Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 28
Kristbjörg Kjeld leik-kona tekur á móti mér inni á herbergi eitt í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur undirbúið sig fyrir
leiksviðið og átt sitt athvarf í önn
langra daga í ein sextíu ár. Það er þó
hvorki að sjá né heyra á Kristbjörgu
að hún eigi svo langan feril að baki
enda sérdeilis ungleg, röddin björt
og andinn ungur. Það er kyrrð og
ró í gamla leikhúsinu við Hverfis-
götuna svona á þriðjudagsmorgni
en þó gætir eilítillar spennu í loftinu
enda frumsýningarvika hjá Krist-
björgu og samverkafólki hennar.
Ekki þannig maður
Fyrir dyrum stendur frumsýning
á Húsinu, áður ósýndu verki eftir
Guðmund Steinsson, eiginmann
Kristbjargar, sem féll frá fyrir
rúmum tuttugu árum. En aðspurð
um verkið segir Kristbjörg að sér
þyki alltaf dálítið óþægilegt að
tala um leikritin hans Guðmundar
enda standi þau henni nærri. „Guð-
mundur fjallaði mikið um yfir-
borðsmennskuna í sínum verkum.
Að við meinum ekki alltaf það sem
við segjum. Hann er að benda okkur
á mikilvægi nándar og einlægni
gagnvart hvert öðru í okkar daglega
lífi. Mikilvægi þess að staldra við og
sinna því sem skiptir máli. En það
sem ég hef lært af því að leika í verk-
um Guðmundar er fyrst og fremst
þessi mikla nákvæmni. Maður þarf
að vera svo nákvæmur með hans
texta að það má engu skeika. Þetta
er svo nákvæmlega byggt og það
er svo mikil tónlist í þessu. Þannig
að ef einhver fer ekki rétt með eða
bregður út af, þá verður tónninn
falskur.“
Húsið segir frá vel stæðum hjón-
um sem flytja inn í nýtt einbýlishús
ásamt þremur sonum sínum. Þau
njóta þess að sýna vinum nýja og
glæsilega heimilið en brátt kemur
í ljós að í húsinu ráða öfl sem þau
mega sín lítils gegn. Fjarlægðin
eykst milli fjölskyldumeðlima,
óboðnir gestir gera vart við sig og
heimilið virðist varnarlaust. Verkið
er hlaðið áleitnum spurningum um
samastað mannsins í nútímasam-
félagi og þrátt fyrir að vera skrifað
fyrir um fjörutíu árum á það erindi
í dag. Kristbjörg segist muna ágæt-
lega eftir þeim tíma þegar Guð-
mundur var að skrifa þetta verk.
„Þetta var á þeim tíma þegar unga
fólkið var að gera uppreisn gegn
ríkjandi gildismati. Sýningin okkar
hér er því í þessari períódu sextíu
og átta kynslóðarinnar en hversu
mikið hefur í raun breyst er svo
umhugsunarefni.“
Það er líka umhugsunarefni af
hverju Húsið hefur aldrei áður verið
sett á leiksvið en Kristbjörg segir
skýringuna í raun frekar einfalda.
„Guðmundur átti frekar erfitt upp-
dráttar sem leikskáld. Hann skrifaði
öðruvísi og það var meiri eftirspurn
eftir natúralisma og það var ekki
fyrir Guðmund. Hann var alltaf trúr
sínum hugmyndum og sinni nálgun
og elti aldrei það sem var í tísku
hverju sinni. Það var einfaldlega
ekki í hans eðli að elta eftirspurnina,
hann hefði ekki getað það, því hann
var ekki þannig maður.“
Saknar nándarinnar
Það er mildur blær kærleika og
söknuðar í rödd Kristbjargar þegar
hún talar um Guðmund og tæpast
hefur nokkur manneskja þekkt
hann betur. Guðmundur og Krist-
björg giftu sig þegar hún var 27 ára,
þá þegar búin að þekkjast í nokkur
ár. „Við giftum okkur 1962 en Guð-
mundur féll frá 1996. Svona langur
tími mótar lífið og mótar mann sem
manneskju. Ég sakna Guðmundar
á hverjum degi. Hef stundum sagt
að mér finnist ég ekki hafa neinn
að tala við eftir að hann fór. Maður
saknar þessarar nándar við aðra
manneskju og fyrir mig sem lista-
konu var þetta líka mikilvægt. Hann
kenndi mér svo ótrúlega margt og
við ræddum alltaf mikið um listina
inni á heimilinu. Það varð ekki hjá
því komist.“
Kristbjörg segir að þau Guð-
mundur hafi alla tíð ferðast mikið
og að gaman og gleði hafi ríkt í
hjónabandi þeirra. „Við vorum
ánægð og hamingjusöm hjón.
Guðmundur var góður maður.
Honum er best lýst þannig. Hann
var hlýr og yndislegur í alla staði.
En á vissan hátt þá var hann líka
frekar prívat persóna, þó svo hann
hafi haft afskaplega gaman af því
að koma innan um fólk og þá var
hann skemmtilegur og fyndinn.
Mér fannst reyndar þegar ég var í
útlöndum með honum að þá hafi
hann verið frjálsari. Hann var oft
pínu meira þvingaður hérna heima í
fámenninu, en í útlöndum blómstr-
aði hann, talaði við hvern sem var
og var heimsmaður.“
Fyrir þann sem er heimsmaður í
eðli sínu og gengur aðeins á bratt-
ann í sinni listsköpun getur efalítið
verið dálítið þrúgandi að búa við
fámenni. Kristbjörg tekur undir að
þetta geti verið tilfellið enda geti
lítil samfélög eins og til að mynda
leikhússamfélagið á Íslandi átt það
til að vera dómhart. „Já, það er það
sem er óþægilegt. Þetta er svo smátt
í sniðum og í svona fámennu sam-
félagi er miklu erfiðara fyrir lista-
mann að koma með eitthvað sem
er ekki alveg viðtekið. Sá hópur
sem tekur við er svo fámennur, en í
stærri samfélögum færðu nægilega
stóran hóp til þess að það dugar þér
til þess að fá rödd. Þannig finnur
Langar að verða frábær leikkona
Kristbjörg Kjeld á sextíu ára leikafmæli um þessar mundir en hún á að baki einstaklega glæstan feril. Kristbjörg
segir að hún finni enn fyrir þörfinni til að læra og að draumurinn um að skapa eitthvað fallegt haldi henni gangandi.
Kristbjörg Kjeld í herbergi eitt í Þjóðleikhúsinu þar sem hún hefur átt sitt athvarf á sextíu ára leikferli og sett upp ófá andlit leikbókmenntanna. Fréttablaðið/EyÞór
„Við vorum
ánægð og
hamingjusöm
hjón. Guð-
mundur var
góður maður.
Honum er
best lýst
þannig,“ segir
Kristbjörg
um hjóna-
band sitt og
leikskáldsins
Guðmundar
Steinssonar.
Magnús
Guðmundsson
magnus@frettabladid.is
Ég sakna guðmundar á
hverjum degi.
hef stundum sagt að
mÉr finnist Ég ekki
hafa neinn að tala við
eftir að hann fór.
↣
1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r28 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
0
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
1
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-C
6
9
0
1
C
6
C
-C
5
5
4
1
C
6
C
-C
4
1
8
1
C
6
C
-C
2
D
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K