótakerfinu. Það væri skref í rétta átt. Við erum svo fá á þessari eyju og rík af auðlindum. Saman getum við skapað hér efnahagslegt frelsi borgaranna og byggt upp samfélag sem aðrar þjóðir láta sig dreyma um. Vísindaskáldsagnahöfundurinn William Gibson sagði: „Framtíðin er runnin upp, henni er bara ekki skipt jafnt.“ Því spyrjum við: Eigum við ekki að hefjast handa við að skipta henni jafnt? Píratar óska landsmönnum farsældar á nýju ári og þakka samfylgdina á árinu sem er að líða. Halldóra Mogensen og Einar Brynjólfsson, þingmenn Pírata Morgunblaðið/Golli Skiptum framtíðinni jafnt ’ Nú er tíminn til að kalla fram hugrekki stjórnmála- manna. Þetta verður einungis gert með virkri þátttöku al- mennings í stefnumótun og ákvarðanatöku.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.