Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 16
Útgáfufélag: 365 miðlar ehf. Stjórnarformaður: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir forStjóri: Sævar Freyr Þráinsson Útgefandi og aðalritStjóri: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is
aðStoðarritStjórar: Andri Ólafsson andri@frettabladid.is, Hrund Þórsdóttir hrund@stod2.is, Kolbeinn Tumi Daðason kolbeinntumi@365.is. Fréttablaðið kemur út í 90.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri.
Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSn 1670-3871 fréttaBlaðið Skaftahlíð 24, 105 reykjavík Sími: 512 5000,
ritstjorn@frettabladid.is ÞróunarStjóri: Tinni Sveinsson tinni@365.is helgarBlað: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is markaðurinn: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is menning: Magnús Guðmundsson
magnus@frettabladid.is lífið: Guðný Hrönn Antonsdóttir gudnyhronn@frettabladid.is ljóSmyndir: Vilhelm Gunnarsson villi@365.is framleiðSluStjóri: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is
Gunnar
Kristín
Þorsteinsdóttir
kristin@frettabladid.is
Mín skoðun Sif Sigmarsdóttir
Við erum öll tröll. Að minnsta kosti ef marka má nýjustu rannsóknir.Í vikunni voru kynntar niðurstöður rannsókna
tölvunarfræðinga við Stanford og Cornell háskólana á
svo kölluðum internet tröllum. Flest ímyndum við okkur
þennan ófögnuð internetsins – kakkalakka rökræðulist-
arinnar – sem hóp andfélagslegra siðblindingja sem hír-
ast í myrkum kjallaraholum, rækta hampjurtir í pottum
og reiði í hjartanu, næra hatur sitt á köldum pitsu-sneið-
um og volgu Pepsi Maxi og fara sjaldan í sturtu. En svo er
ekki. Í ljós kemur að „atvinnu“ tröll bera aðeins ábyrgð
á litlum hluta þeirra andstyggilegu athugasemda sem
sliga nú veraldarvefinn. Meirihluti illkvittinna ummæla,
rógburðar, hótana og almennrar hatursspýju er runninn
undan rifjum fólks sem aldrei hefur brugðið sér í slíkt
tröllslíki áður. Þetta er venjulegt fólk; ég og þú.
Eins og dómínókubbar
Á sama tíma og trölla-rannsóknin var kynnt breyttist allt
Ísland í lifandi vitnisburð um sannleiksgildi niðurstöðu
hennar.
Ráðstefnan Truflandi tilvist var haldin um síðustu
helgi þar sem fulltrúar hinna ýmsu jaðarhópa komu
saman, ræddu um fordóma og leituðust við að svara
spurningunni „hvað á hinsegin fólk, fatlað fólk, fólk af
erlendum uppruna og feitt fólk sameiginlegt?“
Inntak ráðstefnunnar féll hins vegar í skugga sjón-
varpsviðstals sem átti sér stað í kjölfar hennar. Tara
Margrét Vilhjálmsdóttir, einn gesta ráðstefnunnar, var
fengin í viðtal í fréttatíma Stöðvar 2. Spyrillinn, Sindri
Sindrason, spurði Töru hvort fordómar væru stundum
ekki að einhverju leyti inni í okkur sjálfum. Tara brást við
með því að segja orð hans vera töluð úr munni einhvers
í forréttindastöðu. Í kjölfarið benti fréttamaðurinn á
að hann tilheyrði fjölda jaðarhópa: Hann væri sam-
kynhneigður, hefði ættleitt hörundsdökkt barn og væri
giftur útlendingi.
Viðtalið vekur upp margar áhugaverðar spurningar.
Sem dæmi: Starf fréttamanns krefst þess oft að hann
gerist holdgervingur andstæðra sjónarmiða er hann
leggur spurningar fyrir viðmælanda en þannig kemur
hann af stað rökræðum. Eru margir sem halda að spurn-
ingar fréttamanna endurspegli skoðanir þeirra sjálfra? Ef
maður tilheyrir ekki þeim hópi sem rætt er um, er maður
þá ófær um að skilja hann? Og að lokum: Getur einkalíf
fréttamanns verið rök í umræðum sem hann stýrir?
Engin þessara spurninga lét þó á sér kræla í kjölfar
viðtalsins. Allt rökrænt innihald var kæft þegar við kvað
hatursfyllsta og ómálefnalegasta tröllagarg sem heyrst
hefur í langan tíma. Vandlæting á báða bóga ætlaði að
kollvarpa internetinu er heilvita manneskjur féllu ein
af annarri eins og dómínókubbar og urðu að ósvífnustu
internettröllum. Sindri var í háði kallaður „aumingja
kúgaði, hvíti, ófatlaði Epalhomminn með alla sjónvarps-
þættina“. Tara var sögð fitubolla með fötlunarrembu.
Þriggja spurninga reglan
Stóra forréttindamálið segir í raun lítið um Töru Margréti
eða Sindra. Tara hefði kannski ekki átt að ganga út frá því
að Sindri væri sjálfkrafa forréttindapési vegna þess eins að
hann er hvítur karlmaður í vel sniðnum jakkafötum – það
eru fordómar. Og Sindri hefði ekki átt að láta slá sig út af
laginu. En hver hefur ekki sagt eitthvað klaufalegt í hita
leiksins?
Málið segir hins vegar heilmikið um okkur hin.
Fjölmiðlar um heim allan hafa lokað athugasemda-
kerfum sínum vegna þeirrar hatursfullu umræðu sem á
sér þar stað. Norska ríkisútvarpið NRK hyggst hins vegar
fara aðra leið. Til að sporna gegn tröllum ætlar miðillinn
að láta lesendur svara þremur spurningum áður en þeir
fá að tjá sig um fréttir á vefsíðu hans. Spurningunum er
annars vegar ætlað að tryggja að fólk skilji innihald frétta
hyggist það tjá sig um þær og hins vegar að gefa fólki smá
tíma til að róa sig niður áður en það lætur vaða.
Kannski að við ættum öll að taka upp þriggja spurninga
regluna. Áður en við hreytum næst úr okkur stafrænum
ókvæðisorðum ættum við að spyrja sjálf okkur: 1) Hef
ég myndað mér upplýsta skoðun á málinu? 2) Myndi ég
láta sömu orð falla í áheyrn mömmu, pabba eða barnsins
míns? 3) Er þetta nokkuð mitt innra tröll sem talar?
Epalhomminn, fitubollan
og okkar innra tröll
Betra er
réttlæti um
síðir, en
ævarandi
ranglæti.
Í endurreisnarstarfinu eftir hrun var feigðar-flan að nýta forn og úrelt ákvæði um Lands-dóm,“ sagði Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, í vikunni um Landsdóm sem kallaður var saman í fyrsta og eina skiptið til að rétta yfir Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætis-
ráðherra, um embættisathafnir hans í aðdraganda
efnahagshrunsins.
Guðni tók enn dýpra í árinni og sagði að vand-
fundinn væri sá maður sem teldi að ákvæði um
Landsdóm ættu heima í stjórnarskránni.
Fólk getur greint á um það hvort rétt sé að for-
setinn lýsi skoðun sinni á lögum í landinu og hætti
sér þar með út á flughált pólitískt svellið.
En forsetinn hittir naglann á höfuðið. Ákvæði
um Landsdóm eru alger tímaskekkja, standast ekki
kröfur nútíma réttarríkis og farsinn í kringum rétt-
arhöldin yfir Geir H. Haarde mun verða þeim sem
þar léku lykilhlutverk til ævarandi vansa. Getur
einhver haldið því fram að Geir H. Haarde hafi orðið
fyrir ærumissi þrátt fyrir að hafa verið sakfelldur
fyrir að halda ekki fundargerðir?
Alls ekki.
Réttarhöldin yfir Geir H. Haarde byggðust á
eftirá speki af versta toga, þar sem framganga ráð-
herra í aðdraganda hrunsins var dæmd úr fílabeins-
turni sem búinn var baksýnisspegli af stærstu sort.
Kannski hefði baksýnisspegillinn þó mátt vera enn
stærri. Nú er almennt viðurkennt að neyðarlögin,
sem Geir og félagar hans í ríkisstjórn höfðu frum-
kvæði að, lögðu grunninn að efnahagslegri endur-
reisn landsins.
Ekki má heldur gleyma því að Alþingi fer með
ákæruvaldið fyrir Landsdómi. Upphaflega voru
greidd atkvæði um hvort ákæra skyldi fjóra ráð-
herra, tvo úr Samfylkingu og tvo úr Sjálfstæðis-
flokki. Að endingu var ákveðið að ákæra Geir einan.
Skömm þeirra þingmanna sem létu pólitík og
flokkadrætti ráða atkvæði sínu er sýnu verst.
Eins og Árni Páll Árnason, fyrrverandi formaður
Samfylkingarinnar, hefur sagt felur fyrirkomulagið
með Landsdóm í sér ákæru án undangenginnar
rannsóknar sem telja má til grundvallarreglna í
lýðræðisríkjum. Í því felst að við gáfum afslátt frá
reglum réttarríkisins á þeim forsendum að það væri
eina leiðin til að „ljúka uppgjörinu á hruninu“, eins
og Atli Gíslason, lögmaður og formaður þingmanna-
nefndar um málið, orðaði það á sínum tíma. Ótrúleg
nálgun frá reyndum lögmanni.
Lög og reglur eiga að tryggja öllum sömu réttindi
og girða fyrir að hægt sé að stytta sér leið þótt upp
komi sérstakar aðstæður. Dómstólar mega ekki
vera eins og lauf í vindi almenningsálitsins hverju
sinni.
Við uppgjör á efnahagshruninu í sögubókum
framtíðarinnar mun Landsdómsmálið fá harða
útreið. Alþingi ætti að afnema úrelt ákvæði um
Landsdóm og biðja þá sem fyrir ranglæti urðu
afsökunar.
Betra er réttlæti um síðir, en ævarandi ranglæti.
Síðbúið réttlæti
Aðalfundur Ferðafélags Akureyrar
Mánudaginn 20. mars kl. 20.00 verður
haldinn aðalfundur Ferðafélags Akureyrar.
Dagskrá: Venjuleg aðalfundarstörf og
önnur mál
Stjórnin
1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r16 s k o ð U n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
SKOÐUN
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
2
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-9
5
3
0
1
C
6
C
-9
3
F
4
1
C
6
C
-9
2
B
8
1
C
6
C
-9
1
7
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
1
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K