Fréttablaðið - 11.03.2017, Blaðsíða 4
Umboðsaðili Alfa Romeo, Chrysler, Dodge, Fiat, Fiat Professional, Jeep og Ram Trucks á Íslandi - Þverholti 6
270 Mosfellsbær - s. 534 4433 - www.isband.is - isband@isband.is - Opið virka daga 10-18 - Laugardaga 12-16
KOMDU OG PRUFAÐU
FYRIR ÍSLENSKAR
AÐSTÆÐUR
OPIÐ Í DAG LAUGARDAG 12 - 16
Stjórnmál Brýnt er að fara tafar-
laust í frekari uppbyggingu hjúkr-
unarrýma í Reykjavík til að mæta
brýnni þörf og framtíðarþörf. Þetta
kemur fram í bréfi sem Dagur B.
Eggertsson borgarstjóri sendi Óttari
Proppé heilbrigðisráðherra í byrjun
mars. Dagur segir borgina hafa lóðir
til reiðu fyrir byggingu hjúkrunar-
heimila og fyrir viðbyggingarmögu-
leika. Dagur leggur til að settur verði
á fót sameiginlegur starfshópur til
að meta þróun og þjónustuþyngd
til framtíðar og hvernig hægt sé að
bregðast við.
Dagur segir að ekki hafi verið
opnuð ný hjúkrunarrými í borg-
inni síðan 2010 þegar Mörkin tók
til starfa. Þó sé búið að samþykkja
byggingu 105 rýma hjúkrunarheim-
ilis við Sléttuveg sem ráðgert er að
opna árið 2019. Kostnaður, beinn og
óbeinn, vegna fráflæðisvanda LSH
sé 4,5 milljarðar á ári miðað við
árið 2015. Sé kostnaður við að hafa
sjúklinga inniliggjandi á deildum
LSH í bið eftir hjúkrunarrými dreg-
inn frá kostnaði við að hafa þessa
sömu sjúklinga á hjúkrunarheimili
fáist samfélagskostnaður upp á 3,4
milljarða. Vitnar Dagur í tölur frá
Hagfræðideild HÍ.
„Í núverandi stöðu er brýn þörf
fyrir hendi og samfélagslegur kostn-
aður vegna fráflæðisvanda LHS er
mikill. Ákvarðanir um næstu skref
og uppbyggingu úrræða geta ekki
beðið að mati borgarinnar,“ segir í
bréfinu. Hægt væri að nýta þessa 3,4
milljarða betur og leggur Dagur til
þrjár hugmyndir. Sú fyrsta er upp-
bygging hjúkrunarheimila. Lóð sé
tilbúin norðan við Borgarholtsskóla
og hefur Hjúkrunarheimilið Eir/
Skjól lýst yfir áhuga á að reka það
með 120-150 rýmum. Viðbótarrými
og ný rými við Sóltún gætu verið alls
107. Þá sé Skógarbær reiðbúinn að
fjölga rýmum um 30-40. Þessi 280
rými myndu kosta 2,4 milljarða á
ári.
Þá bendir Dagur á sérhæfða þjón-
ustu við aldraða í heimahúsi, 80 ára
og eldri. Kostnaðurinn er metinn
8,5 milljónir á einstakling en dvöl
á hjúkrunarheimili kostar 9,9 millj-
ónir og er ekki byggingarkostnaður
eða leiga inni í tölunum.
Að síðustu bendir Dagur á að
framlag til heimahjúkrunar hafi
staðið í stað síðan borgin tók við
henni árið 2009. Í bréfinu bendir
Dagur á að samkvæmt greiningu
efnahagssviðs SA hafi Norðurlönd-
in síðustu ár lagt aukna áherslu á
að færa öldrunarþjónustu og aðra
langtímaumönnun yfir í minna fjár-
frek úrræði eins og heimahjúkrun.
Ísland sé ekki að taka þátt í þeirri
þróun. benediktboas@365.is
Borgarstjóri kynnir lausnir
fyrir heilbrigðisráðherra
Í bréfi Dags. B Eggertssonar til Óttars Proppé kynnir borgarstjóri hvernig hægt væri að nýta þá 3,4 milljarða
sem falla á samfélagið á ári vegna fráflæðisvanda LSH. Þá bendir hann heilbrigðisráðherra á að ákvarðanir
um næstu skref og uppbyggingu úrræða geti ekki beðið. Engin ný hjúkrunarrými opnuð frá árinu 2010.
24.109
manns komu á Vog til meðferðar á
árunum 1977 til 2015.
tölur vikunnar 05.03.2017 – 11.03.2017
7 90%gerenda í ofbeldismálum í miðborginni eru karlmenn
og um 80% brotaþola.
50
stöðugildi sálfræðinga eru á Land-
spítalanum í heild. 33
kílómetrar af
þjóðvegi 1 eru
enn ómalbikaðir.
2
líkamsárásir í Mjódd voru kærðar til
lögreglunnar á fimm dögum.
9%
aukning var á
umferð á
Íslandi í fyrra.
173
hafa í vetur legið á Landspítalanum
vegna flensu.
manns hafa látist í
fangelsum landsins
frá árinu 2001, þar
af frömdu fimm
sjálfsvíg.
Fráflæðisvandi LSH er mikill. Kostnaður, beinn og óbeinn, vegna hans er 4,5 milljarðar á ári. FréttabLaðið/ViLHeLm
Ákvarðanir um
næstu skref og
uppbyggingu úrræða geta
ekki beðið að mati borgar-
innar.
Dagur B. Eggerts-
son, borgarstjóri
Betri nýting á 3,4 millj-
örðum – hugmyndir
Dags B. Eggertssonar
1. Fjölga hjúkrunarrýmum um
280. Kostnaðurinn væri 2,7
milljarðar.
2. Sérhæfðari heimaþjónustu
fyrir 100 einstaklinga. Kostn-
aður: 850 milljónir.
3. Aukið fé í heimahjúkrun sem
myndi þjónusta 4.800 manns.
Kostnaður: 1,4 milljarðar.
Þrjú í fréttum
EM-brons,
þensla og
samgöngur
Aníta Hinriksdóttir
frjálsíþróttakona
tryggði sér brons í
800 metra hlaupi
kvenna á EM inn-
anhúss í Belgrad í
Serbíu. Aníta var
með besta tímann
í undanrásum og
næstbesta tímann í
undanúrslitum. „Ég er hrikalega
kát með þetta,“ sagði Aníta að
loknu mótinu. Aníta, sem hefur
dvalið í Hollandi stærstan hluta
vetrarins, kom heim til vikudvalar
til að safna kröftum. Í apríl fer hún
í æfingabúðir í Bandaríkjunum.
Lars Christensen
fyrrverandi aðalhagfræðingur
Danske Bank
segir nýjustu
hagvaxtartölur
hér ekki gefa
tilefni til að grípa
til einhverra
viðbragða
í óðagoti.
Ríkisstjórnin megi
hins vegar ekki auka á þenslu
með auknum ríkisútgjöldum.
„Forsætisráðherrann og
fjármálaráðherrann verða að
standa í lappirnar,“ sagði Lars
sem fagnar hugmyndum um
auðlindasjóð.
Svavar Pétur Eysteinsson
bóndi á Karlsstöðum í Berufirði
var einn skipuleggjenda mótmæla
gegn niðurskurði á
samgönguáætlun.
Hann sagði
óboðlegt að
fresta ætti mal-
bikun á þjóðvegi
eitt við Beru-
fjarðarbotn. Svavar
Pétur sagði þrjú dekk hafa farið hjá
honum og konu hans á einni viku í
fyrrasumar. Það væri of mikið. Því
fylgdi kostnaður, tími, óþægindi og
vesen.
1 1 . m a r S 2 0 1 7 l a u G a r D a G u r4 f r é t t i r ∙ f r é t t a B l a ð i ð
1
1
-0
3
-2
0
1
7
0
4
:3
2
F
B
1
2
0
s
_
P
1
1
7
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
1
0
8
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
0
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
1
2
0
s
_
P
0
1
3
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
1
C
6
C
-A
D
E
0
1
C
6
C
-A
C
A
4
1
C
6
C
-A
B
6
8
1
C
6
C
-A
A
2
C
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
3
B
F
B
1
2
0
s
_
1
0
_
3
_
2
0
1
7
C
M
Y
K