Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 40

Morgunblaðið - 31.12.2016, Page 40
40 STJÓRNMÁL MORGUNBLAÐIÐ LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 2016 J ólahátíðin er fyrir flest okkar tími friðar og sam- veru. Fjölskyldan hittist og á góðar stundir saman; sumir búandi í sama bænum en hafa samt ekki sést svo vikum skiptir vegna anna við brauðstritið. Aðrir koma lengra að, jafnvel úr námi eða störfum frá útlöndum. Okkur, sem höfum það gott, hættir til að gleyma að hjá mörgum er þetta tími söknuðar, eftirsjár og kvíða. Horfnir ástvinir, skuggi áfengisneyslu eða kvíði vegna slæms fjárhags gera þessa hátíð ljóss að tíma skugga í hugum þeirra. Gagnvart sumu er lítið hægt að gera annað en sýna sam- hug og nærgætni, en annað er óþarft og okkar litla, ríka sam- félagi til skammar. Það er óþol- andi að á sama tíma og flestir búa við allsnægtir streði aðrir við að láta enda ná saman. Sú stað- reynd ætti að vera nóg til að ára- mótaheit okkar stjórnmálamanna verði að auka jöfnuð í samfélaginu og uppræta fátækt. Okkur er tamt að horfa yfir farinn veg um áramót. Gera hann upp og setja okkur markmið. Eðlilega lítur hver í eigin barm. Fyrir formann Samfylkingarinnar hvarflar hugurinn auðvitað strax að úrslitum síðustu kosninga. En í landi þar sem þúsundir Íslendinga hafa það ennþá bágt, í heimi þar sem tugir þúsunda eru á vergangi vegna styrjalda, börn svelta og búa við harðræði, í veröld þar sem vænleg leið til að ná áhrifum er að ala á ótta og sundrungu og þar sem jörðin líður fyrir ágang og græðgi mannsins, eru tímabundin vandamál lítils stjórnmálaflokks þó ósköp lítilfjörleg. Íslenskir jafnaðarmenn hafa unnið stóra áfangasigra. Vökulögin, lög um verkamannabústaði, almannatryggingar, jöfn laun karla og kvenna og Lánasjóður námsmanna eru dæmi um úrbætur þar sem þeir lögðu styrkasta hönd á plóginn. Þá tryggðu jafnaðarmenn ákvæði í fiskveiðistjórn- unarlög, um að fiskistofnarnir væru sameign þjóðarinnar. Loks er mikilvægt framlag þeirra í þágu viðskiptafrelsis og opnari samskipta við önnur ríki. Enn í dag búa þúsund ís- lenskra barna við fátækt, launamunur eykst og sífellt stærri hluti auðsins safnast á fárra hendur. Jafnaðarmenn hafa því enn mikið verk að vinna. Mikilvægt er vinna gegn aukinni misskiptingu. Nýlegar rannsóknir viðurkenndra er- lendra aðila, t.d. Efnhags- og framfarastofnunarinnar (OECD), sýna að þeim samfélögum sem búa við minnsta misskiptingu farnast best. Beita þarf skatt- kerfinu hér á landi betur til þess að auka jöfnuð. Þar þarf sér- staklega að horfa á þá sem mest eiga; ríkasta 1% landsmanna á 20% af öllum eignum og ríkustu 5% landsmanna næstum helming allra eigna. Þörf er á stórauknu fjármagni í heilbrigðis- og mennta- kerfið og sérstaklega þarf að huga að því að bæta kjör barnafjölskyldna, aldraðra og öryrkja. Alltof margir í þess- um hópum búa við kröpp kjör. Stefna stjórnvalda hefur hvorki verið til þess fallin að styðja nægilega vel við hinn efnahagslega né hinn félagslega stöðugleika. Veiðigjöld voru lækkuð umtalsvert, auðlegðarskattur afnuminn og orku- skattur líka. Dregið var auk þess úr jöfnunarhlutverki tekjuskattskerfisins, m.a. með raunlækkun barna- og vaxta- bóta. Þetta var gert á sama tíma og fjárfestingarþörf var mikil í heilbrigðis- og velferðarþjónustu, skólum og sam- göngum. Það er von mín að á nýju ári geti landsmenn náð saman um nýja forgangsröðun. Við þurfum að breyta sköttum og gjöldum þannig að svigrúm myndist fyrir endurreisn heil- brigðiskerfisins, betri skóla, bættar samgöngur. Ekki þó síst fyrir þá sem reiða sig á greiðslur frá Tryggingastofnun og fyrir barnafjölskyldur. Nýtt þing hefur tækifæri til að tryggja félagslegan stöðugleika, til jafns við þann efnahags- lega og auka jöfnuð í samfélaginu. Það er besta leiðin til þess að bæta lífskjörin í landinu og stuðla að friði á vinnu- markaði. Ef horft er á heiminn í stærra samhengi er ljóst að lofts- lagsbreytingar og misskipting gæða er uppspretta stríða og hörmunga. Þar er mikilvægt að Íslendingar leggi sitt af mörkum. Þetta getum við gert með því að taka upp vist- vænni lífsstíl, en ekki síður með því að flytja út tækniþekk- ingu á sviði grænna lausna. Tugþúsundir manna, þar á með- al ótal börn, eru á flótta í heiminum. Við getum lagt mun meira af mörkum til hjálpar þeim og reynsla okkar af mót- töku flóttamanna hefur verið mjög góð. Það er siðferðisleg skylda okkar að hjálpa fólki í neyð en auk þess auðga nýir íbúar menningu okkar og gera mannlífið fjölbreyttara og líf- legra. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman og þörfin fyrir fóður handa sálinni er það sem gerir okkur að mönnum. Því er mikilvægt að við styðjum vel við fjölbreytta atvinnuhætti. Það gagnast okkur öllum. Listamaðurinn þrífst nefnilega ekki á kostnað sjómannsins eða kennarinn á kostnað kaup- mannsins, heldur styrkja þau hvert annað og gera lífið skemmtilegra. Veröldin hefur opnast og ungt fólk hefur alla jörðina að að leikvelli. Ef við ætlum að halda í þau verðum við byggja samfélag sem byggir á kraftmiklu atvinnulífi, góðri mennt- un, fyrsta flokks heilbrigðiskerfi og öflugu menningar- og listalífi. Loks er mikill jöfnuður langvænlegasta leiðin til að tryggja friðsælt, lífvænlegt og manneskjulegt samfélag. Fyrir slíku samfélagi vill Samfylkingin berjast. Bestu óskir um hamingjuríkt ár. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar Morgunblaðið/Golli Náum saman um nýja forgangsröðun ’ Þörf er á stórauknu fjármagni í heilbrigðis- og menntakerfið og sérstaklega þarf að huga að því að bæta kjör barnafjölskyldna, aldr- aðra og öryrkja. Alltof margir í þessum hópum búa við kröpp kjör.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.