Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 26
Múrmansk. Ekkert spurðist til
hans framar. Eftir fall Sovétríkjanna
reyndi fjölskyldan að fá upplýsingar
um afdrif hans – það litla sem fund-
ist hefur bendir til að hann hafi verið
tekinn af lífi fljótlega eftir handtök-
una. Móðir hennar var þá hins vegar
enn þá með sex börn á heimilinu og
hafði nú nær enga leið til að sjá þeim
farborða eftir fráfall fyrirvinnunnar.
Til að létta á var ákveðið að María
Alexandrovna skyldi fara til systur
sinnar Dínu í Moskvu þar sem hún
bjó til ársins 1940. Á sama tíma og
hún kynntist æskuástinni sinni,
en samband þeirra stóð í tvö ár. Þá
breytti stríðið öllu. María, sem þá
var 16 ára, var send til að vinna í
verksmiðju. Hennar verkefni var að
festa hausa á flugvélasprengjur – en
hún vildi komast á vígstöðvarnar og
taka þátt í að berjast gegn innrásar-
hernum.
Að vilja deyja
Henni tókst að lokum að komast
í herinn með því að framvísa föls-
uðum skjölum sem hún þurfti til að
láta líta út fyrir að henni hefði verið
veitt lausn frá störfum í hergagna-
verksmiðjunni – en vinna í slíkri
verksmiðju útilokaði að fólk fengi
inni í hernum.
María Alexandrovna var loksins
komin í herinn 17 ára gömul. Hún
var send í skóla til að læra á sérstaka
tegund talstöðvar. Hún var mjög
spennt fyrir þessu verkefni. Henni var
útvegaður samfestingur sem tilheyrði
sérsveitum Sovétríkjanna. Hún fékk
þjálfun á Mosin-Nagant-riffil og TT-
33-skammbyssu og allt stefndi í að
hún fengi hún að þjóna móðurjörð-
inni sem var hennar heitasta ósk.
„Ég var alls ekki hrædd. Aldrei,“
segir María Alexandrovna spurð um
þessa viðsjárverðu tíma. „Ég fékk
þjálfun í herskóla þar sem við vorum
búin undir að fara yfir víglínuna. Við
vissum vel hvert við vorum að fara.
Það var engin óvissa eða hræðsla,
þannig séð. Ég ætlaði þrisvar að deyja
fyrir föðurlandið, en mér bara tókst
það ekki. En það var óskaplega mikil
gleði þegar sigurinn kom,“ segir hún
og vísar til þess að örlaganornirnar
bjuggu svo um að hún fékk aldrei að
fara í fremstu víglínu – þrátt fyrir að
sækja það fast að fá tækifæri til þess
og í þrígang hélt hún að ósk sín yrði
uppfyllt. Hins vegar fylgdi hún með
herdeild sinni í humátt á eftir hernum
sem keyrði áfram víglínuna og kom á
þeirri leið í fæðingarborg sína Smól-
ensk, og varð vitni að hinni gífurlegu
eyðileggingu sem þar var eftir átökin
og hernámið. Á þeirri leið varð her-
deild hennar fyrir loftárás Þjóðverja.
Á þessum tíma var stórsókn Sovét-
manna í fullum gangi og hún fylgdi á
eftir framvarðasveitunum til Minsk.
Henni fannst hlutverk sitt sem loft-
skeytamanns hversdagslegt. Það dró
aðeins úr vonbrigðum Maríu þegar
hún sá Þjóðverjana sem höfðu verið
teknir til fanga og gengu niðurlútir í
fylkingum fram hjá sveitum Rauða
hersins.
„Við vorum ofsalega glöð þegar
þjóðverjarnir höfðu verið sigraðir.
En svo komu þessi vonbrigði og
sára tilfinning yfir því að komast
ekki almennilega í stríðið. Ég missti
tvær vinkonur þar en komst sjálf af,“
segir María Alexandrovna en annar
bræðra hennar, Pjotr, féll í stríðinu.
Hann var 21 árs. Pjotr liggur í fjölda-
gröf ásamt 6.000 hermönnum Rauða
hersins nærri Sosnovskiy. Hinn bróð-
ir hennar, Danííl, særðist svo alvar-
lega að hann var leystur frá skyldum
sínum sem hermaður.
Hún bætir því jafnframt við að hún
beri engan kala til Þjóðverja í dag,
Ég ætlaði þrisvar að
deyja fyrir föður-
landið, en mÉr bara
tókst það ekki. en það
var óskaplega mikil
gleði þegar sigurinn
kom.
↣
↣
Það er ekki bara matur og
næringin sem hann inniheldur
sem fær einstakling til að glóa,
heldur er það líka það sem
einstaklingurinn gerir til að fá
andlega og sálarlega næringu
eða fyllingu. Þegar Gló fór af
stað fyrst snérist það vissulega
um að framreiða góðan og
hollan mat en forsendurnar
voru ástríða og kærleikur. Nú
árið 2017 eru komin um 10 ár
frá því að Gló steig sín fyrstu
skref á heilsufæðismarkaðnum
og í ár setur Gló fókusinn á að
fá fólk til að efla sig. Innra
með okkur öllum býr eitthvað
sem við öll verðum að finna á
lífsleiðinni og rækta. Og það er
okkar eigið gló.
Skilaboðin hafa loksins
skýrst
Fyrstu teiknin um að eitthvað
væri að fara að gerast voru að
finna í strætóskýlum á víð og
dreif um höfuðborgarsvæðið.
En að baki þessum
skilaboðum liggur mikil og
ígrunduð vinna. Hvernig er
viðlíka skilaboðum komið á
framfæri svo megi skilja þau
og meðtaka? Auglýsingastofan
Hvíta húsið á veg og vanda af
þeirri auglýsingaherferð sem
Gló er að fara af stað með. Það
er engu líkara en allt hafi fallið
Fókusinn er á gló
á rétta staði sem hefur leitt til
herferðar sem er sönn.
Tilgangur hennar er af
einlægni að fá fólk til að leita
inn á við og finna það sem
gefur lífi þeirra gildi, lætur
hjörtu þeirra tikka eða vekur
með þeim ómælda gleði.
Tímamót og hugrekki
Gló stóð á tímamótum bæði
vegna stækkunar og
fyrirhugaðar útrásar til
Kaupmannahafnar þar sem
staður mun opna fljótlega.
Auglýsingastofan Hvíta húsið
vann samkeppni meðal
auglýsingastofa og herferðin
Skapaðu þitt eigið gló er
fulltrúi þess tóns sem Gló
stendur fyrir. Það er
óneitanlega ákveðið hugrekki
fyrir matsölustað að tala af
einlægni og hreinskilni og
draga úr talanda
auglýsingalands. En það er
Gló: starfsfólkið sem vinnur
þar, vörurnar sem eru valdar
inn til sölu, gæði matarins,
námskeiðin sem fyrirtækið
stendur fyrir, allt þetta er
gert af einlægni.
Glóandi drottning
Ekki er nóg að finna
hugmynd heldur þarf hún að
vera framkvæmanleg. Leit
hófst að einstaklingum sem
Veitingastaðurinn Gló afhjúpar sig
Gógó Starr er sönn drottning sem glóir
vildu taka þetta verkefni að
sér og það var ekki verra að
allir þeir bjuggu yfir sama
hugrekki og glói og herferðin
snérist um. Gógó Starr er
dragdrottningin sem býr
innra með Sigurði Heimi
Guðjónssyni sem er yfirleitt
kallaður Siggi. Hann flutti til
Reykjavíkur að norðan eftir
að hafa unnið í dragkeppni
Íslands árið 2015. Hann er
einn af stofnendum framkomu-
hópsins Drag-súgur.
Hópurinn hefur stækkað
verulega frá stofnun og eru
nú rúmlega 20 listamenn að
koma reglulega fram. Hann
hefur fundið sitt innra gló og
er að rækta það. Þetta er
fyrir alla þá sem rækta það
sem þau elska í lífinu. Gefðu
lífinu lit og finndu þitt gló.
Kíktu á glo.is.
Skapandi samstarf
Ástríða og kraftur hefur
einkennt alla vinnu við
herferðina. Tónlist er í
höndum Stop, Wait, Go og
hinn ungi Ísak stígur sín
fyrstu opinberlegu skref sem
söngvari. Hið öfluga teymi
Hard & Holy voru
leikstjórar og skipulögðu
tökur. Þetta var snarpt og
tók einungis einn tökudag.
Gleðin og samheldnin var
lykilatriðið sem sá til þess að
þetta gekk upp. Gló hefur nú
verið að stíga fastar til jarðar
og er nýja útlitið og tónninn í
takti við það.
Boðskapurinn er að hvetja
fólk til að finna sitt gló, alveg
sama af hvaða tegund það er.
Ef það er leiklist, myndlist,
eldamennska, hlaup, söngur
eða stærðfræði, þá hvetur
Gló einstaklinga til að
umfaðma það og rækta.
Skál fyrir alla
Þrátt fyrir að Gló hafa
starfað í nærri 10 ár hefur
þessi boðskapur verið
fljótandi með í öllu starfi
fyrirtækisins og nú er hann
dreginn fram. Gló er þannig
fyrirtæki að það tekur vel á
móti öllum einstaklingum og
er ekki veitingahús eða
matsölustaður einhvers
einsleits hóps. Á Gló er að
finna margar týpur ef svo
mætti segja, bæði í starfsfólki
og í viðskiptavinum. Allir eru
velkomnir og þeir sem eru að
stíga sín fyrstu skref inn um
dyr Gló þurfa ekki að óttast
að reykelsisilmur eða
áruhreinsun taki á móti
þeim. Það þarf kjark að
breyta um stefnu og ætla að
sinna líkama sínum betur og
veita honum aðeins góða
næringu. Þeir sem hafa
kannski mikið sóst í
skyndibita vita ekki að
Skálin er t.d. skyndibiti og
tekur enga stund að útbúa.
Sneisafull af þeirri hollustu
sem þú kýst, bæði hægt að
velja grænmetis eða með
kjöti. Þú ræður hvað fer í
Skálina og stjórnar alfarið
samsetningunni. Þeir sem
eru að feta sín fyrstu skref í
Skálinni ættu ekki að óttast
úrvalið. Starfsfólkið á Gló er
reiðubúið til leiðsagnar um
vinsælar samsetningar eða
hvað þau mæla með. Gerðu
líkamanum gott með því að
fá þér Skál.
Opna fyrir hæfileika
Gæðin í matnum skila sér
inn í minnstu frumur og
leiða til þess að fólk fer
ósjálfrátt að glóa. Þegar
líkaminn er kominn á góðan
stað næringarlega er
auðveldara að snúa sér að
ræktun þess sem býr innra
með fólki. Með því að finna
sína ástríðu, drifkraft og
hæfileika vex
einstaklingurinn og glóir
innan frá. Það er eitthvað
sem Gló vill handa öllum.
Saklaus bón en svo áræðin
fyrir samfélagið sem er ef til
vill ekki tilbúið til þess að
meðtaka boðskapinn.
Þeir sem eru tilbúnir, það
eru þeir sem koma á Gló og
næra musterið svo það geti
hýst einstaka sköpun. Án
þess að vera of andleg þá er
það ætlun Gló að hvetja alla
til að hugsa vel um sig og vel
til sín. Það að horfa í spegil
og segja eitthvað neikvætt
um sig eða líkamsímynd
hefur margfeldisáhrif á
sjálfsálitið. Fyrsta skrefið í
átt að sköpun er sjálfselska.
Sjálfselska á þann hátt að
einstaklingurinn elskar
sjálfan sig. Þannig nærðu að
glóa. Þú getur fundið þitt
eigið gló á svo marga vegu. Þú
þarft bara að finna það. Þetta
er fyrir alla þá sem rækta það
sem þau elska í lífinu. Gefðu
lífinu lit og finndu þitt gló.
Við erum á glo.is og höfum
góða sögu að segja.
glo.is/mittglo
Ljósmynd/Guðmundur Þór
Dansað af innlifun Ljósmynd/Guðmundur Þór
H
VÍ
TA
H
Ú
S
IÐ
/
S
ÍA
–
17
-0
72
7
1 1 . m a r s 2 0 1 7 L a U G a r D a G U r26 H e L G i n ∙ F r É T T a B L a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
9
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-D
A
5
0
1
C
6
C
-D
9
1
4
1
C
6
C
-D
7
D
8
1
C
6
C
-D
6
9
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
8
A
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K