Morgunblaðið - 31.12.2016, Síða 68

Morgunblaðið - 31.12.2016, Síða 68
LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 366. DAGUR ÁRSINS 2016 Þjónustuver áskriftardeildar Morgunblaðsins er opið í dag, gamlársdag, frá kl. 8-12. Lokað er á nýársdag. Þjónustuverið verður opnað aftur mánudag- inn 2. janúar kl. 7. Netfang er askrift@mbl.is og síminn er 5691122. Auglýsingadeildin er lokuð um helgina og verður opnuð aftur á mánudag kl 8. Netfang er augl@mbl.is. Blað- beraþjónustan er opin á gaml- ársdag frá 6-12. Lokað er á ný- ársdag. Blaðberaþjónustan verður opnuð aftur á mánudag kl. 5. Netfang er bladberi- @mbl.is og símanúmer 5691440. Hægt er að bóka dánartilkynningar á mbl.is. Þjónustuver opið fram að hádegi 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is 5 6 9 0 9 0 0 0 0 0 9 0 0 Í LAUSASÖLU 888 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR. VEÐUR » 8 www.mbl.is »MEST LESIÐ Á mbl.is 1. Frumleg afmæliskveðja … 2. Ekki tilbúin að láta … 3. Er ástfanginn af þremur konum 4. Tvö dauðsföll til rannsóknar  Annað kvöld, 1. janúar, verður ný- ársfagnaður á Bryggjunni Brugg- húsi. Þar verður nýja árinu fagnað með stæl og hefst kvöldið með for- drykk klukkan 18. Við tekur fimm rétta hátíðarmatseðill og verða skemmtiatriði yfir borðhaldinu, en fram koma m.a. Hugleikur Dagsson, Saga Garðarsdóttir og Ylja. Klukkan 23 verður húsið opnað fyrir nýársdansleik með hinum óviðjafnanlegu Hjálmum. Borða- pantarnir eru í síma 456 4040 eða í gegnum booking@bryggjanbrugg- hus.is. Hægt er að nálgast miða á ballið á midi.is. Nýársfögnuður 2017 með Hjálmum FÓLK Í FRÉTTUM VEÐURÍÞRÓTTIR SPÁ KL. 12.00 Í DAG Léttir til, en norðan 10-15 m/s með A-ströndinni og dálítil él þar og NV-til í kvöld. Frost 0 til 10 stig, mest inn til landsins. Á sunnudag (nýársdag) Vestan 10-18 m/s og dálitlar skúrir eða él, hvassast á annesj- um N-til, en hægara og léttskýjað A-lands. Hlýnar og hiti 0 til 5 stig síðdegis. Á mánudag Vestan 13-20 m/s, hvassast á annesjum A-til. Súld eða rigning, en þurrt að kalla A-lands og hiti 2 til 7 stig. Körfuknattleikskonan Guðbjörg Sverris- dóttir úr Val gekk í gegnum einkennilegt tímabil síðasta vetur þar sem ýmislegt benti til einhvers konar heilsubrests. Eftir nokkur atvik sem varla geta talist eðlileg hjá konu á þrítugsaldri í góðu lík- amlegu ástandi kom hins vegar ekkert út úr ítarlegum rannsóknum lækna og nú um það bil ári seinna virðist ekkert ama að Guðbjörgu. »4 Einkennileg atvik en ekk- ert að hjá Guðbjörgu ,,Þetta er búið að vera frá- bært ár í alla staði. Ég varð svissneskur meistari með Basel og svo var auðvitað toppurinn Evrópumótið í Frakklandi. Þetta var algjört ævintýri. Það var mjög gam- an að verða fyrsti Íslending- urinn til að skora á stórmóti og maður kemur líklega aldr- ei til með að gleyma þessu sumri,“ segir Birkir Bjarna- son knattspyrnumaður. »2 Þetta var frábært ár í alla staði Tólf dögum fyrir fyrsta leik Íslands á heimsmeistaramóti karla í hand- knattleik ríkir mikil óvissa um hvern- ig landsliðið verður skipað. „Mörgum spurningum er enn ósvarað,“ segir Geir Sveinsson landsliðsþjálfari, en sex leikmenn glíma við meiðsli og Geir segir að staðan hjá Aroni Pálmarssyni sé talsvert áhyggjuefni, þar sem hann hafi ekki spilað handbolta í tvo mánuði. » 1 Mörgum spurningum er enn ósvarað fyrir HM Sigurður Bogi Sævarsson sbs@mbl.is Það felst meinfyndin mótsögn í því að fyrrverandi slökkviliðsmaður sé brennustjóri. Sú er hins vegar raunin í Árbæjarhverfi, en áramótabrenna þar er hin eina í borginni sem haldin er á vegum annarra en Reykjavíkur- borgar. Hefð er fyrir því að brennan í hverfinu sé á vegum íþróttafélagsins Fylkis og formaður þess er Björn Gíslason. Hann var í áraraðir einn af brunavörðum borgarinnar sem slökktu eldana en á gamlárskvöld tendrar hann þá, þar sem for- mennsku í íþróttafélaginu fylgir að vera ábyrgðarmaður brennunnar niðri við Rauðavatnið. Kveikt verður í henni klukkan 20.30 í kvöld. „Brennumenningin hefur breyst mikið í tímans rás. Þegar ég var strákur byrjuðum við strákarnir snemma í desember að safna efni í brennuna, sem við fluttum á staðinn dragandi kerru eða kassabíla eftir okkur. Núna er byrjað að safna í brennur milli jóla og nýárs, efnið í þær kemur á stórum bílum og stórar vinnuvélar eru notaðar til að raða þeim upp,“ segir Björn. Eldiviður úr hverfinu Í dag gildir nokkuð þétt regluverk um brennuhald og gætt er að öllum öryggismálum. Fylkisbrennan var lengi í Elliðaárdal en svo fór að sú staðsetning þótti ekki henta, meðal annars vegna nálægðar við byggð og eins hættu á að mengandi efni bærust í Elliðaárnar. Því var bálkestinum valinn nýr staður við Rauðavatn, það er örskammt neðan við Morgunblaðs- húsið í Hádegismóum. „Við fáum eldivið í brennuna gjarn- an frá fyrirtækjunum í Árbæ og á Höfðanum, svo sem afgangspappír úr prentsmiðju Moggans, vörubretti frá stóru matvælafyrirtækjunum, raf- magnskefli og fleira. Áður fyrr lögðu dekkjaverkstæðin á svæðinu okkur til bíldekk, sem nú má ekki lengur nota vegna mengunar. Þá má timbur í brennum ekki vera litað né heldur gúmmí og þetta er allt mjög skiljan- legt,“ segir Björn, sem væntir fjöl- mennis að Fylkisbrennunni í kvöld. Komandi ár er spennandi „Árið 2016 hefur verið okkur í Fylki gott. Auðvitað voru vonbrigði að knattspyrnuliðið okkar í meistara- flokki karla félli úr úrvalsdeildinni niður í 1. deild. En í unglinga- og barnastarfi blómstraði allt og þurfum við því ekki að nota áramótin til þess að brenna vondar minningar. Þvert á móti raunar,“ segir Björn, sem getur þess að á ári komanda verði Fylkir 50 ára. Haldið verður upp á það með ýmsu móti og hápunkturinn er af- mælishátíð 28. maí. „Það verður gaman að hitta góða vini og kunningja úr Árbænum niðri við Rauðavatn á gamlárskvöld til þess að þakka fyrir það liðna. En skemmtilegast er þó að horfa fram í tímann af gleði og 2017 er spenn- andi,“ segir Björn brennustjóri að síðustu. Þurfa ekki að brenna minningar  Árbæingar og Fykismenn kveðja árið 2016 niðri við Rauðavatn í kvöld Morgunblaðið/Sigurður Bogi Brennustjórinn „Árið 2016 hefur verið okkur í Fylki gott,“ segir Björn Gíslason við Fylkisbrennuna við Rauðavatn. Kveikt verður í henni kl. 20.30 í kvöld. Í Reykjavík eru tíu brennur á gamlárskvöld, þær stærstu við Ægisíðu, á Geirsnefi og við Rauðavatn. Kveikt verður í þeim kl. 20.30 rétt eins og brenn- unum tveimur í Kópavogi, sem verða í Kópavogsdal neðan við Digraneskirkju þar sem heitir Smárahvammsvöllur og í Gula- þingi. Við hina fyrrnefndu verð- ur flugeldasýning og fjölda- söngur. Áramótabrenna Hafn- firðinga verður á íþróttasvæði Hauka á Völlunum. Í Garðabæ verða brennur á Álftanesi og við Sjávarflöt, Seltirningar brenna árið út á Valhúsahæðinni og í Mosfellsbæ er bálköstur neðan Holtahverfis við Leirvog. Kveikt verður í honum kl. 20.30. Brennur víða um borgina ÁRIÐ FER Í ÖSKUNA

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.